Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 35
35
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Samantekt
Vatnamýs hafa fundist í ferskvatni,
bæði í vötnum og straumvötnum.
Að auki hafa þær skolast upp á
sjávarströndu og fokið eða flotið
upp á bakka áa og vatna. Átta af 17
fundarstöðum voru í stöðuvatni eða
á bökkum stöðuvatns. Fimm þeirra
eru í 300–700 m hæð yfir sjávarmáli:
Holtavörðuvatn á Holtavörðuheiði,1
Þjórsárver sunnan Hofsjökuls,11
Stóra-Arfavatn á Arnarvatnsheiði,
Eyrarselsvatn á Fljótsdalsheiði og
nafnlaus tjörn á Öxi.12 Tveir staðir
eru 200–220 m y.s., þ.e. Hádegisvatn
í Bitrufirði1 og Hraunsfjarðarvatn á
Snæfellsnesi. Einn fundarstaður er
nærri sjó, Nýlenduvatn á Mýrum,
og tveir staðir eru við sjávarlón,
Bakkatjörn í Eyjafirði og Nýpslón
í Vopnafirði. Þá hafa vatnamýs
fundist neðst í árósum eða á
ströndu í grennd við ármynni, við
Ölfusá á Suðurlandi, Skjálfandafljót
í Aðaldal og ennfremur við þrjár
ár í Þistilfirði, Ormarsá, Sandá og
Hafralónsá. Í tveimur tilvikum
fundust vatnamýs reknar á fjöru
langt frá ám, á Þórshöfn og við Ytra-
Lón á Langanesi.
Stærð vatnamúsa
Sumar vatnamýs eru því sem
næst kúlulaga og niðurstöður
breiddarmælinganna tveggja
því svipaðar. Önnur eintök eru
sporöskjulaga og misbreið. Í enn
öðrum tilvikum eru vatnamýs eins
og sívalningar. Mosavöndlarnir
voru mældir þurrir, hafa eflaust
Fundarstaður og fundarár
mældra eintaka
Locality and year of mea-
sured specimens
Staður nr.
Locality No.
Fjöldi
Nos
Spönn
Range
Lengd
Length
(mm) Spönn
Range
Lengri
breidd
Long br.
(mm):
Spönn
Range
Styttri
breidd
Short br.
(mm)
Meðaltal
Mean sd
Meðaltal
Mean sd
Meðaltal
Mean sd
Holtavörðuvatn 1969 1 2 48-59 53,5 x 48-53 50,5 x 47-48 47,5 x
Hádegisvatn 1969 2 9 29-59 45,9 7,7 23-54 37,7 10,3 14-37 23,1 6,4
Bakkatjörn 1982 3 1 47 x x 35 x x 23 x x
Stóra-Arfavatn 1988 4 76 31-94 58,9 8,3 29-60 47,8 6,8 20-58 43,7 9,9
Ormarsá ca. 2002–2011 5 26 35-192 84,5 20,8 32-92 69,7 14,1 32-86 59,9 8,5
Hraunsskeið 2005 6 14 24-50 38,2 4,2 24-43 31,6 4 24-43 28,3 2,6
Hraunsfjarðarvatn 2006 7 2 38-52 45 x 34-47 40,5 x 30-39 34,5 x
Þjórsárver 2007< 8 x x x x x x x x x x
Eyrarselsvatn 2007 9 3 51-63 55,3 6,7 33-46 40,3 6,7 23-31 26 4,4
Ónefnd tjörn á Öxi 2008 10 1 41 x x 41 x x 41 x x
Nýlenduvatn 2009 11 1 24 x x 22 x x 14 x x
Þórshöfn 2012 (SV) 12 84 21-91 42 12,5 19-55 33,2 8,4 17-43 26,4 7,9
Þórshöfn 2012 (SÞ) 12 144 20-73 37,1 14-57 29,3 12-41 24,6
Hafralónsá 2012 13 81 21-195 68 22,9 20-125 49,8 9,7 x-x 37,3 7,9
Nýpslón 2013 14 3 33-38 29-34 25-31
Ytra-Áland 2014 15 10 x x x
Sandur 2014 16 1 45 x 40 x 35
Ytra-Lón 2015 17 1 71 x 71 x 67
1. tafla. Stærð vatnamúsa, lengd, styttri breidd og lengri breidd (mm). – The size of false lake balls from Iceland. The measurements are
length, shorter breadth and longer breadth (measured in mm).