Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 39
39 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags var skorið niður á sýktu svæðunum, hvort sem það hafði tekið veikina eða ekki. Að nokkrum tíma liðnum var fé flutt af af ósýktum svæðum á fjárlausu svæðin. Þessi aðgerð hófst árið 1944 og stóð yfir í 10 ár. Á þeim tíma tókst að mestu leyti að útrýma mæði úr landinu. Seinustu mæði- kindunum var lógað árið 1965 en áætlað er að alls hafi verið skorið niður um 650 þúsund fjár. Hvergi annars staðar hefur tekist að útrýma þessum sauðfjársjúkdómi.15 Það er athyglisvert að á þessum tíma var einungis hægt að greina sjúkdóm- inn á klínískum einkennum. Grein- ingin var svo staðfest við krufningu. Hinn langi meðgöngutími sjúk- dómsins gerði líka að verkum að erfitt var að greina hvort hjörð væri smituð. Að takast skyldi að útrýma mæði var að miklu leyti því að þakka hversu glöggur Guðmundur Gíslason var á byrjunareinkenni sjúkdómsins, og svo góðu samstarfi hans við bændur. Auk mæði var votamæði útrýmt í þessu átaki. Árið 1935 kom upp taugasjúk- dómur í sauðfé á Suður- og Suðvest- urlandi og var hann áður óþekktur á þeim slóðum. Hans varð vart á allmörgum bæjum en oftast í fáum kindum. Í fyrstu var talið að hér væri á ferðinni riðuveiki sem þekkt var annars staðar á landinu og hafði borist til Íslands um eða fyrir aldamótin 1900. Síðar var stað- fest að um nýjan sjúkdóm væri að ræða og nefndi Björn Sigurðsson hann visnu, vegna hrörnunarein- kenna í heilavef.16 Visna kom upp á svæðum þar sem mæði var algeng og einkenni mæði og visnu komu stundum fram í sömu kindunum. Einkenna varð aldrei vart í kindum yngri en tveggja vetra. Visna byrj- aði með máttleysi í afturfótum, sem ágerðist hægt og endaði með lömun, fyrst í afturlimum og síðan í öllum líkamanum. Sjúkdómurinn stóð yfir í vikur eða mánuði og var alltaf banvænn. Helstu vefjaskemmdir voru bólgur í heilahimnu og í hvít- unni umhverfis heilahólfin. Afmýl- ing (demyelination) var áberandi og virtist koma í kjölfar bólgunnar. Visnu var útrýmt við niðurskurð fjár vegna mæði. Mæði og visna í öðrum löndum Fyrstu grunnrannsóknir á mæði voru gerðar á Íslandi enda olli veikin hér faraldri sem ógnaði fram- tíð sauðfjárræktar í landinu. Mæði hafði þó áður verið lýst í öðrum löndum þar sem hún var landlæg en hafði ekki eins mikil bein fjár- hagsleg áhrif. Sjúkdómnum var fyrst lýst sem Graaf-Reinet-veiki í Suður-Afríku 1915, sem ágengri lungnabólgu eða Montana-sauð- fjársjúkdómi í Bandaríkjunum 1923 og sem la bouhite í Frakklandi 1942.15 Eftir að niðurstöður mæði- rannsókna á Íslandi birtust var sjúkdómurinn fljótlega greindur í mörgum öðrum löndum.15 Árið 1968 var ágengri lungnabólgu með klínískum einkennum mæði, zwoegerziekte, lýst í fé af Texel- kyni í Hollandi17 og lungnabólga í sauðfé og geitum sem líktist mæði var þekkt í flestum löndum Evrópu, í Norður-Ameríku, á Indlandi og í Kenía.15 Mæði virðist því útbreidd um allan heim, en hefur þó ekki fundist í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Einkenni um taugasjúkdóm og vefjaskemmdir í miðtaugakerfi hafa hins vegar sjaldan greinst í sauðfé þar sem mæði er algeng. Í Hollandi hafa þó sést skemmdir í miðtauga- kerfi, svipaðar visnu, í einstaka sauðkind sýktri af zwoegerziekte.18 Í Bandaríkjunum hefur sjaldgæfum taugaeinkennum sem líkjast visnu verið lýst í kindum með mæði19 en vefjaskemmdir í miðtaugakerfi hafa þó sést mun oftar við krufningu. Sýking í miðtaugakerfi jafnframt lungnasýkingu er því oftast ein- kennalaus. Í öðrum löndum hefur einstaka sinnum verið greint frá visnueinkennum í sauðfé, til dæmis í Þýskalandi og á Indlandi.15 Rannsóknir á mæði og visnu í kindum Á árunum 1945 til 1951 gerðu Björn Sigurðsson læknir (3. mynd) og for- stöðumaður Tilraunastöðvarinnar á Keldum (4. mynd) og samstarfs- menn hans, Páll Agnar Pálsson, 4. mynd. Tilraunastöðin á Keldum árið 1963. – Institute for Experimental Pathology, Uni- versity of Iceland, Keldur 1963. Ljósm./Photo: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. 5. mynd. Páll Agnar Pálsson, dýralæknir – Páll A. Pálsson DVM.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.