Náttúrufræðingurinn - 2015, Qupperneq 80
Náttúrufræðingurinn
80
tafla, 5. mynd), en eins og komið
hefur fram voru ekki tekin sýni á
svæði 1 árið 1985.
Fjölbreytni fjöru- og leirusniða
er almennt minni í seinni athugun.
Lægstur er stuðullinn á F1 og á
leirunni í botni fjarðarins (5. tafla).
Fjörusnið í fyrri athugun eru með
um 70% skyldleika en í seinni
athugun eru þau með 55–69% skyld-
leika (5. tafla). Á milli tímabila er
skyldleiki á bilinu 55–71%, mestur
á milli miðsniðs (F2) í fyrri athugun
og innsta fjörusniðsins (F3) í seinni
athugun (6. mynd). Leirusniðin
sýna minni skyldleika sín á milli en
fjörusniðin. Minnstur er skyldleik-
inn á milli leirusniða árið 1985 (35%).
Á milli tímabila er 52% skyldleiki
inni í botni fjarðarins og 42,3% við
Lambadalseyri (5. tafla).
Umræða
Á fjörusniðum er fjöldi tegunda/
hópa svipaður á milli tímabila en
fjölbreytnin meiri í fyrri rannsókn
(5. tafla). Skyldleiki á milli fjöru-
sniða og milli tímabila er yfir 50%
og mestur er skyldleikinn á milli
sniða sem tekin voru árið 1985 eða
yfir 70%. Innsta fjörusniðið (F3)
frá 2006 sýnir mestan skyldleika
við önnur snið frá fyrri athugun
og er 70% skyldleiki við miðsniðið
(F2). Þessi hái skyldleikastuðull á
milli tímabila sýnir að sömu hópar/
tegundir eru hlutfallslega svipaðir
í fjölda einstaklinga á sniðunum 15
árum eftir að fjörðurinn var þver-
aður.
Dýralíf á leirunni á Lambadals-
eyri virðist hafa breyst milli rann-
sókna. Kræklingur er algengur á
leirusniðinu árið 2007 en á sniðinu
1985 eru þar fáir kræklingar. Einnig
er mikill munur á marflóm, sem
voru mun algengari í fyrri rann-
sókninni. Hér getur verið um að
ræða breytingar vegna nálægðar við
brúaropið og nálægðar við Lamba-
dalsá, en farvegur hennar gæti hafa
breyst. Þá var fyrri athugun ekki
gerð í ákveðnu hæðarbili né hnit-
sett og því var erfitt að taka sýni á
nákvæmlega sama svæði.
Fjöldi tegunda/hópa og fjölbreytni
er ívið meiri í seinni athuguninni
á botndýrum en í þeirri fyrri, en er
almennt mikill. Fjölbreytnistuðullinn
er um 4,6 á svæði 2 árið 2007, sem er
með því hæsta sem gert er ráð fyrir
hér við land.38 Svæðin sýna meiri
skyldleika sín á milli innan árs en
sömu svæði á milli tímabila, nema
innsta svæðið (svæði 4). Þar er um
57% skyldleiki milli athugana. Hin
svæðin sýna minni skyldleika á milli
athugana eða um 46%.
Á stöð I á svæði 1 voru sýni
einungis tekin í seinni rannsókninni
og er hún ólík öllum svæðum bæði
í fyrri og seinni rannsókn; skyld-
leiki einungis 16–23%. Við þessu var
búist þar sem svæði 1 er við brúar-
opið og hefur væntanlega orðið fyrir
talsverðum áhrifum af straumnum
sem um það fer. Aukinn straumur
og aukin kornastærð sem honum er
5. mynd. Skyldleiki í % á milli svæða á botni (svæði 1–4 frá 2007 og 2–4 frá 1985). – Similarity
% between benthic sampling areas (1–4 from 2007 and 2–4 from 1985).
5. tafla. Skyldleiki fjöru- og leirusniða í Dýrafirði 1985 og 2006. Fjölbreytni- og einsleitnistuðl-
ar í fjöru og leiru 1985 og 2006. – Similarity between sampling transects in littoral zone and
mudflats in Dýrafjörður 1985 and 2006. Diversity (H´(log2)) and evenness index (J´). S is a
total number of species/groups in the transect.
Skyldleiki (%) milli sniða – Similarity between transects
Fjölbreytni- og
einsleitnistuðull
Diversity and Evenness
index
Ár
Year
Stöðvar
Stations
Árið/Year 2006 Árið/Year 1985
F1 F2 F3 L1 L2 F1 F2 F3 L1 Fjöldi (S)
H'(log2) J'
2006 F1 28 1,854 0,386
2006 F2 55,4 21 2,717 0,619
2006 F3 68,6 55,8 27 2,190 0,461
2006 L1 57,0 38,5 64,1 14 2,155 0,566
2006 L2 46,0 34,9 54,2 58,6 16 1,807 0,452
1985 F1 61,5 55,0 60,6 50,6 30,8 21 2,940 0,669
1985 F2 62,9 64,3 70,7 56,3 39,1 70,6 21 2,750 0,626
1985 F3 67,2 62,0 65,8 51,5 40,7 69,0 70,5 23 3,291 0,727
1985 L1 47,4 53,2 47,5 42,3 42,5 45,2 54,6 53,4 13 2,669 0,721
1985 L2 45,5 46,3 59,1 49,2 52,1 38,6 46,2 47,5 35,0 23 2,317 0,512