Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 3
Umræða um verðmæti, verndun
og nýtingu miðhálendis Íslands
hefur aukist undanfarin ár og fjöl-
margir láta hana sig varða. Tilkoma
Kárahnjúkavirkjunar og þær miklu
deilur sem áttu sér stað um þá fram-
kvæmd höfðu mikil og varanleg
áhrif á hvernig fólk talar um þessi
mál. Stefnumörkun stjórnvalda um
vernd og orkunýtingu landsvæða,
svokölluð rammaáætlun, hefur
jafnframt skilað góðum árangri og
gert umræðuna um miðhálendið
markvissari. Áhugi almennings á
hálendisferðum hefur líka stórauk-
ist, og fjölmargir erlendir ferðamenn
hafa kynnst landinu og hrifist af
því. Ekki kemur á óvart að í nýrri
þingsályktunartillögu um lands-
skipulagsstefnu 2015–2026 endur-
speglist sjónarmið um varkárni í
umgengni við miðhálendið.
En hver eru þessi verðmæti?
Miðhálendið býr yfir einstakri og
fjölbreyttri náttúru; víðernum, til-
komumiklu landslagi, fágætum
jarðminjum og sérstæðu lífríki sem
hefur mótast af landreki, eldvirkni,
jöklum og vatni. Gildi slíkrar nátt-
úru í sjálfri sér er afar mikið. Gagn-
vart mannverunni er þessi verðmæti
öðru fremur að finna í þeim upp-
runa, skyldleika og tengslum sem
hún á við villta náttúru. Að dveljast
í slíkri náttúru felur í sér andlegt
samband við hana, þá reynslu sem
oft er talað um sem upplifun. Þótt
hér sé um að ræða andlegt samband
er það engu að síður raunveru-
legt. Gildi þessa sambands hefur
djúpstæða siðferðilega merkingu
og er ein meginuppspretta þeirra
grunngilda sem gera okkur kleift að
skynja og skilja lífið og merkingu
þess. Páll Skúlason heimspekingur
skýrir þetta vel, m.a. í bókinni Nátt-
úrupælingar, og leggur eindregið til
að fólk rækti andlegt samband við
náttúruna. Án efa byggist aðdráttar-
afl íslenskrar náttúru fyrst og fremst
á þessari upplifun.
Hingað til hefur fólki verið
tamara að skoða verðmæti hálend-
isins á efnislegri hátt, enda felast
þar miklar auðlindir, svo sem í
tengslum við beislun vatns- og jarð-
varma til rafmagnsframleiðslu. En
slíkar framkvæmdir geta valdið
óafturkræfri röskun á náttúrunni
og skapað djúpan ágreining, eins og
m.a. hefur komið fram á Alþingi að
undanförnu. Ferðaþjónusta byggir
afkomu sína öðru fremur á nátt-
úruupplifun ferðamanna. Útivist
og ferðamennska eiga allt sitt undir
því að íslensk náttúra geti haldið
áfram að bjóða fólki í andlegt sam-
band. En vaxandi fjöldi ferðamanna
eykur hættu á skemmdum á nátt-
úrunni. Í þeirri stefnumörkun sem
nú á sér stað í ferðaþjónustu verður
að taka ábyrga afstöðu í þessum
efnum. Bent hefur verið á að ferða-
þjónustan þurfi sína eigin „ramma-
áætlun“. Einfaldast væri að stofna
til einnar samræmdrar „ramma-
áætlunar“ um verndun og nýtingu
íslenskrar náttúru, af hvaða toga
sem er. Allar stefnur og áætlanir
sem snerta hálendið verða að fela
í sér samræmingu sjónarmiða um
nýtingu, t.d. til ferðaþjónustu eða
virkjana, og verndunar, t.d. friðlýs-
ingu landsvæða eða stofnun þjóð-
garðs.
Skynsamleg stefna um nýtingu
og verndun náttúrunnar krefst mik-
illar þekkingar á henni. Þótt talsvert
sé vitað um náttúru miðhálendis-
ins er sú þekking enn lítil og brota-
kennd. Þetta á ekki síst við þekk-
ingargrunn sem nauðsynlegur er til
að beita alþjóðlega viðurkenndum
mælikvörðum sem ætlað er að meta
líf- og jarðfræðilega fjölbreytni, fjöl-
breytni landslags, eðli víðerna og
gildi menningarminja. Fjármögnun
rannsókna á þessum mikilvægu
verðmætum hefur í gegnum tíðina
reynst mjög erfið og stór hluti þeirra
er unninn í krafti hugsjóna þeirra
fræðimanna sem láta sig málið
varða. Þetta er kaldhæðnislegt í
ljósi tveggja staðreynda sem blasa
við. Í fyrsta lagi eiga ákvarðanir
um virkjanahugmyndir að byggj-
ast á slíkri þekkingu og skilningur á
auðlindum náttúrunnar er augljós-
lega forsenda þess að ferðaþjónusta
dafni á farsælan hátt. Í öðru lagi er
ljóst að mun meira fjármagn er til
staðar til rannsókna í tengslum við
hvers kyns framkvæmdir, svo sem
til undirbúnings virkjana, en til
framangreindrar þekkingaröflunar
á náttúrunni.
Það er trú mín að sú mikla og
góða umræða sem nú er hafin um
stöðu og framtíð náttúru Íslands, og
þá ekki síst miðhálendisins, hljóti
að hvetja til bætts verðmætamats
og stefnu sem leiðir af sér mun betri
fjármögnun rannsókna á náttúr-
unni. Slík stefnubreyting er algjör
forsenda skynsamlegrar ákvarðana-
töku og stefnumótunar um auð-
lindir hálendisins, og þar af leiðandi
um örlög náttúrunnar. Ákvarðanir
og stefna sem tekin er í myrkri van-
þekkingar er óásættanleg.
Skúli Skúlason, prófessor
við Háskólann að Hólum
Verðmæti
hálendisins