Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 26
Náttúrufræðingurinn 26 á Íslandi né í Færeyjum. Þar sem tegundin finnst nyrst í Finnlandi10 og í Noregi norður til 69°57’ N, 23°17’ A11 er líklegt að hún geti æxl- ast farsællega á Íslandi svo fremi hún finni þar kjörlendi sitt og bráð sem hentar. Sniglanárakki lifir í skóglendi þar sem mosi og trjábörkur veita afdrep. Gamlir og þroskaðir skógar finnast reyndar óvíða hérlendis en í trjáræktinni á Mógilsá eru aðstæður sem duga. Á meginlandi Evrópu eru broddgeltir (Erinaceus europaeus), hvítstorkar (Ciconia ciconia) og skógarmerðir (Martes martes) þekktir afræningjar sniglanárakka.12,13,14 Honum stafar ekki hætta af þessum tegundum hér á landi en hugsan- lega af mink (Mustela vison), músum og spörfuglum. Varnarkirtlarnir gætu aftrað þeim frá því að leggja bjöllurnar sér til munns. Þess vegna gæti tegundinni vegnað ágætlega og fjölgað hratt þar sem hún berst í hentugt skóglendi. Sniglanárakki hefur vanþróaða flugvængi og er því ófleygur.6 Það útilokar að hann hafi borist hingað fljúgandi frá Evrópu. Líkast til hefur tegundin slæðst hingað fyrir slysni með innfluttum plöntum eða gróð- urmold sem púpur eða fullorðnar bjöllur í vetrardvala. Frekari niðurstöður og ályktanir Til að komast að því hvort bjallan sem fannst á Mógilsá væri til- fallandi eða hvort þar hefði þró- ast staðbundinn stofn var frekari eftirgrennslan sett af stað ári síðar. Fallgildrur voru settar niður 2013 í skógarjaðarinn þar sem bjallan fannst og vitjað um þær vikulega í júlí og ágúst. Rannsóknir hafa sýnt að sniglanárakki laðast að hræjum (J.K. Müller, pers. uppl.) og því var beitu komið fyrir yfir sumum gildr- anna. Notast var við lambalifur og dauða lyngbobba (Arianta arbusto- rum). Engar bjöllur voru fangaðar í þessari könnun, e.t.v. vegna þess hve seint gildrurnar voru lagðar út, en eins og fram hefur komið eru bjöllurnar að öllu jöfnu á ferð fyrir þennan tíma og svo aftur síðar á haustin. Í lok apríl árið eftir (2014) voru fjórar fallgildrur settar niður í skógarjaðar nokkuð frá fyrsta fundarstað (4. mynd) og var vitjað um þær vikulega allt sumarið nema aðra hverja viku seinni hlutann. Í byrjun maí (30. apríl til 7. maí) kom nýtt karldýr sniglanárakka í gildru. Seint í ágúst (20.–27. ágúst) veiddist svo fullþroska lirfa. Í kjölfar þess (29. ágúst) var tegundarinnar leitað enn frekar með því að hrista úr svarð- sýnum yfir dúk og fundust þá tveir tómir hamir eftir hamskipti lirfna og tvær fullvaxnar lirfur fundust undir steinhellu þar sem þær höfðu komið sér fyrir til að púpa sig. Um miðjan október (15.–22. október) kom svo fullorðin bjalla óvænt í ljósgildru á sama stað, en illskiljanlegt var hvernig hún var þangað komin því ekki hafði hún flogið. Hugsanlega hefur hún fallið niður úr tré. Að þessu skráðu má ljóst vera að sniglanárakki hefur náð fótfestu í skógræktinni á Mógilsá og er hann án efa nýlegur landnemi hér á landi. Stofninn virðist þó enn lítill en hefur burði til að vaxa þar sem fátt er um afræningja til að hemja vöxt- inn. Fylgst verður með landnámi tegundarinnar á Mógilsá og auk þess kannað hvort hún hefur borist til annarra staða á landinu. Athygli vekur að á Mógilsá hafa ekki fund- ist stórir sniglar með kuðungsskel en slíkir eru aðalbráð sniglanárakka. Því verður að gera ráð fyrir að hann geti einnig nýtt sér þá kuðungslausu snigla sem algengir eru þar í skóg- inum. Lyngbobbinn stóri (Arianta arbustorum) finnst nú allvíða á höf- uðborgarsvæðinu15 og fer honum fjölgandi þótt ekki hafi hann enn fundist á Mógilsá. Þar fer bráð sem hæfir sniglanárakka. Þar sem þessir tveir ná saman má gera ráð fyrir því að fjölgun verði ör. Summary First records of a carrion beetle in Iceland: Phosphuga atrata (L.) (Coleoptera; Silphidae) On May 20th, 2012 a male individual of the carrion beetle Phosphuga atrata (Linnaeus, 1758) (Figure 1) was inciden- tally found crawling on a sidewalk at the copse Mógilsá, Southwestern Iceland (64°12,3503’ N, 21°42,267’ W). This is the first Icelandic record of the species and also the beetle family Silphidae in general. The database of Fauna Europaea (2013) lists the distribution of P. atrata for 35 European countries,1 but not for Iceland and the Faeroe Islands. As the 4. mynd. Fundarstaður sniglanárakka í skógarjaðri við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá. – The carrion beetle Phosphuga atrata locality in a forest margin at Mógilsá, SW Iceland, 30 April 2014. (Ljósm./Photo: Erling Ólafsson).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.