Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 57

Náttúrufræðingurinn - 2015, Side 57
57 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags voru 17. ágúst 2005 og 3. ágúst 2006, en allar skráningar eftir það voru uppi í Vesturdalsá. Vorið 2006 heyrðist frá bleikju sem merkt var vorið 2005. Sumarið 2005 varð hennar síðast vart eftir miðjan ágúst uppi í Vesturdalsá, eftir dvöl í lóninu. Sendingar komu frá merkinu uppi í ánni strax 24. apríl 2006 og niðri í lóninu 3. maí. Síðustu sendingar frá merkinu voru skráðar innst í lóninu 14. júní 2006. Alls gengu 20 merktar bleikjur (af 39) til sjávar eftir dvöl í lóninu. Fram að sjávargöngu dvöldust þær flestar samfellt í lóninu, en þó voru dæmi um skráningar á duflum uppi í Vesturdalsá á þessum tíma. Frá merkingu og fram að sjógöngu liðu 5–37 dagar. Verulegur breytileiki kom fram innan árs og milli ára en meðaldvalartími merktrar bleikju í lóninu var 21,8 dagar. Bleikjurnar gengu til sjávar á tímabilinu frá 1. maí til 1. júní (7. mynd). Af þeim 20 bleikjum sem gengu til sjávar gengu 7 aftur inn í lónið og náðust skráningar frá 6 þeirra þegar þær sneru aftur úr sjó. Ein bleikjan gekk til sjávar í lok maí 2006 og birtist næst 3. ágúst við dufl 6, og er því ekki hægt að reikna dvalar- tíma hennar í sjó þótt hún teljist í hópi bleikja sem gengu úr sjó. Bleikjurnar dvöldust að meðaltali 44,6 daga (35–58 daga) í sjó (7. mynd). Alls 12 bleikjur skil- uðu sér upp í Vesturdalsá að lokinni dvöl utan árinnar, þ.e. í lóni og sjó eða lóninu eingöngu. Heildartími sem leið frá merkingu þar til þær komu fram á hlustun- ardufli uppi í Vesturdalsá var 7–106 dagar, en með- altíminn var 71,7 dagur (7. mynd). Þetta er lágmarks- tími þeirra utan árinnar þar sem ekki er vitað hversu lengi þær höfðu dvalist í lóninu þegar þær voru veiddar og merktar. Nokkrar bleikjur gengu tímabundið upp í ána en síðan aftur niður í lónið. Við útreikninga á fjölda daga voru þau tímabil reiknuð með, og litið svo á að fiskurinn hefði þá þegar yfirgefið ána að vori og gengið niður í lónið. Umræður Í rannsókninni voru bleikjur til merkinga veiddar í Nýpslóni í lok apríl og byrjun maí. Erfitt er að ná bleikju uppi í ánni þegar ís er á henni, en það hefði gefið fyllri upp- lýsingar. Samt sem áður hefði ekki verið hægt að fullyrða að bleikja sem þar veiddist væri ekki búin að ganga niður í lónið fyrir merk- ingu. Einnig er erfiðleikum bundið að hafa hlustunardufl í ánni og í lóninu meðan ís er á þeim. Því var bleikja til merkinga veidd í lóninu þegar ísa leysti þar. Ekki er hægt að slá neinu föstu um nákvæman göngutíma merktra fiska úr ánni út í lónið en bleikjur úr Vesturdalsá hafa veiðst í lóninu fyrir þennan tíma, t.d. í mars 1992 meðan enn var ís á því.3 Afli var meiri í apríl og bleikja veiddist síðan í lóninu allt fram í september, þótt minna væri af henni yfir sumarið. Engin bleikja veiddist hins vegar í lóninu við rannsóknarveiðar í nóvember 1992 og janúar 1993.3 Merktar bleikjur í okkar rannsókn kunna því að hafa dvalist í lóninu í nokkurn tíma þegar þær voru veiddar til merk- inga, sem myndi lengja heildar- dvalartíma þeirra utan árinnar enn frekar en rannsóknin sýndi. Göngur sjóbleikju til sjávar yfir sumartímann eru mjög mikilvægar fyrir vöxt og viðgang viðkom- andi stofna. Með þessum lífsferli nýtir tegundin kosti mismunandi vistkerfa, annars vegar árinnar til vetrardvalar, hrygningar og upp- eldis seiða, hins vegar ósasvæða og sjávar þar sem hún dvelst gjöf- ulasta tíma ársins við fæðunám. Lífríki Skógalóns er fjölskrúðugt og í rannsóknum á lóninu árið 1982 vakti athygli mikill fjöldi mar- flóarinnar Pontoporeia femorata og burstaormsins Heteromastus fili- formis.14 Niðurstöður Inga Rúnars Jónssonar3 sýndu að mikilvægasta fæða bleikjunnar í lóninu var marfló (Amphipoda), sem eru mun stærra dýr en þau smádýr sem finnast í Vesturdalsá. Breytileg selta Skógalóns, í tíma og rúmi, gefur bleikju í lóninu möguleika á að dveljast í mismun- andi seltu. Þetta hentar ekki síst smáum bleikjum með takmarkað seltuþol, en seltuþol bleikju er háð stærð hennar og eykst eftir því sem þær eru stærri.10,11 Fyrri rann- sóknir hafa sýnt að bleikjur sem ganga í fyrsta sinn úr Vesturdalsá niður í lónið eru allt niður í eins árs gamlar og því smáar.5 Gera má ráð fyrir að þær hafi þá óþroskað seltu- þol,10,11,15 en geti dvalist um lengri eða skemmri tíma á seltuminni svæðum í lóninu þar sem fæðu- framboð er meira en í ánni, og farið a.m.k. tímabundið á saltari svæði ef fæðuframboð er meira þar. Farleiðir og búsvæðanotkun þessara smáu bleikja hefur þó ekki verið rann- sakað sérstaklega, svo sem hvar þær dveljast í lóninu, hversu lengi og hvort þær ganga út úr lóninu í full- saltan sjó. Ganga svo ungrar bleikju 6. mynd. Dæmi um skráningar í hljóðdufli frá merktri bleikju. Bleikjan var merkt 24. apríl 2006 og bárust sendingar frá merkinu í dufl 4–7 fram til 17. maí. Næst heyrðist frá merkinu á dufli 8 þann 23. maí og á dufli 9 um miðjan júní. Hinn 9. júlí komu skráningar fram á dufli 9 og svo koll af kolli úr sjó, inn lónið og þremur dögum síðar uppi í efsta dufli í Vesturdalsá. – An example of migration pattern of a char tagged 24 April 2006, based on received signals at different receivers. Signals were received at receivers 4–7 (lagoon) until 17 May, on 23 May at receiver 8 and at receiver 9 in June. The char was observed again 9 July at receiver 9, it then migrated through the lagoon to River Vesturdalsá and was recorded at the uppermost receiver there three days later.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.