Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 50
Náttúrufræðingurinn
50
ágætis fyrirstaða og virkar oft
svipað og veggur sem skýlir Íslandi
og nágrenni þess fyrir svellköldu
og þurru heimskautalofti frá víð-
áttum Norður-Kanada. Það dugði
þó ekki til í þetta skiptið. Á aust-
urströnd Grænlands varð vart við
piteraq, sem er skyndilegur hvass
og kaldur vindur frá jöklinum og út
firðina, bæði í Tasiilaq og Kulusuk,
en vindstyrkur var nokkuð lægri
en í kröftugum piteraq.10
Háloftaröstin knúði kalda loftið
yfir Grænland og á slíkri hraðferð
hefur jökullinn ekki verið mikil fyr-
irstaða. Aðfaranótt 10. janúar sýndu
veðurkort greinilega að kalda loftið
var farið að berast yfir jökulinn
(5. mynd). Á veðurtunglamyndum
teknum snemma morguns má sjá
háský við austurströnd Grænlands
(1. mynd). Slík stök háský við fjall-
garða, eða aðrar fyrirstöður, gefa
til kynna að á svæðinu sé þvinguð
lóðrétt hreyfing, þ.e. að ómettað loft
úr neðri loftlögum sé lyft það hátt
upp að loftrakinn þéttist, en við það
myndast há ísský. Ennfremur má á
myndinni sjá skýjaslæður yfir jökl-
inum samsíða vestanáttinni. Þar sem
jökulinn þrýtur streymdi þetta kalda
og þar af leiðandi þunga loft niður
í átt að sjávarmáli. Við það hlýn-
aði það þurrinnrænt (1°/100 metra
lækkun), þornaði og ský gufuðu upp.
Afturábak-útreikningar, þ.e. þegar
ferli loftagnar er fylgt aftur á bak í
tíma, sýna að loftið yfir Vesturlandi
síðdegis var að mestu leyti í 800–1500
m hæð yfir Labradorhafi eða Græn-
landsjökli 24 tímum fyrr. Það loft
sem þá var nærri yfirborði skammt
austan jökulsins var því í allt að 4
km hæð yfir sjávarmáli þegar það
streymdi yfir jökulinn (6. mynd).
Á 7. mynd má sjá mældan vind-
hraða á Grænlandshafi um hádeg-
isbil. Þá var töluverður vindur á
öllu Grænlandshafi, víðast yfir 15
m/s (30 kt) en sjálf lágröstin var
samt nokkuð afmörkuð. Þar var
vindstyrkur yfir 20 m/s (40 kt) og
í miðju rastarinnar yfir 25 m/s (50
kt). Sjávarhiti á þessu svæði var
nokkuð hár, eða yfir 6°C, en lofthiti
7. mynd. Fjarmæling á vindi í 10 m h.y.s. á Grænlandshafi, 10. janúar 2012 kl. u.þ.b. 11.50–13.30. Mælt með ASCAT-mælitækinu um borð í
veðurtunglinu METOP-A. Vindhraði er í hnútum, fjólublár litur táknar 40 hnúta (~20 m/s) vindhraða. Gögn frá NOAA , bandarísku lofts- og
hafrannsóknastofnuninni (National Oceanic and Atmospheric Administration). – Winds over the ocean at 10 m a.s.l. 10 January 2012 at about
11:50–13:30 UTC measured by the Adcanced Scatterometer (ASCAT METOP-A). The wind speed is in knots, purple colour represents 40 kt
(~20 m/s). Data from NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration).
8. mynd. Yfirborðshiti sjávar og geislunarhiti lands (°C), 6 tíma spá frá Reiknimiðstöð
evrópskra veðurstofa, gildistími 10. janúar 2012 kl. 06. – The sea surface temperature and radi-
ation temperature of land (°C), a 6 hour forecast from the European Centre of Medium Range-
Weather Forecasts valid 10 January 2012 06 UTC.