Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 24
Náttúrufræðingurinn 24 Hræbjölluættin (Silphidae) Í heiminum eru þekktar um 183 tegundir hræbjallna og er langflestar þeirra að finna á norðurhveli jarðar.1,2 Alls finnast 28 tegundir í Evrópu og tilheyra þær níu ættkvíslum.2 Ættin heyrir undir yfirættina Staphylinoidea ásamt jötunuxaætt (Staphilinidae) og fleiri ættum og skiptist hún í tvær samstofna undirættir, Silphinae og Nicrophorinae.3 Hræbjöllur hafa meira eða minna flatan bol og eru tiltölulega breiðar um sig. Skjaldvængir enda ýmist þverstýfðir og ná þá ekki að hylja allan afturbolinn (Nicrophorinae) eða þeir eru ávalir í endann og hylja afturbolinn alveg (Silphinae). Fálm- arar eru langir og grannir, gerðir úr ellefu liðum.2 Sniglanárakki til- heyrir undirættinni Silphinae. Flestar hræbjöllur lifa á rotnandi hræjum hryggdýra en dæmi eru um annars konar fæðuval. Sumar tegundir eru rándýr, aðrar lifa á rotnandi plöntuleifum og enn aðrar á lifandi plöntum.4 Fyrsti sniglanárakkinn Þegar bjallan fannst varð strax ljóst að um var að ræða karldýr af tegundinni Phosphuga atrata (1. mynd) þar sem einn höfunda (A- K.K.), sem fann bjölluna, stund- aði áður rannsóknir á hræbjöllum í Þýskalandi. Síðar var grein- ingin staðfest með notkun grein- ingarlykla.4,5 Aðeins ein tegund í Mið-Evrópu líkist þessari tegund, þ.e. Silpha obscura (Linnaeus, 1758), og tilheyrir hún sömu undirætt. Sniglanárakki hefur áberandi lengri kjálka og mjórra höfuð.6 Sniglanárakki er ófleygur með flatan egglaga bol. Í Evrópu er umtalsverður breytileiki í stærð bjallnanna, lengdin allt frá 9 til 16 mm.2 Þetta fyrsta íslenska ein- tak reyndist vera 12 mm á lengd frá kjálkum aftur á enda skjald- vængja, ívið styttra en flestar bjöllur í sunnanverðu Þýskalandi þar sem meðallengdin er 14 mm (gögn A.- K.K. frá Mooswald, n=29). Lífsferill og lífshættir sniglanárakka Mökun fer fram á sumrin og haustin og bjöllurnar verpa að vetri liðnum eftir að hafa legið í dvala.6 Eggjum er verpt stökum í efsta lag jarðvegs. Það tekur eggið átta daga að þrosk- ast við stofuhita. Nýklaktar lirfur eru kvikar og ferðast um í leit að bráð. Bæði lirfurnar og fullorðnar bjöllur leggjast á lifandi snigla. Lirfurnar eru afar sérstakar, sterk- Í seinni tíð er fátítt að nýjar tegundir bjallna finnist hérlendis. Mjög óvænt og fyrir hreina tilviljun fannst bjalla af hræbjölluætt (Silphidae) við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá í Kollafirði hinn 20. maí 2012. Hún skreið í skógarjaðri nálægt húsum rannsóknastöðvarinnar (64°12,3503’ N, 21°42,2678’ V). Tegund þessarar ættar hefur ekki fundist hér á landi áður. Því er bæði um að ræða nýja tegund fyrir Ísland og nýja ætt. Við athugun kom í ljós að tegundin var Phosphuga atrata (Linnaeus, 1758). Hún hefur fengið heitið sniglanárakki á íslensku. Agnes-Katharina Kreiling, Matthías Alfreðsson og Erling Ólafsson Sniglanárakki (Phosphuga atrata (L.)) finnst á Íslandi (Coleoptera; Silphidae) Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 24–27, 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.