Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 14
Náttúrufræðingurinn 14 var lúpína á svæðinu í kringum tilraunina slegin fyrstu árin en því var síðan hætt vegna manneklu og sumarið 2015 sást ekki munur á því svæði og þeim hluta sem aldrei var sleginn. Þetta sýnir mikilvægi þess að slá árlega og sýnir vel að aðgerðir til að hamla útbreiðslu lúpínu þarf að skilgreina sem langtímaverkefni. Hér hefur verið fjallað um eyðingu lúpínu á svæði þar sem hún vex í stórri breiðu. Við höfum sýnt fram á að árlegur sláttur er árangursrík leið til að eyða henni og það gildir einnig þegar hún vex í minni blettum. Æskilegt er að hefja aðgerðir áður en stórar lúpínubreiður myndast og hún nær að mynda mikinn fræbanka í jarðvegi. Það gildir um lúpínu jafnt og aðrar ágengar tegundir að því fyrr sem farið er í aðgerðir, þeim mun meiri líkur eru á því að eyðing takist, með minni vinnu og kostnaði en ella.17,18,20 Þegar eyðing lúpínu er skipulögð er mikilvægt að gleyma ekki að eyða stökum plöntum og litlum lúpínublettum áður eða meðfram því að unnið er á lúpínubreiðum20,40,41 því þar er fræuppspretta sem getur á skömmum tíma myndað stærri bletti og þróast í nýja lúpínubreiðu. Til að skila árangri þurfa aðgerðir gegn útbreiðslu lúpínu að vera markvissar og byggjast á bestu Við aðgerðir gegn lúpínu er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga: • Því fyrr sem ráðist er í aðgerðir gegn ágengum lífverum, þeim mun ódýrari eru þær og þeim mun líklegra að þær skili árangri.17 • Sláttur er æskilegri en eitrun, en þess verður að gæta að slá á réttum tíma. Slegið skal á tímabili sem hefst þegar blómgunartími lúpínu er í hámarki26 og ljúka slætti áður en öll blóm falla (Kristín Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, óbirt gögn). Á flestum landsvæðum er þetta í fyrri hluta júlímánaðar en er breytilegt milli ára. Mikilvægt er að fræ nái ekki að þroskast og dreifast. • Sláttur verður að fara fram árlega til að koma í veg fyrir að plöntur sem hafa lifað af myndi lífvænleg fræ og endurnýi þannig fræforða í jarðvegi. • Í flestum tilfellum er líklega óþarft að fjarlægja slegna lúpínu ef hún er slegin áður en fræ verða spírunarhæf. Undantekning gæti helst verið á friðlýstum svæðum og þar sem náttúrulegur gróður – staðargróðurinn – er viðkvæmur fyrir auknu nitri í jarðvegi. • Aðgerðir gegn lúpínu eru langtíma skuldbinding. Nauðsynlegt er að endurtaka aðgerðir þar til lúpína hættir að vaxa á svæðinu. Við hvern slátt drepst aðeins hluti fullorðnu plantnanna og einnig er fræforði í jarðvegi yfirleitt ríkulegur. Eftir að lúpína virðist horfin þarf að hafa eftirlit með því hvort nýjar plöntur koma upp og fjarlægja þær jafnóðum. Aðgerðir gegn alaskalúpínu mögulegri þekkingu (sjá ramma hér að ofan). Mikilvægt er að gera ráð fyrir nægilegu fjármagni til að ljúka slíku verkefni, þar með talið til vöktunar eftir aðgerðir.20 Hafa skal í huga að lúpína breytir gróðurfari2 og í einhverjum tilvikum kann að þurfa frekari aðgerðir til að endurheimta ákveðna gerð vistkerfis,22 t.d. að sá birki eða gróðursetja það.42 Mikilvægt er að fylgjast áfram með tilraunareitunum í Stykkishólmi til að meta þróun gróðurs til lengri tíma, m.a. hversu lengi grös verða ríkjandi í gróðurfari svæðisins. Í fæstum rannsóknum á ágengum aðfluttum tegundum er fjallað um kostnað við verkefnin þótt þar sé lögð áhersla á mikilvægi langtímaskuldbindinga.22 Við gerðum ekki tilraun til að meta kostnað en reynslan frá Stykkishólmi sýnir að mestur tími fer í aðgerðir þar sem lúpína vex í breiðum. Miðað við tímann sem tók að slá reitina í þessari rannsókn gæti þurft að gera ráð fyrir um tveimur manndögum árlega til að eyða lúpínu á einum hektara í lúpínubreiðu. Stykkishólmsbær hefur með aðgerðum sínum gegn ágengum plöntum innan marka sveitar- félagsins sýnt mikilvægt fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Þótt færri ágengar plöntutegundir sé að finna á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum,7,8 geta þær tegundir sem hér þrífast valdið miklum breytingum á náttúrulegum vistkerfum landsins ef ekkert er að gert.7,18 Það er því full ástæða til að huga betur að aðgerðum gegn ágengum plöntum, sérstaklega þar sem þær ógna upprunalegum tegundum, fágætum búsvæðum eða mikilvægum náttúruminjum. Hér má einnig geta þess að skógarkerfill (Anthriscus sylvestris) virðist sækja mjög í lúpínubreiður og leggur þær jafnvel undir sig.2,43 Þetta er dæmi um gjörbreytt vistkerfi sem rekja má til aukinnar útbreiðslu einnar ágengrar tegundar sem breytir aðstæðum og vinnur í haginn fyrir aðra ágenga tegund (e. invasional meltdown).44,45 Reynslan hefur sýnt að skógarkerfill getur jafnvel reynst erfiðari viðureignar en lúpína46 og því er enn mikilvægara að hamla útbreiðslu lúpínu. English Summary A comparison of two eradication methods for the invasive species Lupinus nootkatensis in Iceland Nootka lupine, Lupinus nootkatensis, was introduced to Iceland for revegetation and afforestation purposes in 1945. Due to its spread and impact on native veg- etation, it has been classified as an inva- sive species. In 2010, the Stykkishólmur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.