Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 14
Náttúrufræðingurinn 14 Engar spurnir eru af vatni á Okinu fyrir fund þess sumarið 2007, hvorki í rituðum heimildum né af munnmælum. Fyrsti greinar- höfundur gekk nokkrum sinnum á Okið á árunum 1995–2005 en varð aldrei var við fljótandi vatn í gígnum. Vatnsfundurinn var borinn undir ýmsa staðkunnuga í nærsveitum Oksins, þar á meðal Snorra H. Jóhannesson bónda og veiðieftirlitsmann á Augastöðum í Reykholtsdal, en enginn kannaðist við vatn á þessum stað. Haraldur Sigurðsson (1908–1995), bókavörður, rithöfundur og ferða- frömuður, fæddur á Krossi í Lundar- reykjadal og gjörkunnugur náttúru og menningu í uppsveitum og fjall- lendi Borgarfjarðar, getur ekki um vatn á Okinu í árbók Ferðafélags Íslands frá 1954, þrátt fyrir upp- göngu á fjallið a.m.k. einu sinni.3 Haraldur nefnir þó að „stóreflis gígur“ sé í hvirfli fjallsins og að glöggt sjái fyrir brúnum hans, „en sjálf er gígskálin hálffull af hjarni.“ Jafnframt segir Haraldur að norðan í Okinu sé „töluverður jökull, sem minnkar ár frá ári.“ Freysteinn Sigurðsson (1941–2008), jarð- og vatnafræðingur með meiru, fæddur á Reykjum í Lundarreykjadal og einnig vel kunnugur náttúru og menningu Borgarfjarðar, getur hvergi um vatn á Okinu í árbók Ferðafélags Íslands sem hann ritaði og kom út árið 2004.1 Þá má geta þess að á tiltækum loftmyndum í fórum Landmælinga Íslands sem teknar voru af Okinu í júlí– september á árunum 1945–1997, alls níu myndir, er hvergi vatn að sjá í gíg Oksins, aðeins snjó og ís.4 Leiða má að því líkur að ekkert stöðuvatn hafi verið á Okinu um alllangt skeið, a.m.k. í um eitt þúsund ár, eða frá því um miðja þjóðveldisöld um 1100 þegar síðast ríktu hlýindi hér á landi með svipuðu móti og verið hefur á síðastliðinni öld.2 Undir lok 12. aldar fór loftslag kólnandi og við tók Litla ísöld með loftkulda, rysjóttu veðurfari og framrás jökla sem varði allt til loka 19. aldar. Í nýlegri jöklaskrá Odds Sigurðssonar og Richards Williams þar sem veitt er ítarlegt yfirlit yfir nöfn íslenskra jökla, er m.a. fjallað um Okjökul.5 Þar kemur fram að staðarheitið Ok sé líklega fyrst að finna í ritaðri heimild í Harðar sögu 1. mynd. Blávatn í gíg Oksins (a) 7. ágúst 2007 og (b) 20. ágúst 2010. Horft í suður af norðanverðum gígbarminum efst á Okinu í 1.141 m h.y.s. – View to the south over lake Blávatn from top of mountain Ok at 1,141 m a.s.l. on (a) August 7th 2007 and (b) August 20th 2010. Ljósm./Photo: Hilmar J. Malmquist. 2. mynd. Okið í ágúst (a) 1999 og (b) 2008. Blávatn hefur myndast á allra síðustu árum vegna hlýnandi loftslags. – Mountain Ok with top crater and the remains of glacier Ok in August (a) 1999 and (b) 2008. Lake Blávatn is forming due to climate warming and melting of glacier Ok. Loftm./Photos: Loftmyndir ehf. a) b) a) b)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.