Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 3

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 3
Jarðvegur er órjúfanlegur hluti vistkerfa á landi, hlekkur í hring- rásum orku, vatns og næringar. Mikil fólksfjölgun veldur stigvaxandi álagi á vistkerfi jarðar, sem mörg hver eru ekki burðug fyrir, sérstaklega á viðkvæmum jaðarsvæðum. Nú þegar nýliðið er alþjóðlegt ár helgað jarðvegsauðlindinni er við hæfi að huga að stöðu íslenskra landvistkerfa. Viðamiklar upplýsingar liggja fyrir um eðli og ástand íslenskra vistkerfa. Jarðvegsrof í landinu öllu var kortlagt á árunum 1991‒1997 og hlaut það verkefni umhverfis- verðlaun Norður landaráðs árið 1998. Gróður hefur verið kortlagður um mestallt landið á vegum Náttúru fræðistofnunar Íslands (Rann sóknastofnun landbúnaðar- ins hóf það verk), og að auki er til heildstætt yfirlit um gróður sem tekur meðal annars mið af beitarnytjum („Nytjaland“ Land- búnaðarháskóla Íslands). Hlutdeild hinna ýmsu gróðurflokka, auðna og illa farins lands er vel þekkt á öllum afréttum landsins en þær upplýsingar sýna hvort land getur talist beitarhæft. Stórir hlutar landsins eru illa grónir, einkum á gosbeltinu og öðrum svæðum þar sem jarðvegi er allra hættast við rofi. Auðnir eru vitaskuld ekki hæfar til beitarnýtingar, þar eru hringrásir orku, næringar og vatns rofnar, virkni vistkerfanna er hrunin. Rýr mólendi, sem meðal annars hafa mótast af langvarandi beit, einkenna stærstan hluta af gróðurlendi landsins. Rannsóknir sýna að landið er víða í framför þar sem beit hefur minnkað eða verið aflétt. Það á þó ekki við á þeim svæðum landsins sem mest eru beitt og almennt ekki á auðnum og rofsvæðum sem nýtt eru til beitar. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar fagfólks, Landgræðslu ríkisins, náttúruverndarsamtaka og almennings hefur ekki tekist að friða auðnir og viðkvæmustu vistkerfi landsins fyrir beit. Þetta er í senn furðuleg staða og óþolandi. Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegum sáttmálum á sviði umhverfismála, svo sem samningi um varnir gegn landeyðingu, lofts- lagssamningnum og samningnum um líffræðilega fjölbreytni. Allir þessir samningar tengjast og allir gera þeir ráð fyrir að spornað sé gegn landeyðingu og unnið að endurheimt hnignaðra vistkerfa. Vissulega er víða unnið ötullega að vistheimt á Íslandi, en slæmu ástandi á meginsvæðum illa farins lands er engu að síður haldið við með beit. Það er í trássi við þessa alþjóðlegu samninga og við skuldbindingar okkar sjálfra gagnvart landinu. Grundvallarregla umhverfisréttar um að náttúran eigi að njóta vafans er sömuleiðis þverbrotin. Lög um beitarnytjar og land- græðslu eru að stofni til frá 1965 og löngu orðin úrelt. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að koma þessum lögum til nútímahorfs, meðal annars vegna bættrar þekkingar á vistfræði og ástandi landsins, með tilliti til þróunar umhverfismála á alþjóðavísu og með hliðsjón af þörfum fyrir breytta stjórnsýslu í þessum málaflokki. Þessar tilraunir hafa mistekist með öllu. Umgjörð sauðfjárframleiðslu á Íslandi er jafnframt orðin nokkuð sérkennileg: • Stuðningsgreiðslur sam- félagsins eru gríðarlega miklar en taka ekki tillit til ástands landsins nema að litlum hluta, þarfa landsmanna fyrir fram leiðsluna né þarfa hinna mismunandi héraða landsins fyrir slíkan stuðning. Stuðningurinn er víða mikil- vægur fyrir áframhaldandi byggð, en sums staðar er hann fullkomlega óþarfur og gengur jafnvel þvert gegn byggðasjónarmiðum, þar sem sauðfjárframleiðsla hamlar þróun annarra atvinnutækifæra. • Stór og vaxandi hluti framleiðsl- unnar er fluttur út. • Réttur sauðfjáreigenda til að beita á annars land er furðulegur en lög um fjallskil og lausagöngu búfjár eru full- kom lega úrelt. • Kolefnisspor lambakjöts er það stærsta í kjötframleiðslu, vistspor sauðfjárframleiðslu á illa grónu landi er ennþá stærra og á ekkert skylt við sjálfbæra eða umhverfisvæna fram- leiðslu hætti; hvað þá þegar framleiðslan er flutt út. • Forsvarsmenn atvinnugrein- arinnar neita að horfast í augu við breytta tíma, minnkandi neyslu og nauðsyn þess að laga framleiðsluna að þörfum og landkostum. Andstaða við breytingar á nýtingu landsins og aðlögun að landgæðum Sauðfjárbeit og íslensk vistkerfi: Afneitun vanda 3

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.