Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 86

Náttúrufræðingurinn - 2015, Síða 86
Náttúrufræðingurinn 86 Fundir stjórnar Síðasti aðalfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags var haldinn fyrir nánast réttu ári, hinn 22. febr- úar 2014. Kjörtímabil fjögurra stjórnarmanna rann út á aðalfund- inum. Þetta voru Árni Hjartar- son formaður, Hafdís Hanna Æg- isdóttir varaformaður, Kristinn J. Albertsson gjaldkeri og Jóhann Þórsson félagsvörður. Öll gáfu þau kost á sér til áframhaldandi stjórn- arsetu nema Kristinn sem baðst undan kjöri. Í hans stað gaf Kristján Jónasson jarðfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands kost á sér. Frambjóðendur voru svo einróma kjörnir stjórnarmenn HÍN. Kristni J. Albertssyni var þakkað langt og gifturíkt starf í þágu Nátt- úrufræðifélagsins og íslenskra nátt- úrufræðinga. Hann var fyrst kjör- inn í stjórn árið 1996 með það fyrir augum að hann tæki við gjaldkera- starfi, sem og varð. Hann var því í stjórn í heil 18 ár og jafnan gjaldkeri. Kristinn tók við af Ingólfi Einarssyni, sem hafði þá verið gjaldkeri í 27 ár. Þannig hefur mikill stöðugleiki ein- kennt starfsemi HÍN í áranna rás. Skoðunarmenn reikninga, aðal- mennirnir Arnór Þ. Sigfússon og Hreggviður Norðdahl, og vara- ma ðurinn Þóroddur F. Þóroddsson, hlutu einróma kjör. Þóroddur kom nýr inn í stað Kristins Einarssonar sem ekki gaf kost á sér. Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins skipti stjórnin með sér verkum, öðrum en formannsstarfinu því aðalfundurinn kýs formann. Hlut- verkaskipan var lítt breytt frá síð- asta ári og er stjórnin þannig skipuð: Árni Hjartarson, formaður, Haf- dís Hanna Ægisdóttir, varaformaður, Herdís Helga Schopka, ritari, Krist- ján Jónasson, gjaldkeri, Ester Ýr Jónsdóttir, fræðslustjóri, Jóhann Þórsson, félagsvörður, Hilmar J. Malmquist, meðstjórnandi. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn haldið níu venjubundna stjórnar- fundi. Fundirnir voru haldnir í hús- næði Náttúru minja safns Íslands í Loftskeytastöðinni gömlu á Mel- unum. Félagsmenn Félagsvörður sem heldur utan um félagaskrá og útsendingarlista Nátt- úrufræðingsins kallar árið 2014 annus horribilis. Félagar í árslok voru 1201. Það er fækkun um 42 frá fyrra ári, 30 nýir bættust í hóp- inn en 72 hættu – þar af létust 15. Sjaldan eða aldrei hefur orðið jafn- mikil fækkun í félaginu á milli ára og örugglega aldrei jafnmargir sem látist hafa. Þetta segir sína sögu um aldurssamsetningu félagsmanna. Ljóst er að fara þarf í kröftugt átak til að laða fólk að félaginu og fá það til inngöngu. Fræðsluerindin Fræðslufundir félagsins voru haldnir í stofu 132 í Öskju eins og undangengið ár, að undanskildum haustfundunum í september, október og nóvember sem haldnir voru í sal 101 í Lögbergi. Frá síðasta aðalfundi hafa fundirnir verið sjö. Aðsókn á þessa fundi hefur verið viðunanleg og voru fundargestir á árinu 362 (324 í fyrra, 393 í hitti- fyrra). Þessi erindi voru haldin: 24. febrúar 2014. Dr. Björn Lárus Örvar plöntuerfðafræðingur: Plöntu- erfðatæknin og vöruþróun. 31. mars. Dr. Skúli Skúlason dýra- fræðingur: Um nýja strauma og stefnur innan þróunarfræðilegrar vistfræði. 28. apríl. Anna Sigríður Valdi- marsdóttir náttúru- og umhverfis- fræðingur og Sigurður H. Magn- ússon plöntuvistfræðingur: Gróður í Viðey í Þjórsá. Áhrif beitarfriðunar og mögulegar ógnir. 29. september. Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og Magnús Tumi Guðmundsson prófessor og jarðeðl- isfræðingur: Umbrotin í Bárðarbungu og Holuhrauni. 27. október. Þorsteinn Jóhannsson umhverfisfræðingur: Loftmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Skýrsla stjórnar Hins íslenska náttúrufræði- félags fyrir árið 2014 Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 86–90, 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.