Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 2013, Page 20
Náttúrufræðingurinn 20 einnig allútbreidd í ferskvatni nærri Suðurskautslandinu, t.d. á Suður-Hjaltlandseyjum, Suður- Orkneyjum og Suður-Georgíu.23,24 Á framangreindum svæðum ráða agneski oft ríkjum í fremur litlum stöðuvötnum sem svipar að mörgu leiti til Blávatns hvað varðar efna- og eðlisþætti. Tilvist agneskja í jafn ríkum mæli og raun ber vitni í evrópsku fjalllendi og á suðlægum slóðum, þar sem lífsskilyrði eru almennt knöpp miðað við vötn á láglendi og/eða nærri miðbaugi, hefur einkum verið eignuð eiginleikum þeirra til að þrífast við næringarefna- og steinefnasnauðar kringumstæður.24,25,26 Fánan Fána Blávatns er afar rýr og aðeins voru greindar fjórar tegundir af hryggleysingjum. Annars vegar fundust bessadýr (6. mynd) í nokkrum mæli í þunnu, leirkenndu seti á ísbotninum og hins vegar veiddust þyrildýr í netháf í vatns- bolnum (4. tafla). Bessadýrin til- heyra tegundinni Hypsibius con- vergens og tegund af ættkvíslinni Isohypsibius, en tegundir af báðum þessum ættkvíslum auk ætt- kvíslanna Macrobiotus, Dactylobiotus, Murrayon og Thulinius hafa áður fundist í stöðuvötnum og tjörnum hér á landi.27,28,29 Þyrildýrin sem fundust í vatnsbolnum tilheyra tveimur tegundum. Annars vegar var spaðaþyrla, Keratella cochlearis, og hins vegar hin örsmáa Gastropus minor. Staðfesta þarf greiningu síðar- nefndu tegundarinnar en okkur er ekki kunnugt um að hún hafi áður verið greind í íslensku stöðuvatni. Tegundin hefur ekki hlotið íslenskt heiti en til bráðabirgða er hún kölluð mallakútur með skírskotun til gríska heitisins sem vísar til maga og fóta (Gastropus) auk smæðar (minor). Engin eiginleg vatnadýr fundust á fjörugrjóti í Blávatni, aðeins þráðlaga vaxtarform lífvera, lík- lega blágrænbaktería (Cyanobacte- ria), ásamt leifum fullorðins skor- dýrs, áttfætlumaura og gróðurs af landrænum toga (4. tafla). Þráðlaga lífverurnar var að finna í öllum grjótsýnunum og einkennandi vaxtarlag þeirra var þyrping nokkurra þráða (3–8 þráða) sem stóðu út frá einni og sömu miðju. Tegundagreining þráðanna bíður betri tíma. Plöntuleifarnar, sem einnig fundust í öllum grjót- sýnunum, líktust einna helst rifnum og trosnuðum lyng- og víðiblöðum. Skordýrsleifarnar sem fundust í grjótsýni nr. 3 voru hluti af væng og frambol fullorðinnar dægurflugu (Ephemeroptera). Í grjótsýni nr. 8 fundust tveir tómir hamir af áttfætlumaurum (Acarina) sem ekki var hægt að greina nánar. 6. mynd. (a) Fullorðið bessadýr af tegundinni Ramazzottius oberhaeuseri og (b) formfagurt egg bessadýrs af yfirættinni Macrobiotoidea. – (a) Adult Ramazzottius ober- haeuseri tardigrade and (b) sculptured egg of an undescribed Macrobiotoidea tardigrade species. Ljósm./Photos: Nigel Marley. a) b)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.