Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 66
Náttúrufræðingurinn 66 Hallmundar hellir er nýtt og varð til á 20. öld.21 Líklegast hefur Hall- mundur því búið í Surtshelli. Margir sagnfræðingar hafa varað við því að treysta um of á Land- námu sem örugga heimild. Hún sé skrifuð 200–300 árum eftir landnám og minningar um það þá teknar að fyrnast og staðreyndir að skekkj- ast. Bókin sé skrifuð með hagsmuni höfðingjaveldis 12. aldar að leiðar- ljósi og til að tryggja eignarhald og yfirráð yfir landi með tilvísan til landnámsmanna. Þorvaldur hol- barki fellur þó ekki inn í þá mynd. Enginn hafði hagsmuni af að skálda upp sögu um hann, hann átti enga þekkta afkomendur þegar komið var fram á 12.–13. öld og engar sagnir fara af jarðeignum hans. Menn minntust hans sem skálds og kvæðamanns sem hafði farið að Surtshelli og hitt þar jötuninn. Minningar um slíka menn geta vel geymst um aldir. Ferill kviðunnar Ef það sem rakið er hér að framan er eitthvað nærri réttu lagi má hugsa sér að ferill Hallmundarkviðu og sögunnar kringum hana hafi verið þessi: Þorvaldur holbarki orti kviðuna skömmu eftir eldgosið. Hún vakti athygli í Borgarfirði og fólk lærði hana mann fram af manni og kunni jafnframt skil á tildrögum kvæðisins, það er að segja eldgosinu og ferðinni frægu til hellisins Surts. Menn mundu einnig eftir höfundinum, hinu djúpraddaða skagfirska skáldi sem kvænst hafði borgfirskri stúlku og komist í mægðir við sjálfa Hell- ismenn. Kviðan flaug einnig í aðra landshluta. Smám saman fyrntist þó yfir minninguna og þegar Land- námuritarar fjölluðu um landnám í uppsveitum Borgarfjarðar voru flestir búnir að gleyma kviðunni og eldgosinu, enda liðin 150–200 ár frá atburðunum. Gosið kemur því ekki við sögu í Landnámu. Hins vegar lifðu enn sagnir af Hell- ismönnum og Þorvaldi holbarka og samskiptum hans við jötuninn í Surtshelli. Það er ólíklegt að þeir Snorri Sturluson og Sturla Þórðar- son hafa þekkt kviðuna því ekki örlar á áhrifum frá henni í ritum þeirra. Kviðan sat samt í minni manna annars staðar á landinu en þegar hún loks var skrifuð niður ásamt með lausamálinu í Bergbúa- þætti, e.t.v. löngu eftir ritun Land- námu, vissu menn ekki lengur til- drög hennar né hvar atburðirnir gerðust sem þar er lýst. Röð atburða Út frá því sem hér hefur verið sagt má reyna að gera sér grein fyrir aldri og röð helstu atriða, þ.e. eld- gossins sjálfs, Hallmundarkviðu og tíma Hellismanna. Gosið á sér stað eftir að Borgarfjarðarhérað er full- byggt og byggðin teygir sig til innstu dala. Hraunið virðist hins vegar komið á tímum annarrar kynslóðar innfæddra Íslendinga því að foringjar Hellismanna voru synir landnámsmanns samkvæmt Landnámu. Þetta þýðir að gosið varð á árabilinu 930–1000. Ef það er rétt niðurstaða að vísað sé til Eldgjárgossins í kviðunni verður að álíta að Hallmundarhraunsgos sé af svipuðum aldri og það og því ekki eldra en frá 930. Hall- mundarkviða er síðan ort nokkru eftir lok gossins en áður en Hell- ismenn settust að í Surtshelli. Það gæti hafa verið milli 940–950. Þá hefur Þorvaldur holbarki, meintur höfundur kviðunnar, verið um þrí- tugt. Skömmu seinna eru Hellis- menn komnir á kreik, þ.e. upp úr 950. Foringjar þeirra eru Þórarinn og Auðun Smiðkelssynir. Þeir hafa verið á aldur við Þorvald holbarka sem kvæntist systur þeirra, þó lík- lega eitthvað yngri, fæddir 920–930. Niðurstöður Greint er frá sögnum og örnefnum í grennd við Húsafell og Kalm- anstungu sem kunna að tengjast Hallmundarhraunsgosinu. Gömul örnefni benda til að landslag hafi breyst og vatns föll flust til við eldsumbrotin. Nafngreindir eru nokkrir bæir sem gætu hafa farið undir hraunið. Í Hallmundarkviðu virðist vera vísað með óbeinum hætti til Eldgjárgossins 934. Sam- kvæmt því gæti Hallmundarhraun verið yngra en Eldgjá. Hugsan- legur höfundur kvæðisins er Þor- valdur holbarki Þórðarson, sem Landnáma segir að hafi farið upp til hellisins Surts og flutt jötninum sem þar bjó drápu. Líklegasta tímasetning atriða: Hallmundarhraunsgos 930–940, Hallmundarkviða ort 940–950, tími Hellismanna 950–970. 7. mynd. Surtshellir. Vígi Hellismanna og beinahrúgan er 200 m innan við hellismunnann. – Surtshellir cave. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.