Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 12
Náttúrufræðingurinn
12
reitum (1. viðauki). Um helmingur
þeirra fannst aðeins í einum með-
höndluðum reit. Auk lúpínu
voru algengustu tegundirnar
grösin túnvingull (Festuca rubra
var. richardsonii) og blávingull (F.
vivipara) (1. viðauki).
Tegundasamsetning sleginna og
eitraðra reita breyttist mikið milli
2011 og 2015, og sést það vel á
staðsetningu þessara meðferðar reita
í hnitunargreiningargrafi (6. mynd
A). Staðsetning reits í hnitunargrafi
endurspeglar tegunda samsetningu
hans á þeim tíma sem gróður
var mældur. Með því að tengja
mælingarnar tvær fyrir hvern reit
saman með ör má sjá breytingarnar
sem urðu milli mælinga. Tegunda-
samsetning ómeð höndlaðra lúpínu-
reita breyttist hlutfallslega minnst
frá 2011 til 2015. Reyndar voru
gildi þriggja af fimm reitum á
fyrsta ásnum lægri 2015 en 2011
sem sýnir að tegundasamsetning
ómeðhöndlaðra reita þróaðist í aðra
átt en aðrir reitir og munurinn
jókst með tímanum. Eigingildi
hnitunargreiningarása er á bilinu
0 til 1 og því hærri sem talan
er, þeim mun meiri breytileika
í gögnunum útskýrir ásinn.
Eigingildi fyrsta (lárétta) ássins var
0,37 og annars (lóðrétta) ássins
0,16, og útskýrði fyrsti ásinn því
best breytileikann í gögnunum.
Fyrsti ásinn endurspeglar
breyt ing ar með tíma í með höndl-
uðum reitum sem sést á því að
þeir flytjast til hægri á grafinu milli
2011 og 2015. Á 6. mynd B sést að
fyrsti ásinn hefur jákvæða fylgni
við tegundaauðgi, þekju grasa og
blómplantna og neikvæða fylgni
við þéttleika blómstrandi lúpínu
og kímplantna hennar. Fyrsti ásinn
sýnir því breytingu frá gróðri með
ríkjandi lúpínu til vinstri á grafinu
til fjölbreyttari gróðurs hægra megin
(6. mynd). Slegnir reitir árið 2015
voru að jafnaði lengst til hægri á
fyrsta ás og ómeðhöndluðu reitirnir
lengst til vinstri. Slegnu reitirnir
höfðu í samanburði við eitraða
reiti og ómeðhöndlaða reiti flestar
æðplöntur, mesta þekju grasa og
tvíkímblaða jurta annarra en lúpínu
og minnstan þéttleika lúpínu (6.
mynd B).
Umræða
Á síðari árum hefur færst í vöxt
að einstaklingar, félagasamtök og
sveitarfélög vinni að því að eyða
lúpínu þar sem hún hefur dreift sér
inn í gróið land. Þær tvær aðferðir
sem fjallað er um í þessari grein,
sláttur og eitrun, hafa helst verið
notaðar og því er mikilvægt að fá
mat á gagnsemi þeirra. Rannsókn
okkar er sú fyrsta þar sem borinn
er saman með beinum hætti
árangur af aðferðunum tveimur. Í
fyrri rannsóknum hér á landi hafa
aðeins verið skoðuð áhrif stakra
aðgerða26–28 en okkar rannsókn
hefur þá sérstöðu að fylgst var með
áhrifum aðgerða sem endurteknar
voru árlega yfir fimm ára samfellt
tímabil. Tímalengd rannsóknarinnar
sker sig einnig nokkuð úr þegar
litið er til erlendra rannsókna á
aðgerðum gegn ágengum plöntum,
því í meirihluta slíkra rannsókna
(61%) var aðgerðum beitt í eitt
ár eða skemur og í aðeins 7%
rannsókna var aðgerðum beitt í
meira en fimm ár.22
Niðurstöður okkar sýna að unnt
er að ganga verulega á lúpínubreiður
með árlegum aðgerðum á réttum
tíma, hvort heldur er með slætti
eða með notkun plöntueiturs (2.
og 3. mynd). Strax ári eftir að
aðgerðir hófust hafði þekja og
þéttleiki lúpínu minnkað mikið
í samanburði við ómeðhöndlaða
reiti í lúpínubreiðu og hélst sá
munur út rannsóknartímann. Þetta
er í samræmi við aðrar hérlendar
rannsóknir, sem ná þó til skemmri
tíma.26,28 Fyrri rannsóknir höfðu
sýnt að sláttutími skipti öllu
um hvort lúpína næði að vaxa
aftur upp sama sumarið26 og að
eitur hefði mest eyðingaráhrif á
blómgunartíma lúpínunnar eða eftir
blómgun.28 Miðað við árangur af
fimm ára aðgerðum verður að teljast
líklegt að hægt sé að eyða lúpínu
staðbundið séu aðgerðir viðvarandi
þar til fræforði í jarðvegi klárast.
Ekki er vitað hversu langan tíma
það tekur. Það fer eftir aðstæðum og
ræðst m.a. af fjölda fræja og líftíma,
og hvort fræ berst inn á svæðið frá
nálægum lúpínubreiðum.
Lúpína hefur afgerandi áhrif á
gróðurfar og þar sem hún hefur þést
mótar hún gróðurframvinduna.2
Fáar tegundir vaxa með lúpínu
þegar hún er í breiðum, en þá einna
helst skuggþolnar tegundir, s.s. grös,
hávaxnar jurtir, elftingar og mosar.2
Innan við 10 tegundir æðplantna uxu
með lúpínunni í ómeðhöndluðum
reitum í Stykkishólmi (5. mynd).
Ómeðhöndluðu reitirnir gáfu til
kynna að einstakar lúpínuplöntur í
breiðunni væru enn að stækka þar
sem þéttleiki plantna minnkaði á
fjögurra ára tímabili en þekja lúpínu
hélst óbreytt (3. mynd). Umfang
einstakra lúpínuplantna hefur því
að öllum líkindum aukist og plöntur
bætt við sig stönglum.1
Ómeðhöndlaðir og slegnir
reitir áttu það sameiginlegt að
gróðurþekja árið 2015 var mikil (4.
mynd A). Tegundasamsetningin var
hins vegar mjög ólík sem sést best á
því að lengst er á milli þessara gerða
reita í hnitunargreiningargrafinu (6.
mynd A). Á rannsóknartímabilinu
fjölgaði tegundum æðplantna í
slegnum reitum úr 12 í 20 og þekja
tvíkímblaða jurta annarra en lúpínu
jókst mikið, þó hún væri enn aðeins
6% í lok rannsóknarinnar. Það voru
þó grösin sem einkenndu gróður
sleginna reita og voru þau orðin
ríkjandi árið 2015 með yfir 80%
þekju (7. mynd). Þessi mikla aukning
grasa skýrist væntanlega einkum af
því að þau geta nýtt sér niturforða
sem safnast hefur upp í jarðvegi
vegna niturbindingar örvera sem
lifa í sambýli við lúpínuna,29,30 auk
niturs og annarra næringarefna sem
losna við niðurbrot lúpínuleifanna.
Gróðurframvinda var því hröð þar
sem lúpína var slegin árlega.
Í reitum þar sem lúpínu var
eytt árlega með plöntueitri þróaðist
gróður í sömu átt og í slegnu
reitunum en framvindan var komin
mun styttra á veg sumarið 2015 og
mikið af yfirborði þeirra ógróið (4.
mynd B). Nokkrir þættir gætu skýrt
muninn á milli sleginna og eitraðra