Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 61
61
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
meðal annars komið fyrir í mælabúri sem gengið
var frá eftir kúnstar innar reglum. Mælitækin voru
þurr hitamælir og síritandi hitamælir, enn fremur
síritandi vind hraðamælir og úr komu safn mælir.
Ég áttaði mig á því þegar í stað að tjaldnautur
minn hafði ýmislegt til brunns að bera. Útivist og
fjallaferðir voru meðal hugðarefna hans og er ég ekki
víðs fjarri því að í þeim efnum höfum við náð einkar
vel saman enda þótt aldrei væri ég handgenginn
skátahreyfingunni líkt og hann. Athygli vakti hve
vel Kristinn var að sér um afrek og svaðilfarir
land könnuða fyrri tíðar í heim skautaleiðöngrum
og fróðlegt að spjalla við hann um þau efni öll.
Þá var þessi nýi fé lagi minn glaðsinna, áræðinn
og úrræðagóður og lét hvergi deigan síga. Téðan
Landrover tókum við iðulega til kostanna og öttum
óspart á hvert það forað sem á vegi okkar varð, til
dæmis þegar við beinlínis klifum Fagradalsfjallið
til sýnatöku. Ég minnist þess ekki að okkur hafi
fundist nema sjálfsagt að við bærum okkur að með
þeim hætti. Var enda öllu vænlegra til árangurs en
að slíta sér út við að bera allt það grjót á sjálfum sér
sem ugglaust var um hendis nokkuð og yrði til muna
seinlegra. Bíll þessi nefndist Guðjón okkar á meðal
og var kall merkið í talstöðinni „Ingi tíu sextíu og
fjórir“. Annan jeppa fengum við síðar, Willysjeppa
ættaðan af Héraði, og nefndum aldrei annað en
Umba. Það gat komið sér vel að vera ekki lengur
einbíla – annar gæti þá dregið hinn ef á þyrfti að
halda. Á það reyndi óðar en varði og raunar hvað
eftir annað.
Í þann tíð var allt þess háttar yfirgengilegt bílabrölt
jafnvel talið til marks um garpskap og áræði. Orðið
utan vegaakstur heyrðist aldrei úr munni manna eða
hafði að minnsta kosti ekki öðlast þá merkingu sem
orðið ber í sér nú um stundir – hvað þá að athæfið
vekti mönnum hroll eða ylli viður styggð náttúru -
kera. Um hverfis sinnar höfðu enn ekki látið að sér
kveða að neinu marki hér lendis og Laxár stíflan var
rétt ósprungin þegar við héldum inn á öræfin. Það
má þó segja mælinga mönnum og öðrum slíkum
til afbötunar að ekki gefst allt of rúmur tími til at-
hafna á há lendi Íslands frá því að snjóa leysir og
frost fer loks úr jörðu og þar til allt er komið á kaf í
snjó á nýjan leik. Í slíku samhengi er mönnum því
nokkur vorkunn enda ríður á að komast yfir sem
mest og nýta stuttan tíma til athafna eins og best
verður á kosið. Engan þekki ég sem kann full skil á
öllum þeim slóðum út um hvuppinn og hvappinn
sem mælinga menn hafa skilið eftir sig víðs vegar
um hálendið.
Enda þótt við yngri mennirnir gerðum okkar
besta komumst við aldrei með tærnar þar sem
meistari vor hafði hælana í þessum efnum.
„Guttorma“ nefndum við Kristinn slíkar slóðir sem
virtust á þessum árum spunnar af fingrum fram út
um gervallt hálendi Íslands beggja vegna vatnaskila
og eru hvergi skráðar á landakort – ekki fremur en
kennileiti og örnefni úr okkar eigin smiðju á borð
við „Öxulbrjót“ og „Bræðra pytt“, enda má ætla
að þær mis fellur í landslagi séu nú til allrar guðs
lukku máðar af yfirborði ætt jarðar vorrar eftir nær -
fellt hálfa öld. Ég minnist orða sem Guttormur lét
falla þegar við lögðum leið okkar um Holu hraun og
sund riðum þeim Guðjóni og Umba yfir Jökulsá á
Fjöllum þar sem hún fellur í kvíslum um flæðurnar
undan Dyngjujökli: „Jæja, drengir. Nú höfum við
farið það sem Guð mundur Jónas son hefur aldrei
farið. En hann hafði heldur ekki loftmyndir eins
og við.“
Fagurt var mannlíf þar efra. Er engan veginn
ofmælt að félagar mínir voru snillingar, allir með
tölu. Menn höfðu vísur á hraðbergi og ýmis-
lega sagnaskemmtan – að vísu ekki ávallt ein bert
Setið í festum. Hvað er nú til ráða? Norðan undir Álftadalsdyngju á leið til byggða.