Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 33
33 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Einars dóttir, Veiðimálastofnun, Selfossi. Vatnamýsnar fundust í flæðarmálinu þegar unnið var að umhverfismati vegna fyrirhugaðs vegstæðis um Öxi.8 Núverandi vegur (nýr vegur enn ekki kominn) var á sínum tíma lagður þvert yfir tjörnina. Staðurinn var kannaður á ný 5. júlí 2012 (Ævar Petersen) en þá var hluti tjarnarinnar sunnan vegar skrælþurr og stærri hluti hennar norðan vegar nálega þurr. Engar vatnamýs fundust. 11. Nýlenduvatn, Ökrum, Mýrum, Mýr. (64.630893°N; 22.371529°V), 8. júní 2009. Eitt eintak. Ib K. Petersen, Árósaháskóla, Danmörku. – Dvalist var marga daga við Nýlenduvatn á ári hverju frá 2007 til 2015. Vatnamýs hafa aldrei fundist nema í þetta eina sinn og aðeins eitt lítið eintak. Ennfremur hafa margir tugir tjarna og vatna verið skoðaðir á Mýrum síðustu ár en vatnamýs hvergi fundist annars staðar (Ævar Petersen, óbirt gögn). 12. Þórshöfn, Langanesi, N.-Þing. (66.197272°N; 15.333350°V), 23. mars 2012. Um 100 m löng og tveggja metra breið röst uppgötvaðist í fjörunni neðan við þorpið innan hafnargarða. Þar voru líklega nokkur þúsund vatnamýs (5. mynd) og var 84 eintökum safnað. Sóley Vífilsdóttir, Þórshöfn. – Einn höfunda (Skarp- héðinn G. Þórisson) fór á staðinn 11. apríl 2012 og safnaði 144 eintökum til viðbótar, öllum innan hafnar. Þetta er óvenjulegasti fundur–inn að því leyti að vatnamýsnar voru í sjávarfjöru langt frá næstu á og hafa því flotið langa leið. Í upphafi fundust mosavöndlar einungis innan hafnar en vatnamýsnar hafa aðeins getað flotið eina leið, þ.e. inn um hafnarmynnið sem er aðeins um 100 m breitt. Í hvassviðri daginn eftir dreifðust vatnamýsnar, sumar út fyrir höfnina. Þremur vikum seinna höfðu margar kastast upp á gróinn fjörukamb. Fljótlega eftir fundinn á Þórshöfn var talið líklegast að vatnamýsnar hefðu borist úr Hafralónsá en ós hennar er í um fimm kílómetra fjarlægð frá höfninni. Því var gerð sérstök ferð að Hafralónsá um sumarið, 6. júlí (Ævar Petersen), sjá umfjöllun um næsta fundarstað (13). Annar möguleiki var Ormarsá sem er tæpa 40 km í burtu, og fleiri ár koma til greina. 13. Hafralónsá, Syðri- Brekkum, Þistilfirði, N.-Þing. (66.147172°N; 15.370583°V), 6. júlí 2012. Hundruð eintaka og var 82 þeirra safnað. Ævar Petersen, Reykjavík. – Vegna fundarins á Þórshöfn í mars 2012, sjá um 12. fundarstað, var vatnamúsa leitað við ósa Hafralónsár um sumarið. Skoðað var um eins kílómetra svæði með ströndu ósasvæðisins (Leirunni) sem er óvenju breitt af árósi að vera. Hvergi var mikið af vatnamúsum á sama stað heldur ein eða fáeinar á víð og dreif (6. mynd). Má gera ráð fyrir að vatnamýs hafi verið mun víðar meðfram árósnum, ekki síst neðan við það svæði sem skoðað var. 14. Nýpslón, Vopnafirði, N.-Múl. (65.769877°N; 14.825425°V), 11. júlí 2013. Tugir eintaka og var þremur safnað. Kristín Jónsdóttir, Skógum 1, Vopnafirði (nú Hvammi 2 í Þistilfirði). – Vatnamýsnar voru í fjöruborðinu innst í Nýps lóni, í króknum utan við Straums- eyrarbrúna á mótum Skógalóns og Nýpslóns. 5. mynd. Röst vatnamúsa í fjörunni innan hafnar við þorpið á Þórshöfn á Langanesi. Röstin var um 100 m löng og tveir m að breidd. – False lake balls found at village Þórshöfn on Langanes. They formed ca 100 m long and two m broad line along the coast inside the harbour. Ljósm./Photo: Sóley Vífilsdóttir, 23.3. 2012. 6. mynd. Vatnamýs við ós Hafralónsár neðan Syðri-Brekkna í Þistilfirði. Þær fundust dreifðar á skoðuðu svæði. – False lake balls on the beach of river Hafralónsá in Þistilfjörður a short distance from where the river opens towards the sea. Ljósm./Photo: Ævar Petersen, 6.7. 2012.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.