Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 52
Náttúrufræðingurinn 52 Vindáttarbreytingar Haraldur Ólafsson Í tengslum við dreifingu mengunar frá eldgosum eða öðrum uppsprettum óhreins lofts vaknar sú spurning hvort algengt sé að vindátt breytist mikið og óvænt á Íslandi. Til að varpa ljósi á málið hafa verið skoðaðar vindmælingar á klukkustundarfresti á 10 ára tímabili á Hveravöllum á Kili. Sé aðeins horft til vinds yfir 6,0 m/s (stinningsgola, 4 vindstig) kemur í ljós að vindur snýst tvisvar til gagnstæðrar áttar innan klukkustundar og 47 sinnum, eða í 0,1% tilvika, um meira en 90˚. Hliðstæðar tölur um vind yfir 8,0 m/s eru 0 og 11. Í sjö af þeim ellefu tilvikum var vindáttarbreytingu spáð, enda tengdist hún þá lægðagangi. Í þeim fjórum tilvikum sem eftir standa blés vindur af Hofsjökli eða Langjökli, sem er í samræmi við þá reglu að standi vindur í fjallahæð af fjöllum sé hættara við vindáttarflökti en ella. Í stuttu máli má segja að nái vindur styrk stinningsgolu er afar sjaldgæft að mikil og snögg breyting verði á vindátt og þá sjaldan það gerist er það langoftast fyrirsjáanlegt. 1. mynd. Veðurspákort úr sjónvarpi. Kortið gildir á hádegi 22. nóvember 2012. Hveravellir eru við efri mörk hitatölunnar á miðju landinu (-2). – Weather forecast from TV valid at 12 UTC on 22 November 2012. Hveravellir is situated at the top of the “-2”-label. Ritrýnd grein Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 52–55, 2016 Inngangur Svo háttar til við yfirborð jarðar að vindur er ákaflega breytilegur milli staða og er sá breytileiki mjög háður vindátt. Þannig er jafnan skjól hlémegin við hús og skjólið færist eftir því sem vindátt breytist. Svipað gildir um fjöll, algengt er að vindur leiti meðfram fjöllum og fjallgörðum, en hlémegin fjalla er oft tiltölulega hægur vindur. Það á þó alls ekki alltaf við því að fyrir kemur að það sé í senn bálhvasst og hægviðri þar sem vindur stendur af fjöllum, allt eftir því hvar maður er staddur. Nokkuð hefur verið fjallað um þessa náttúru vindsins í fyrri greinum í Náttúrufræðingnum1,2 og í stuttum þætti í Ríkissjónvarpinu,3 svo dæmi séu nefnd. Það getur því verið nokkurs virði að vita úr hvaða átt vindurinn blæs og hvernig hann hagar sér í ólíkum vindáttum. Flesta daga ræðst vindur yfir Íslandi af loftþrýstisviði við yfirborð jarðar, eða því sem í daglegu tali er oftast kallað hæðir og lægðir. Þá daga sem loftþrýstisviðið er flatt, þ.e. þegar lægðir eru fjarri, ræður breytileiki yfirborðs jarðar og landslag mestu um vinda. Þeir eru þá oftast fremur hægir og heita nöfnum á borð við hafgola og fallvindur. Sagt er frá þess háttar vindum í grein Hálfdánar Ágústssonar o.fl.4 frá 2007), greinar- gerð Trausta Jónssonar5 frá 2002 og víða annars staðar. Slíkir vindar eru undantekningarlítið fremur hægir og verður ekki fjallað um þá hér. Í eldgosum síðustu ára hefur athygli manna beinst að vindáttum og hvernig þær breytast í tíma og rúmi. Í tengslum við mat á útbreiðslu gosmengunar í andrúmslofti, bæði ösku og ekki síður óhollra lofttegunda, hafa vaknað spurningar sem lúta að því hversu oft og hversu snögglega vindar breytast. Meðal almennings þekkist sú skoðun að vindur geti breyst fyrirvaralaust og að jafnan sé allra veðra von. En er það svo? Hér verður leitast við að varpa ljósi á það með skoðun á veðurathugunum. Vitað er að í mjög hægum vindi er vindáttarflökt nokkuð algengt og við þær aðstæður getur mengun

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.