Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 11
11 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Árið 2011 var þekja alls lifandi gróðurs í ómeðhöndluðum reitum yfir 90%, sem var tvöfalt meiri þekja en í slegnum reitum og fimmfalt meiri en í eitruðum reitum (4. mynd A). Fjórum árum síðar hafði þekja sleginna reita aukist marktækt og orðin jafnmikil og í ómeðhöndluðu reitunum en gróðurþekja eitraðra reita var aðeins rúmlega 30%. Hlutdeild ógróins yfirborðs jókst marktækt í eitruðum reitum frá 2011 til 2015 og var þá komin í tæp 40%, á meðan lítið sem ekkert ógróið yfirborð mældist í ómeðhöndluðum og slegnum reitum (4. mynd B). Mikil sina var bæði í slegnum og eitruðum reitum árið 2011 en minnkaði marktækt við báðar þessar meðferðir til 2015, þegar þekja sinu í þeim var ekki marktækt frábrugðin þekju sinu í ómeðhöndluðum reitum (4. mynd C). Þekja grasa jókst mikið á milli mælinga í slegnum reitum og voru grösin ríkjandi tegundahópur í þeim árið 2015 (4. mynd D). Þekja grasa jókst einnig marktækt á milli mælinga í eitruðum reitum og var orðin marktækt meiri í þeim en í lúpínureitum árið 2015. Tvíkímblaða jurtir aðrar en lúpína höfðu afar litla (<0,5%) þekju í öllum reitum sumarið 2011 en þekja þeirra jókst marktækt fram til 2015 í slegnum og eitruðum reitum (4. mynd E) og var þá marktækt meiri en í ómeðhöndluðum reitum. Áhrif voru hvorki marktæk eftir meðferð né tíma á þekju annarra tegundahópa æðplantna (ekki sýnd); þekja þeirra var að meðaltali afar lítil (≤0,1%), en þekja sefs (Juncus teg.) og hæra (Luzula teg.) náði 0,7% í slegnum lúpínureitum 2015. Mosar höfðu mjög litla þekju í ómeðhöndluðum reitum en nokkuð meiri í slegnum og eitruðum reitum (4. mynd F). Þrátt fyrir að áhrif meðferða á þekju mosa væru marktæk (2. tafla) var ekki marktækur munur á meðalþekju einstakra meðferða 2015. Tegundauðgi æðplantna jókst marktækt milli mælinga í slegnum og eitruðum reitum og var marktækt meiri en í ómeðhöndluðum reitum 2015 (5. mynd, 2. tafla). Meira en fjórfalt fleiri tegundir fundust árið 2015 í slegnu reitunum en í þeim ómeðhöndluðu. Alls voru 54 tegundir æðplantna skráðar í slegnum reitum, 43 tegundir í eitruðum og 20 í ómeðhöndluðum 6. mynd. Niðurstöður hnitunargreiningar (DCA) á tegundasamsetningu æðplantna í reitum á tilraunasvæðinu í Stykkishólmi árin 2011 og 2015, einu og fimm árum eftir fyrstu aðgerðir (A). Örvar sýna breytingar í tegundasamsetningu einstakra reita frá 2011 til 2015 og vísar oddurinn á 2015. Einn ómeðhöndluðu reitanna breyttist svo lítið milli mælinga að hann sést ekki á myndinni. Tegundir eru sýndar með bláum hring. Einungis eru sýndar 10 af þeim 47 tegundum sem voru með í greiningunni, notuð var sía í grafíska forritinu og þær tegundir sem mest áhrif höfðu á niðurstöðuna sýndar. Fylgni skýringarbreytna við hnitunargreiningarásana er sýnd í B. Lengd örva gefur til kynna hversu sterk fylgnin er við ásana og stefna þeirra sýnir hvort um jákvæða eða neikvæða fylgni við ásana er að ræða. Í reitum vinstra megin á grafinu er því mikil lúpína en reitir til hægri hafa hlutfallslega meiri tegundaauðgi, meiri þekju grasa og breiðblaða tvíkímplantna annarra en lúpínu, og mjög lítið af lúpínu. – Ordination (Detrended Correspondence Analysis=DCA) results of vascular plant species composition in a lupine removal experiment in Stykkishólmur, West Iceland (A). The change in species composition in individual plots is shown with an arrow, starting in 2011 (a year after the first treatment) with the arrowhead at 2015. Due to small changes in one of the untreated plots, it is not seen in the biplot. Species are shown with blue circles. The correlation of the explanatory variables and the DCA axes are shown in B. The length of the axes indicate the strength of the correlation and their directions show whether there is a positive or a negative correlation. Thus, plots at the left of the biplot consist of dense and high lupine cover while plots towards the right have higher species richness, more cover of grasses and herbs other than lupine, and only a few flowering lupines and seedlings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.