Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 8
Náttúrufræðingurinn
8
Krabbadýr
Grjótkrabbi, Cancer irroratus
Say, 1817
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) (7.
mynd) fannst fyrst hér við land
árið 2006, í Hvalfirði.41 Þetta var
jafnframt fyrsti fundur tegundar-
innar utan náttúrulegs útbreiðslu-
svæðis síns meðfram austurströnd
Norður-Ameríku.42 Þessi tiltölulega
stóra krabbategund, með skjaldar-
breidd allt að 15 cm, er talin hafa
borist hingað með kjölfestuvatni.41
Hærri sjávarhiti við Ísland á undan-
förnum áratugum43 hefur hugs-
anlega auðveldað landnámið. Frá
landnámi hefur grjótkrabbinn
breiðst hratt út með vesturströnd
landsins og norður fyrir land og
hefur nú numið um 50% af strand-
lengju Íslands. Í hinu nýja búsvæði
grjótkrabbans keppa fáar krabba-
tegundir við hann um fæðu, aðal-
lega bogkrabbi (Carcinus maenas) og
trjónukrabbi (Hyas araneus). Þrátt
fyrir að stutt sé liðið frá landnámi
virðist grjótkrabbinn vera orðinn
ráðandi tegund við suðvesturströnd
landsins, hvort sem litið er til full-
orðinna krabba eða lirfa í uppsjó,
og hefur því tekið sér bólfestu hér
við land.41 Áætlaður þéttleiki grjót-
krabba hefur verið metinn um 0,12
krabbar/m2 á mjúkum botni,44 sem
er sambærilegur þéttleiki og í upp-
runalegum heimkynnum krabbans
í Norður-Ameríku.45
Rannsóknir sem gerðar hafa
verið á grjótkrabba sýna að erfða-
breytileikinn er mikill við Ísland,
svipaður og hann er í stofnum í
Ameríku.46,47 Enn er lítið vitað um
áhrif grjótkrabba á botndýrafánu við
Ísland. Sé tekið mið af stærð grjót-
krabbans og ósérhæfðu fæðuvali
er ljóst að hann er fær um að hafa
marktæk áhrif á fjölda botndýra-
tegunda með afráni, samkeppni um
búsvæði eða í gegnum óbeina fæðu-
þrepsmögnun (e. trophic cascade).
Stærð og þéttleiki fullorðinna
grjótkrabba, fundur kvendýra með
egg og allra lirfustiga í svifi, mikill
erfðabreytileiki og hröð útbreiðsla
tegundarinnar með ströndum
landsins benda til þess að hinn nýi
stofn grjótkrabba sé heilbrigður
og þrífist vel við Ísland. Miðað við
núverandi vitneskju bendir margt
til að grjótkrabbinn hafi burði til
að verða að ágengri tegund hér
við land. Engar beinar rannsóknir
hafa þó enn farið fram á áhrifum
krabbans á vistkerfi botnsins.
Sandrækja, Crangon crangon
(Linnaeus, 1758)
Sandrækja (Crangon crangon) (8.
mynd) fannst fyrst við Ísland árið
2003 á Álftanesi.48 Í ljósi fundar
tegundarinnar á norðurheim-
skautssvæðum og tilfallandi fundar
tegundarinnar við Ísland á seinni
hluta 19. aldar49,50 er áhugavert að
landnáms skuli ekki hafa orðið vart
fyrr. Náttúruleg heimkynni sand-
rækju eru við vesturströnd Evrópu,
í Miðjarðarhafi og Svartahafi50 og
er hún oft í miklum þéttleika.51 Frá
landnámi hefur sandrækjan breiðst
hratt með suður- og vesturströnd
landsins og hefur að auki fundist
við landið suðaustanvert.48,52 Þar
sem lirfustig sandrækju varir mjög
stutt er ólíklegt að hún hafi borist
yfir hafið með straumum. Í ljósi
þess og útbreiðslusögu tegundar-
innar hér við land er líklegast að
hún hafi borist hingað með kjöl-
festuvatni.48 Vistfræðileg áhrif sand-
rækju hér við land hafa ekki verið
metin en þéttleiki hennar hefur verið
mældur allt að 67 einstaklingar/m2
48 og hefur tegundin náð hér fótfestu.
Sandrækjan er rándýr, virkust á nótt-
unni, og ræðst fæðuval af þéttleika
aðgengilegrar fæðu.53 Sandrækja er
talin áhrifamikill afræningi skarkola-
8. mynd. Sandrækja (Crangon crangon).
Ljósm./Photo: Hans Hillewaert.
7. mynd. Grjótkrabbi (Cancer irroratus). Ljósm./Photo: Óskar Sindri Gíslason.