Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 38
Náttúrufræðingurinn
38
gagnlegt gæti verið að bera mein-
myndun alnæmis saman við lenti-
veirusjúkdóma í dýrum, og nefndi
sérstaklega að mæði-visnuveira og
hæggengir sjúkdómar af hennar
völdum hefðu verið rannsakaðir
í áratugi. Hann reyndist sannspár,
því að alnæmi reyndist sýna ein-
kenni hæggengra smitsjúkdóma.5,6
Samkvæmt skilgreiningu Björns
Sigurðssonar frá 19545 eru höfuð-
einkenni þeirra þessi: 1) Langur
tími líður frá því að smit á sér stað
og þar til sjúkdómseinkenni koma
í ljós, nokkrir mánuðir eða ár. 2)
Eftir að einkenna verður vart áger-
ast þau smám saman og enda með
banvænum sjúkdómi. Sýkingarferli
alnæmis er áberandi líkt mæði-
visnu í byrjun. Á seinni stigum
eru sjúkdómsmyndirnar ólíkar
vegna sækni alnæmisveirunnar í
T-eitilfrumur, sem leiðir til ónæm-
isbælingar. Munurinn á sækni
alnæmisveiru og mæði-visnuveiru
í mismunandi frumugerðir er orsök
þess að þær valda gerólíkum sjúk-
dómum.7,8
Upphafið
Árið 1933 ákvað ríkisstjórn Íslands
að leyfa innflutning á 5 ám og 15
hrútum af karakúlkyni frá Þýska-
landi. Áformað var að bændur
hæfu framleiðslu á verðmætum
lambskinnum fyrir loðkápur eða
persneska pelsa sem þá voru í háu
verði. Karakúlféð er upprunnið í
Úsbekistan og hefur verið ræktað
í fjallahéruðum Mið-Asíu í meira
en 3000 ár. Á Vesturlöndum hefur
það einkum verið ræktað til skinna-
framleiðslu. Féð sem flutt var til
Íslands virtist heilbrigt og án smit-
sjúkdóma. Það var haft í sóttkví í
tvo mánuði og síðan dreift á 14 býli
víðs vegar um landið. Fljótlega kom
þó í ljós að féð bar með sér smitsjúk-
dóma sem ekki höfðu þekkst hér
á landi. Árið 1935 varð fyrst vart
við alvarlegan lungnasjúkdóm í
kindum á nokkrum bæjum þar sem
karakúlhrútar höfðu verið hýstir
hjá íslenska fénu (1. mynd) og mátti
rekja sýkinguna beint til hrútanna.
Þessi sjúkdómur einkenndist af
mikilli vökvamyndun í lungum og
var nefndur votamæði. Níels Dungal,
prófessor í meinafræði við lækna-
deild Háskóla Íslands, greindi vota-
mæði sem kirtilæxlisvöxt (adenom-
atosis) í lungum, en sá sjúkdómur var
vel þekktur í sauðfé í Suður-Afríku
og nefndist þar jaagsiekte. Hann gerði
merkar sýkingartilraunir á kindum
sem bentu til þess að votamæði væri
veirusjúkdómur,9 en veiran fannst
ekki fyrr en löngu síðar.10,11,12 Annar
sjúkdómur í lungum, fyrst nefndur
þurramæði, en síðar mæðiveiki eða
mæði, greindist nokkru seinna á
tveimur aðskildum svæðum á
landinu, á Suður- og Suðvesturlandi
og í Þingeyjarsýslu. Það benti til þess
að a.m.k. tveir mæðismitberar hefðu
leynst í innflutta fénu. Mæði var
ekki endanlega aðgreind frá vota-
mæði fyrr en árið 1939 þegar Guð-
mundur Gíslason læknir, (2. mynd)
samstarfsmaður Níelsar Dungal,
greindi sjúkdóminn sem langvinna,
banvæna millivefslungnabólgu
(e. interstitial pneumonia).13 Guð-
mundur vakti athygli á að svip-
uðum sjúkdómi hafði áður verið
lýst í Montana í Bandaríkjunum.14
Einkenni mæði komu einungis
fram í fullorðnu fé, venjulega 3–4
vetra gömlu eða eldra. Fyrstu
einkennin voru að dýrin lögðu af
og urðu móð við minnstu áreynslu.
Veikin ágerðist næstu 3–8 mánuði
og dró dýrið til dauða. Vefjaskoðun
sýndi mikla millivefsbólgu og
stækkun á eitilvef um öll lungun
sem olli því að þau þéttust mjög og
þyngdust.15
Faraldursfræðilegar athuganir
Guðmundar Gíslasonar bentu til
þess að mæði væri smitsjúkdómur
með 2–3 ára meðgöngutíma.13,15
Náttúrulegt smit varð einkum um
öndunarveg. Á sumrin kom fé frá
stórum svæðum saman í afréttum
og þar átti sér stað smit milli kinda
frá mismunandi héruðum, jafnvel
þótt veikin væri ekki bráðsmitandi
úti við. Í fé sem hýst var í sömu fjár-
húsum á veturna var smittíðnin hins
vegar mjög há og öll hjörðin smitað-
ist fljótlega þótt einungis ein kind
kæmi smituð af fjalli. Íslenska sauð-
kindin var afar næm fyrir veikinni.
Hún breiddist hratt út, olli gríðar-
legum fjárfelli í mörgum héruðum
og ógnaði sauðfjárbúskap í landinu.
Stjórnvöld sáu þann kost vænstan
að ráða niðurlögum veikinnar með
niðurskurði alls fjár á þeim svæðum
þar sem hennar varð vart. Í því
skyni var landið hólfað niður í sýkt
og ósýkt svæði og þau aðgreind
með fjárheldum girðingum. Allt fé
2. mynd. Guðmundur Gíslason, læknir. –
Guðmundur Gíslason MD. 3. mynd. Björn Sigurðsson, læknir og fyrsti
forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Ís-
lands í meinafræði á Keldum. – Björn Sig-
urðsson MD and the first director The
Insitute For Experimental Pathology, Uni-
versity of Iceland, at Keldur.