Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 62
Náttúrufræðingurinn
62
guðsorð, en kom þó hvergi að sök. Menn létu allt
fjúka, hvort sem var í bundnu eða lausu, en ætíð
ríkti ofar öllu öðru samheldni og eindrægni í okkar
litla, einangraða sam fé lagi.
Öræfakyrrðinni þarf tæpast að lýsa fyrir þeim sem
kynnst hafa. Öðru hverju létu heimilis fastir íbúar
Kreppulóns, há vellur, álftir og gæsir, til sín heyra. Þá
mátti oft heyra allt að því taktfastan slátt í stagi eða
vind þjóta við tjaldskör eða það hljóð sem verður
þegar regn hryðjur eða hagl él ganga yfir svo bylur
í tjald dúknum. Hráslagalegt hríðarveður og gnauð
vinda í ómælis víðáttu öræfanna er í ein hvers konar
notalegu ósamræmi við ylinn og ör yggið inni fyrir
– undir að vísu næfurþunnum tjald himni. Okkur
var einskis vant og undum eins og blómi í eggi við
þann aðbúnað sem kostur var á. Öll að föng fluttum
við með okkur úr byggð en fyrir kom að við legðum
okkur til munns væna fjalla bleikju úr Kreppu lóni.
Fyrst í stað freistuðum við þess að geyma vistir í
fönnum og sköflum en ekki gekk allt of vel að halda
mat vælum nógu köldum til lang frama með þeim
hætti. Því var það að menn opnuðu æ fleiri niður -
suðudósir sem lengra leið á úthaldið. Samskipti við
umheiminn fóru fram um tal stöð, yfir leitt gegnum
Seyðisfjarðarradíó. Ég man að útvarpssendingar
náðust illa, nema hvað mis daufur ómur barst öðru
hverju á ljósvakanum með tilheyrandi snarki og
skruðningum frá Radio Luxemburg. Þetta var sjó -
ræningja stöð í Norðursjónum sem sendi út það sem
hæst bar í breskri harktónlist.
Dygga bandamenn eignuðumst við beggja vegna
Möðrudalsöræfa og koma í hugann Bragi á Gríms -
stöðum og Hákon heitinn Aðalsteinsson. Þá kom
fyrir að við nutum gestrisni Jóns Stefáns sonar í
Möðru dal sem sá meðal annars ástæðu til að sýna
okkur fram á skaðsemi reykinga. Kirkja hans væri
til marks um það hverju menn fengju áorkað ef
þeir sólunduðu ekki fjár munum sínum í tóbak
eða aðra óráð síu. Jón lagði sig einnig fram um að
kynna okkur tón menntir og verður það ætíð með
öllu ógleymanlegt.
Þá lögðum við stöku sinnum leið okkar í byggð
og sóttum heim félaga okkar í Fljótsdal. Elsa heitin
Vil mundar dóttir, jarðfræðingur, sat þá í sæmd sinni
að Skriðuklaustri en undirsátar hennar byggðu
eins konar annexíu í fé lags heimilinu Végarði. Þar
svaf starfslið Elsu í flatsæng á leiksviði hússins
en gögnum og búnaði var komið fyrir í sjálfum
samkomusalnum. Í Vé garði hafði einnig aðsetur
mælinga flokkur sem laut forystu Gunnars heitins
Þor bergs sonar. Það orð fór af Gunnari að hann væri
fremur fá talaður en menn höfðu stöku sinnum eftir
honum eitt og annað sem hann átti til að læða út
úr sér.
Brunaboða hafði verið komið fyrir við nátt ból
Végerðinga. Kyndi klefi var í kjallaranum undir
sviðinu. Var bundið firnalangt snæri við olíu-
brennarann í neðra en síðan leiddu menn spottann
alla leið úr kjallaranum upp á sviðið og smeygðu
yfir rennibraut þá sem ætluð var til þess að hengja
á leiktjöld eða því umlíkt. Loks var blikkfata hengd
neðan í snærisspottann og fyllt með grjóti og
rör bútum eða því sem pípu lagningamenn kalla
„fittings“. Búnaðinum var ætlað að virka með þeim
hætti að ef eldur yrði laus í kyndiklefanum brynni
snærið í sundur. Við það skylli fatan lóðbeint niður
á leik sviðið með til heyrandi fyrirgangi og vekti
menn af værum blundi.
Einhverju sinni þegar við Kristinn komum
í Végarð stóð hugur okkar öðru fremur til þess
að bæta okkur upp allan þann gleð skap sem við
þóttumst hafa farið varhluta af í fásinni og ein-
Tjaldbúðirnar í Grágæsadal um miðjan júlí að afstöðnu hreti.Kristinn Albertsson og greinarhöfundur. Við sváfum í vinstra
tjaldinu og þar glittir í tvo svonefnda bretabedda – hægra megin
tjald sem gegndi hlutverki eldhúss og matstofu.