Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 25
25 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags og norðurhluti Rússlands (7. mynd). Þar fyrir sunnan var breitt belti freðmýra og síðan gresjur. Skóga var ekki að finna fyrr en nær dró Miðjarðarhafi. Ilmbjörkin þurfti því að breiðast út frá ísaldarskjóli um meira en þúsund kílómetra langan veg og allar líkur eru á að fjalldrapi hafi víðast numið land á undan henni. Ennþá má finna erfðafræðileg merki þeirrar blöndunar sem varð milli tegundanna á þessari veg- ferð.25,26 Á það hefur verið bent að teg- unda blöndun plantna, sem brýtur niður sérhæfingu en stuðlar að fjölbreytilegri arfgerðum, geti stundum orðið til þess að auðvelda landnám nýrra búsvæða.27,28 Á sama hátt gæti tegundablöndunin sem mótaði lágvaxna, harðgerða fjallabirkið hafa flýtt fyrir land- námi ilmbjarkar í þeim lofts- lagsbreytingum sem einkennt hafa ísöld og nútíma. Framtíð íslensku skóganna Saga íslenskra birkiskóga á nútíma hefur verið lesin úr fjölda frjórannsókna.24,15,24 Hún spannar nærri 10 þúsund ár og einkennist af vaxandi útbreiðslu á fyrri hluta tímabilsins og samdrætti á síðari hlutanum, með sveiflum sem tengjast breytingum í árferði. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér er sagt frá fylgja sama heildarmynstri. Allt fram að land- námi tengist afkoma birkiskóga fyrst og fremst loftslagi en síðustu þúsund ár hefur landnýting haft veruleg áhrif umfram aðra þætti. Sveiflur í loftslagi hafa ennfremur stuðlað að blöndun ilmbjarkar og fjalldrapa á þann hátt að við vaxandi útbreiðslu ilmbjarkar verða til tegundablendingar sem síðar geta miðlað erfðaefni til foreldrategundanna. Það má leiða að því líkur að blöndunin gagnist ilmbjörk þar sem lífsskilyrði eru á mörkum þess að hún geti viðhaldist. Með öðrum orðum að lágvaxið, margstofna birki með marga eiginleika ættaða frá fjalldrapa sé harðgerðara en hreinræktuð ilmbjörk. Líklegt er að þær lofts lags- breytingar sem nú standa yfir, og eru taldar ógna bæði búsvæðum dýra og afkomu manna um heim allan, muni gagnast ís lensk um birki skógum. Í skýrslu Lofts- lagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) frá 200729 var því spáð að á heimskautasvæðum myndi meðalárshiti á 21. öld hækka um 5°C en sumarhiti hækka um 2°C. Á undanförnum árum hefur gróðurþekja aukist hérlendis30 og skógarmörk hafa færst ofar22. Sýnt hefur verið fram á að fjallabirkið í norðanverðri Skandinavíu hefur nýlega breiðst upp fyrir fyrri skógarmörk með hlýnandi loftslagi.31 Ef breytingar halda áfram í sömu átt breiðist birkiskógur út á víðáttumiklum svæðum þar sem nú er mólendi og melagróður, þó því aðeins að landnotkun hefti ekki slíka útbreiðslu. Bæði fjalldrapi og ilmbjörk færast þá ofar í landið. Meðan á þeirri tilfærslu stendur má búast við bylgju kynblöndunar þegar blóm fjalldrapans frjóvgast af ilmbjarkarfrjóum og ilmbjarkarblóm frjóvgast af fjalldrapa, þótt í minna mæli verði. Fjöldi blendingstrjáa í núverandi skóglendum3 bendir til þess að þessi bylgja sé þegar hafin. Í hlýrra loftslagi víkja blendingarnir smám saman fyrir hávaxnara birki en áður en að því kemur ná sumir þeirra að víxlast aftur við fjalldrapa eða ilmbjörk og auka þannig á fjölbreytni genasamsetninga sem þróunin getur unnið með áfram. Abstract Hybridisation of downy birch and dwarf birch in the Holocene Downy birch (Betula pubescens Ehrh.) and dwarf birch (Betula nana L.) belong to the same genus, Betula. Both are impor- 7. mynd. Hugmynd um Evrópu við hámark síðasta jökulskeiðs fyrir um 20 þúsund árum. Blár litur sýnir jökulhelluna, grár freðmýrar, ljósgrænn gresjur og dökkgrænn skóga. – Europe during the Last Glacial Maximum around 20 000 cal years BP. Blue: icecap, grey: tundra, light green: steppe, dark green: forests. Unnið eftir/Adapted from metatech.org á kortgrunn frá/on a map from alabamamaps.ua.edu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.