Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 74
Náttúrufræðingurinn
74
Inngangur
Dýrafjörður er langur og breiður
fjörður á norðanverðum Vest-
fjörðum. Árið 1991 var fjörður-
inn þveraður. Áður höfðu verið
gerðar umfangsmiklar rannsóknir
á náttúru fjarðarins. Þar á meðal
voru fuglar athugaðir árið 19791 í
tengslum við athuganir í Önundar-
firði og 1984–19852 voru gerðar
vistfræðilegar rannsóknir á fuglalífi
Samanburður á fjöru- og
botndýralífi fyrir og eftir
þverun Dýrafjarðar
Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson og Guðmundur Víðir Helgason
Dýrafjörður á norðanverðum Vestfjörðum var þveraður árið 1991. Árið
1985, eða nokkru áður en framkvæmdir hófust, voru gerðar þar umfangs-
miklar vistfræðirannsóknir, meðal annars á hryggleysingjum í leirum,
fjörum og á botni fjarðarins. Þessar rannsóknir voru endurteknar á árunum
2006–2007 með sömu aðferðum og notaðar voru í fyrri rannsóknum. Hér
eru niðurstöður þessara tveggja rannsóknatímabila bornar saman. Birt eru
meðaltöl um fjölda einstaklinga af ákveðnum tegundum eða dýrahópum
af fjörusniðum og botnsvæðum og borin saman við tölur af samsvarandi
svæðum í fyrri rannsóknum. Jafnframt er reiknuð fjölbreytni á mismun-
andi svæðum og skyldleiki samfélaga á svæðunum, bæði innan sömu
rannsóknar og á milli rannsókna. Niðurstöður þessara tveggja rannsókna,
sem gerðar voru með 21–22 ára millibili, eru mjög líkar. Það er 46–57%
skyldleiki milli sömu svæða á botni 1985 og 2006. Skyldleiki sömu sniða á
leirum á milli rannsókna er 42,3% og 52%. Í fjörunni er skyldleikinn á bil-
inu 62–66%. Fjölbreytnin á botni er mikil: H´=3,3–4,3. Fjölbreytnin er minni
í fjörum en meiri breytileiki milli stöðva: H´=1,9–3,3. Niðurstöðurnar eru
að sjálfsögðu ekki nákvæmlega eins á svæðunum milli rannsókna en erfitt
er að benda á sérstakar breytingar sem rekja megi til þverunar Dýrafjarðar,
nema í nánd við brúarhafið.
Dýrafjarðar og hryggleysingjum í
fjörum3 og á botni fjarðarins.4 Fram-
kvæmdir við Dýrafjarðarbrú hófust
1989 og var hún fullbyggð 1990. Um
vorið 1990 hófst vinna við fyllingu
og var brúin tengd og umferð leyfð
yfir hana sumarið 1991 (1. mynd).
Hún var formlega opnuð í október
1992.5
Rannsóknir vegna vegagerðar
í fjörum og leirum eða vegna
fjarðarþverunar hófust 1973 með
rannsóknum í Borgarfirði, í Botns-
vogi og Brynjudalsvogi í Hvalfirði
og í Hraunsfirði á Snæfellsnesi.6
Eftir þetta voru gerðar rannsóknir
á fjörum á nokkrum stöðum vegna
hugsanlegrar vegagerðar. Gerð var
forkönnun á lífríki Laxárvogs, Álfta-
fjarðar og Önundarfjarðar 1974,7 for-
könnun á lífríki Gilsfjarðar, Þorska-
fjarðar, Djúpafjarðar og nærliggjandi
fjarða 1976,8 rannsóknir í Önundarf-
irði og víðar á Vestfjörðum 19791 og
síðan í Dýrafirði 1984–1985.2,3,4
Síðan hafa verið gerðar samsvar-
andi rannsóknir við þverun annarra
fjarða,9 svo sem Breiðdalsvíkur,10
Skutulsfjarðar,11 Gilsfjarðar,12,13
Kolgrafafjarðar,14 Reykjafjarðar og
Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi.15
Unnið er að þverunum í Kjálka-
firði og Kerlingarfirði16,17 og gerðar
hafa verið rannsóknir vegna hugs-
anlegrar þverunar í Gufufirði,
Djúpafirði og Þorskafirði við Breiða-
fjörð18 og í Kollafirði við Faxaflóa.19
Einnig hafa verið gerðar rannsóknir
á leirum við Borgarnes20 og Horna-
fjörð21 vegna vegagerðar.
Í rannsóknum vegna Gilsfjarðar
var gert ráð fyrir endurteknum
rannsóknum, einu22 og fimm árum-
eftir þverun,23 svo hægt væri að
Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 74–85, 2015
Ritrýnd grein