Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 59
59 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Á Brúaröræfum með Kristni J. Albertssyni og fleiri góðum mönnum Við andlát míns gamla félaga, Kristins J. Albertssonar, finn ég með mér þörf til að minnast liðinna daga og því hafa eftir farandi línur ratað á blað. Síðastliðið haust hafði ég spurnir af því að heilsu Kristins hefði skyndi lega hrakað og reyndi ég ítrekað að ná fundi hans. Ég náði því miður aldrei að hitta hann en þar kom þó að við spjölluðum saman í síma all drjúga stund. Í því samtali vildi Kristinn gera sem minnst úr áhyggjum mínum og taldi alveg af og frá að menn gerðu sér rellu út af smámunum. Því var það að talið barst óðara að ein hverju allt öðru. Spjallið barst út um víðan völl og endaði í feiknalegum hláturs - rokum af beggja hálfu – rétt eins og svo oft áður. Og nú er hann allur. Kynni okkar Kristins hófust sumarið 1970 þegar við héldum tveir saman norður í land áleiðis austur á Brúar ör æfi. Farkosturinn var Landroverbifreið, einn þeirra jeppa sem Orkustofnun hafði á leigu við virkjana rannsóknir. Áttu þessir leigujeppar eitt sammerkt: Eftir að bifreiðar þessar höfðu lengi þjónað eigendum sínum vel og dyggilega höfðu þær yfirleitt lifað sitt fegursta blómaskeið þegar Orku stofnun fékk þá til brúkunar. Það tók okkur tvo daga að komast alla leið til Akureyrar enda eitt og annað sem gaf sig á leiðinni. Eftir dag á verk - stæði nyrðra var bíllinn þó talinn fullgóður í slarkið og frá Akureyri héldum við um Mývatns sveit og Möðrudal, því næst til suðurs um öræfin og allt inn að svo nefndu Kreppulóni í Grá gæsadal, skammt frá ármótum Kverkár og Kreppu. Þangað náðum við á fjórða degi. Helstu heimildir um það sem í hönd fór eru dagbókarslitur undirritaðs og veðurbók, enn fremur skýrsla Guttorms Sigbjarnarsonar um viðfangsefni okkar sem var í því fólgið að afla gagna til jarð fræði - korts af há lendinu norðan Vatna jökuls. Náttúrufræðingurinn 86 (1–2), bls. 59–63 , 2016 Á blíðviðrisdegi í Grágæsadal. Talið frá vinstri: Greinarhöfundur, Guttormur Sigbjarnarson, Kristinn Albertsson. Ljósmyndir eru úr safni Kristins, en ljósmyndarar óþekktir.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.