Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 25
25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
byggðar með harða, svarta gljá-
andi skel, áberandi liðskiptar, með
sterklega fætur og höfuð, og með
langa, liðskipta fálmara (2. mynd).
Þær eru svipaðrar gerðar og lirfur
annarra tegunda undirættarinnar.
Fullþroska þriðjastigslirfur grafa sig
ofan í jarðveginn til að púpa sig.
Bjallan er rauðbrún á lit þegar
hún skríður úr púpu. Að fjórum
til fimm dögum liðnum dökknar
skelin og verður svört. Þó finn-
ast brún litarafbrigði af tegundinni
(forma pedemontana F., undirtegund
brunnea Hrbst.).7,8
Langir og grannir kjálkar bjöll-
unnar eru einkar áberandi. Þeir hafa
þróast með þessum hætti vegna
þess hvernig bjallan ræðst til atlögu
við bráð sína, sem oftast er stór
snigill með kuðungsskel (3. mynd).
Bjallan skríður upp á kuðunginn
og þegar snigillinn dregur sig inn í
skelina þrengir hún hausnum inn í
kuðungsopið. Fyrst nærist bjallan á
varnarslíminu sem snigillinn gefur
frá sér en síðan leggst hún á sjálfan
snigilinn og leysir hann upp með
sérstökum meltingarvökva. Lirfan
ber sig svipað að.6
Þegar sniglanárakki verður fyrir
árás hugsanlegs afræningja seytir
hann dropa af illa þefjandi vökva
úr kirtlum við endaþarminn. Að
öllum líkindum þjónar vökvinn sem
efnavörn og finnst hjá flestum full-
orðnum bjöllum ættarinnar.
Kjörlendi og útbreiðsla
í Evrópu
Sniglanárakki er dæmigerð skógar-
bjalla, algeng á meginlandi Evrópu
þar sem hún heldur sig undir berki
og mosa og í rotnandi trjálurkum.2,6
Hún kýs rakan jarðveg, væntan-
lega vegna þess að hann er bráðinni
nauðsynlegur.6
Á meginlandi Evrópu athafna
bjöllurnar sig og æxlast fyrri hluta
sumars, frá miðjum maí fram í
byrjun júlí.9 Þetta fellur vel að
fundartíma fyrstu bjöllunnar. Þá
tekur við uppvaxtarskeið lirfanna
sem síðan púpa sig þegar líður
að hausti. Ný kynslóð fullþroska
bjallna skríður þá úr púpum og
leggst í vetrardvala.
Sniglanárakki er útbreiddur í
Evrópu og er tegundin þekkt í 35
Evrópulöndum.1 Útbreiðslusvæðið
liggur síðan austur um Rússlands
til Kína og Japans. Hann hefur
ekki fundist í N-Ameríku. Meginút-
breiðslan er í norðanverðri Evrópu
og finnst tegundin um öll Norður-
lönd, í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi
og Danmörku, en til þessa hvorki
1. mynd. Fyrsta eintak sniglanárakka (Phosphuga atrata) á Íslandi,
fannst á Mógilsá 20. maí 2012. – First Icelandic specimen of the
carrion beetle Phosphuga atrata found at Mógilsá, SW Iceland 20
May 2012. (Ljósm./Photo: Josepha Mayer).
2. mynd. Þriðja stigs lirfa sniglanárakka á Mógilsá 29. ágúst 2014. –
3d larval instar of the carrion beetle Phosphuga atrata found at Mó-
gilsá, SW Iceland 29 August 2014. (Ljósm./Photo: Erling Ólafsson).
3. mynd. Atlaga sniglanárakka að snigli. – The carrion beetle Phosphuga atrata attacking a
snail. (Teikning/Drawing: H. Rühmkorff í Heymons o.fl. 19276).