Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn 44 Fossvogur Kópavogsmegin er friðlýstur sem búsvæði að landamerkjum við Reykjavík.9 Foss vogsleira og strandlengjan að norðanverðu, innan marka Reykjavíkur, er friðlýst sem náttúruvætti vegna Fossvogsbakka þar sem er fundarstaður steingerðra skelja.10 Töluverð gróska er í plöntu- og dýralífi á svæðinu, sérstaklega norðan til. Nokkuð ber á ágengum plöntutegundum, s.s. þistli (Cirsium arvense) og Alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis), en einnig er sigurskúfur (Chamerion angustifolium) að ná sér á strik og mynda breiður. Af dýrum eru fuglar mest áberandi, annars vegar landfuglar á borð við skógarþröst (Turdus iliacus) og stara (Sturnus vulgaris) sem sækja í garða á svæðinu, þ.á m. Fossvogskirkjugarð, og hins vegar sjó- og fjörufuglar sem nýta voginn sjálfan.1 Þá sáust kanínur (Oryctolagus cuniculus) á svæðinu. Nokkuð af fersku vatni rennur í Fossvog. Þar á meðal er Fossvogslækurinn, sem er vatns- mestur „náttúrulegra“ ferskvatns- farvega í voginn. Starfsfólk Náttúru- fræðistofu Kópavogs mældi rennsli hans í ágústlok 2013 og var það þá um 60 l/sek. Til viðbótar er ofanvatni af götum veitt út á nokkrum stöðum, auk vatns frá ylströndinni í Nauthólsvík. Þá er neyðarútrás frá skólpdælustöð á Kársnesi utarlega í voginum. Aðferðir við fuglatalningar Á grundvelli fjörugerðar og útsýnisstaða var Fossvogi skipt í sex talningarsvæði. Ströndinni var skipt í fimm svæði og vogurinn sjálfur telst sjötta svæðið (2. mynd). Við þessa skiptingu var leitast við að fjörugerð á hverju svæði væri sem einsleitust. Svæði 1–2 voru uppfyllingar, að mestu klæddar brimvörn úr stórgrýti. Á svæði 3 er að finna einu náttúrulegu þang- og klapparfjöruna í Fossvogi en jafnframt eru þar leirublettir og fjörugerðin því nokkuð blönduð. Svæði 4 var leira, svæði 5 sendin fjara með klapparrönum og svæði 6 er vogurinn utan stórstraumsfjörumarka. Talið var á tveggja vikna til tveggja mánaða fresti, alls 44 sinnum, á þriggja og hálfs árs tímabili frá 14. maí 2008 til 10. október 2011 (1. tafla). Þá var einnig miðað við að talningar færu fram á þeim tímum sem vænta mátti að fargestir væru á ferðinni. Skilgreining árstíða getur verið ögn snúin þegar kemur að fuglum þar sem þeirra árstíðir tengjast varptíma og fari milli varp- og vetrarstöðva og fylgja því ekki endilega hefðbundnum skilgreiningum dagatalsins. Á það einkum við lengd einstakra tímabila. Leitast var við að telja við aðstæður sem væru eins sam- bærilegar og unnt var. Þannig var miðað við að talning færi fram um stórstraumsfjöru þegar því var við komið, og alltaf var staðið eins að talningunni sjálfri. Byrjað var að telja við dælustöðina á Kársnesi (svæði 1), farið kringum voginn og endað skammt frá aðstöðu siglingaklúbbanna í Nauthólsvík. Ekið var á nokkra fasta talningar- punkta og síðan gengið meðfram ströndinni þar sem þess þurfti, s.s. til að sjá staði sem ella hefðu verið í hvarfi. Til talninganna voru bæði notaðir handsjónaukar og öflugir sjónaukar á þrífæti (fjarsjár). Allajafna töldu tveir starfsmenn og voru niðurstöður skráðar jafnóðum. Innsláttur og úrvinnsla gagna fór fram í forritinu Microsoft Excel en við tölfræðigreiningar og myndagerð var notað SigmaPlot 12. Niðurstöður Fjöldi fugla og algengustu fuglategundir í Fossvogi Í 44 talningarferðum voru taldir samtals 10.047 fuglar af 40 tegundum (2. tafla). Þessir fuglar deilast afar misjafnlega milli talningarsvæða. Flesta fugla eða 3.653 var að finna á svæði 4 (Fossvogsleiru), en fæsta eða 240 á svæði 2 (3. tafla). Tólf algengustu fuglategundirnar í Fossvogi nema um 92% af heildarfjöldanum. Æðarfugl (So- materia molissima) er langalgeng- astur en í heildina töldust 3.628 æðarfuglar sem gerir um 36% af heildarfjöldanum (2. tafla). Því til viðbótar töldust 206 æðarungar (dúnungar) sem nemur um 2% í viðbót. Næst á eftir í fjölda koma 1.555 heiðlóur (Pluvialis apricaria) sem gerir um 15% af heildinni og 1.250 tjaldar (Haematopus ostralegus), sem skilar þeim í þriðja sætið með 12% hlutdeild. Fuglategundir sem skipa 4.–12. sæti hafa frá 6% niður í 2% hlutdeild af heildarfjölda fugla. Af 28 fuglategundum sem töldust í þeim 8% sem eftir standa eru m.a. fuglar sem teljast fágætir í Fossvogi, svo sem himbrimi (Gavia immer), flórgoði (Podiceps auritus) og hrafnsönd (Melanitta nigra) (2. tafla). Fjöldi talningarferða / Number of counting tours Árstíð / Season 2008 2009 2010 2011 Alls / Total Sumar / Summer 2 2 2 2 8 Haust / Autumn 6 3 4 2 15 Vetur / Winter 1 6 5 2 14 Vor / Spring 3 2 1 1 7 Alls / Total 12 13 12 7 44 1. tafla. Fjöldi talningarferða á hverri árstíð og heildarfjöldi talninga hvers árs. Sumar er hér skilgreint sem tímabilið 1. júní til 31. júlí, haust er frá 1. ágúst til 31. október, vetur er frá 1. nóvember til 30. apríl og vor er 1. til 31 maí.– Number of counting tours per season and total number of counting tour. Summer is defined as 1st of June – 31st of July, autumn is 1st of August – 31st of October, winter is 1st of November – 30th April and spring is 1st – 31st of May.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.