Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 20
Náttúrufræðingurinn 20 Umræða Mosadýr fundust á öllum svæðum sem til rannsóknar voru, þ.e. í 14 stöðuvötnum og 8 ám. Það bendir sterklega til að þessi hópur dýra sé algengur í íslensku ferskvatnsvist- kerfi. Alls fundust fjórar tegundir mosadýra, Plumatella repens, P. fun- gosa, Fredericella sultana og Crista- tella mucedo. Þrátt fyrir takmark- aðar rannsóknir á íslenskum mosa- dýrum hefur áður verið greint frá tilvist allra þessara tegunda á Ís- landi. Flestar heimildirnar eru þó komnar til ára sinna og sumar hverjar ekki mjög afgerandi hvað tegundagreiningu varðar. F. sultana hefur áður fundist í Neðra-Selvatni við Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi, í tjörn við Arngerðareyri við Ísa- fjarðardjúp og í Þingvallavatni.12 Í sömu heimild er greint frá tilvist dvalarblasta C. mucedo í Mývatni, þótt dýrið sjálft hafi þá ekki fund- ist. Árið 1969 fannst tegundin P. fungosa í Mývatni13 og árið 1972 í ánum Laxá og Kráká á vatnasviði Mývatns.14 Nýjasta rannsóknin var gerð í Urriðakotsvatni við Hafnar- fjörð árið 1981 en þá var líffræði mosadýra í vatninu rannsökuð og greint frá tegundinni P. repens.15 Ein tegund að auki, Hyalinella punctata, sem ekki fannst nú, hefur fundist hérlendis og er það jafnframt fyrsta heimild um mosadýr hér á landi.11 Tegundin fannst í tjörn 2 km vestan við Reykjavík. Líklega er hér um að ræða Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar eru P. repens og F. sultana algeng mosadýr í íslensku ferskvatni. Það fyrrnefnda fannst í öllum vötnum og ám sem til rann- sóknar voru og það síðarnefnda alls staðar nema í Hraunvatni á Skaga, eða á ríflega 95% rannsóknarsvæða. P. fungosa virðist einnig talsvert algeng en hún fannst í þremur stöðuvötnum og tveimur ám, þ.e. á 23% svæða sem til skoðunar voru. C. mucedo fannst einungis á einum stað í Elliðavatni (4,5% svæða), og virðist ekki eins algeng. Allar tegundir mosadýra sem fundist hafa á Íslandi til þessa eru vel þekktar í öðrum Evrópulöndum og sumar tegundir víðar. Líkt og í þessari rannsókn er F. sultana algeng um allan heim, líka á norðlægum slóðum. Í Noregi finnst hún allt frá syðsta hluta landsins og norður fyrir 70. breiddargráðu.2,3,30,31,32,33 Þrátt fyrir nokkuð almenna útbreiðslu tegundarinnar í Noregi fannst hún einungis í 72 af 601 vatnasvæðum, eða 12% þeirra sem skoðuð voru. Rannsóknir sýna að tegundin þrífst illa á mjög lygnum svæðum, þar sem hætta er á gruggmyndun, en vel þar sem straumur er hæfilegur.3,33 Þá er dreifing hennar til nýrra búsvæða takmörkunum háð sökum þess að tegundin myndar ekki flotblasta. Dreifingarformin berast því mun styttra frá upprunastað meðan flot- blastar annarra tegunda fljóta með straumi og geta þannig borist víða.3 Dreifing tegundarinnar í Vífilsstaða- vatni og Hafravatni var í samræmi við þetta. Hún var almennt nokkuð staðbundin og þéttleikinn mestur í straumi við útfall stöðuvatnanna. Tegundin var þó mun útbreiddari í Hafravatni en Vífilsstaðavatni (3., 4. og 5. mynd) sem líklega helgast af því hve ólík vötnin eru. Vífils- staðavatn er mjög grunnt og grugg- myndun því tíð þegar vind hreyfir en Hafravatn mun dýpra og þar af leiðandi minni hætta á gruggi. P. repens var algengasta tegundin sem fannst í rannsókninni og var sem fyrr greinir í öllum ám og vötnum sem til rannsóknar voru. Auk þess var útbreiðslan almenn innan bæði Vífilsstaðavatns og Hafravatns, ólíkt F. sultana. Það 1. tafla. Stöðuvatn og ár sem til rannsóknar voru, tími sýnatöku og tegundir sem fundust á hverjum stað. – Lake/river where bryozoans were searched, time of sampling and the species found at each sites. Tegundir mosadýra – Bryozoan species Stöðuvatn / á Lake / river Tími sýnatöku Sampling date Pluma- tella repens Pluma- tella fungosa Frederi- cella sultana Cristatella mucedo2012 Hafravatn júlí X - X - Vífilsstaðavatn júlí X - X - Álftavatn ágúst X - X - Bretavatn ágúst X X X - Elliðavatn júlí X - X X Eyrarvatn ágúst X - X - Geitabergsvatn ágúst X - X - Helluvatn júlí X - X - Hlíðarvatn ágúst X X X - Hraunvatn júní X - - - Leirvogsvatn ágúst X - X - Meðalfellsvatn ágúst X - X - Mývatn september X X X - Þórisstaðavatn ágúst X - X - Elliðaár ágúst X - X - Hólmsá ágúst X - X - Korpa júlí X - X - Laxá í Aðaldal september X X X - Laxá í Leirársveit ágúst X - X - Mýrarkvísl september X X X - Suðurá ágúst X - X - Vífilsstaðalækur júlí X - X - Alls/Total 22 5 21 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.