Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 2015, Page 69
69 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þá skýringu. Þeir Þales og Anaxi- mander fjölluðu um eðli og grund- vallarþætti náttúrunnar. Svo gerði einnig þriðji mikli náttúruvísinda- maðurinn frá Litlu-Asíu, Anaxa- góras. Hann var uppi á 5. öld f.Kr. og starfaði í Aþenu en þangað hafði þungamiðja grískrar menningar þá færst. Anaxagóras fjallaði um eðli skýja, haglmyndun og breytingar á hita með hæð frá jörðu. Fleiri grískir hugsuðir, svo sem Empedókles og Demókrítos, fjölluðu um frumlæga þætti náttúrunnar, loft, vatn, jörð og eld, og margvísleg fyrirbæri í lofti. Nokkurra alda umræður og útskýringar skarpviturra heimspek- inga um eðli náttúrunnar og veður- fræðileg fyrirbæri ná svo hámarki á 4. öld f.Kr. með riti Aristótel- esar, Veðurfræðinni. Aristóteles er í hópi mestu náttúruvísindamanna sögunnar og einn áhrifamesti hug- suður sem uppi hefur verið. Hann fæddist í Stagíru við norðvestanvert Eyjahaf. Faðir hans var hirðlæknir Makedóníukonungs, en móðir hans var frá Litlu-Asíu. Hann varð nem- andi Platóns 17 ára gamall og varð það síðan hlutskipti hans að dveljast og starfa í skóla hins mikla meistara í 20 ár, en þá lést sá gamli (1. mynd). Aristóteles var með eindæmum athugull og skarpskyggn náttúru- skoðari, jafnvel talinn í fremstu röð miðað við ströngustu nútíma- kröfur. Fræðileg flokkun hans á hundruðum lífvera var einstakt afrek og varð um aldir viðmiðun nátt- úrufræðinga. Meðal margra fræði- rita Aristótelesar eru fyrrnefndar bækur hans um veðurfræði, elsta heildarrit um veðurfræðileg fyrir- bæri. Veðurfræði Aristótelesar, á grísku Μετεωρολογικά, var þýdd á arabísku, textinn kallaður Al’thaar Al’ulwiyyah (ةيولعلا راثآلا‎ ), og síðar á latnesku, Meteorologica eða Meteora. Ritverkið mun vera samið í kringum 340 f.Kr. Það skiptist í fjórar bækur og fjalla fyrstu þrjár um veður- fræði en hin fjórða aðallega um efnafræði. Í veðurfræðibókunum ræðir höfundur um regn, ský, þoku, hagl, vinda, veðurfarsbreytingar, þrumur, eldingar og fellibylji. Þótt hinar merku veðurfræðiritgerðir Aristótelesar jafnist ekki á við bækur hans um líffræði urðu þær engu að síður grundvallarrit í meira en tvö þúsund ár. Hinar fjölþættu og viðamiklu rit- gerðir Aristótelesar voru þegar fram liðu stundir álitnar fullnaðarsannindi. Aristóteles lagði að vísu metnað sinn í að smíða fullkomin og heilsteypt kerfi til skýringar á margbreytileik fyrir- bæra og hugtaka. En fjarri fór að hann teldi þekkingu sína jafnfullkomna og sú hersing lærðra aðdáenda og læri- sveina sem lögðu stund á rit hans næstu tvö þúsund árin. Hann benti oftar en einu sinni á þörf fyrir frekari rannsóknir á ýmsum sviðum. Slíkt var honum að skapi. Að hætti sannra vísindamanna heillaði þekkingarleitin hann meira en þekkingin sjálf. Hin fjölþættu skrif og kenningar Aristótelesar á nánast öllum sviðum þekkingar urðu viðfangsefni fræði- manna á seinni öldum forngrískrar menningar. Má nefna til sögunnar heimspekinginn Jóhannes Fílópónus í Alexandríu (490–570 e.Kr.) (2. mynd). Það var því vissulega komin fram gagnrýni og aðrar skoðanir en birtust í ritum Aristótelesar áður en hin forngríska menning rann sitt skeið á enda. Á endurreisnar- tímabilinu mörgum öldum seinna „uppgötvuðust“ þessar gagnrýn- israddir, eins og Fílópónusar, og kyntu þær undir hugmyndaflug og dirfsku hugsuða. Þær hjálpuðu þeim til að losna af klafa hefða og viðurkenndra skoðana sem þeir efuðust um. Hér má t.d. nefna umræður um fall hluta í hugsanlegu lofttæmi, krafta og aðrar spurningar sem urðu viðfangsefni aflfræði, sér- greinar innan eðlisfræðinnar, og er tímar liðu undirstöðugrein í veð- urfræðinni. Nefna má að Galileo Galilei vitnar mjög til Fílópónusar í sínum ritum (3. mynd).4 Endurreisn og mælitæki Á öðru tímabili í þróun vísinda- legrar veðurfræði, frá því um 1600 e.Kr., hefjast vísindalegar tilraunir og smíði mælitækja veldur þáttaskilum í athugunum á náttúrunni. Nýjar kenningar ryðja sér til rúms, sem sumar hverjar stangast á við forn- grískar hugmyndir, og aðrar fylgja í kjölfar landafunda og aukinnar þekkingar á jörðinni. Þetta annað skeið veðurfræði telst standa í tvær aldir, fram til um aldamótin 1800, en þá hefur verið lagður grunnur að meginþáttum vísindalegrar að- ferðafræði í veðurfræðinni: Kerfis- bundnum athugunum, úrvinnslu þeirra, kenningasmíð og leit að lög- málum um veður og vinda í lofthjúpi jarðar. 2. mynd. Frá Mouseion (Háskólanum) í Alexandríu. Ein af um það bil 15 kennslustofum sem grafnar hafa verið upp síðustu áratugi. Einn síðasti „prófessorinn“ í Alexandríu var Jóhannes Fílópónus (490–570 e.Kr.).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.