Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 86
Náttúrufræðingurinn
86
Fundir stjórnar
Síðasti aðalfundur Hins íslenska
náttúrufræðifélags var haldinn
fyrir nánast réttu ári, hinn 22. febr-
úar 2014. Kjörtímabil fjögurra
stjórnarmanna rann út á aðalfund-
inum. Þetta voru Árni Hjartar-
son formaður, Hafdís Hanna Æg-
isdóttir varaformaður, Kristinn
J. Albertsson gjaldkeri og Jóhann
Þórsson félagsvörður. Öll gáfu þau
kost á sér til áframhaldandi stjórn-
arsetu nema Kristinn sem baðst
undan kjöri. Í hans stað gaf Kristján
Jónasson jarðfræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands kost á sér.
Frambjóðendur voru svo einróma
kjörnir stjórnarmenn HÍN.
Kristni J. Albertssyni var þakkað
langt og gifturíkt starf í þágu Nátt-
úrufræðifélagsins og íslenskra nátt-
úrufræðinga. Hann var fyrst kjör-
inn í stjórn árið 1996 með það fyrir
augum að hann tæki við gjaldkera-
starfi, sem og varð. Hann var því í
stjórn í heil 18 ár og jafnan gjaldkeri.
Kristinn tók við af Ingólfi Einarssyni,
sem hafði þá verið gjaldkeri í 27 ár.
Þannig hefur mikill stöðugleiki ein-
kennt starfsemi HÍN í áranna rás.
Skoðunarmenn reikninga, aðal-
mennirnir Arnór Þ. Sigfússon og
Hreggviður Norðdahl, og vara-
ma ðurinn Þóroddur F. Þóroddsson,
hlutu einróma kjör. Þóroddur kom
nýr inn í stað Kristins Einarssonar
sem ekki gaf kost á sér.
Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins
skipti stjórnin með sér verkum,
öðrum en formannsstarfinu því
aðalfundurinn kýs formann. Hlut-
verkaskipan var lítt breytt frá síð-
asta ári og er stjórnin þannig skipuð:
Árni Hjartarson, formaður, Haf-
dís Hanna Ægisdóttir, varaformaður,
Herdís Helga Schopka, ritari, Krist-
ján Jónasson, gjaldkeri, Ester Ýr
Jónsdóttir, fræðslustjóri, Jóhann
Þórsson, félagsvörður, Hilmar J.
Malmquist, meðstjórnandi.
Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn
haldið níu venjubundna stjórnar-
fundi. Fundirnir voru haldnir í hús-
næði Náttúru minja safns Íslands í
Loftskeytastöðinni gömlu á Mel-
unum.
Félagsmenn
Félagsvörður sem heldur utan um
félagaskrá og útsendingarlista Nátt-
úrufræðingsins kallar árið 2014
annus horribilis. Félagar í árslok
voru 1201. Það er fækkun um 42
frá fyrra ári, 30 nýir bættust í hóp-
inn en 72 hættu – þar af létust 15.
Sjaldan eða aldrei hefur orðið jafn-
mikil fækkun í félaginu á milli ára
og örugglega aldrei jafnmargir sem
látist hafa. Þetta segir sína sögu um
aldurssamsetningu félagsmanna.
Ljóst er að fara þarf í kröftugt átak
til að laða fólk að félaginu og fá það
til inngöngu.
Fræðsluerindin
Fræðslufundir félagsins voru
haldnir í stofu 132 í Öskju eins og
undangengið ár, að undanskildum
haustfundunum í september,
október og nóvember sem haldnir
voru í sal 101 í Lögbergi. Frá síðasta
aðalfundi hafa fundirnir verið sjö.
Aðsókn á þessa fundi hefur verið
viðunanleg og voru fundargestir
á árinu 362 (324 í fyrra, 393 í hitti-
fyrra).
Þessi erindi voru haldin:
24. febrúar 2014. Dr. Björn Lárus
Örvar plöntuerfðafræðingur: Plöntu-
erfðatæknin og vöruþróun.
31. mars. Dr. Skúli Skúlason dýra-
fræðingur: Um nýja strauma og
stefnur innan þróunarfræðilegrar
vistfræði.
28. apríl. Anna Sigríður Valdi-
marsdóttir náttúru- og umhverfis-
fræðingur og Sigurður H. Magn-
ússon plöntuvistfræðingur: Gróður
í Viðey í Þjórsá. Áhrif beitarfriðunar og
mögulegar ógnir.
29. september. Kristín Jónsdóttir
jarðeðlisfræðingur og Magnús Tumi
Guðmundsson prófessor og jarðeðl-
isfræðingur: Umbrotin í Bárðarbungu
og Holuhrauni.
27. október. Þorsteinn Jóhannsson
umhverfisfræðingur: Loftmengun frá
eldgosinu í Holuhrauni.
Skýrsla stjórnar
Hins íslenska náttúrufræði-
félags fyrir árið 2014
Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 86–90, 2015