Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef verið að dunda mérvið þetta í þrjú ár, þetta erfrá hinum ýmsu stöðum álandinu og það var mis- jafnlega erfitt að komast að þeim til að mynda frá sama sjónarhorni og langafi gerði,“ segir Kjartan Örn Júl- íusson sem opnar sýningu á morgun á tuttugu og einu pari af ljósmyndum en í hverju pari eru myndirnar teknar með áttatíu ára millibili af sama staðnum. Eldri myndirnar tók langafi hans, Björn M. Arnórsson, á árunum milli 1930 og 1940, en nýju myndirnar tók Kjartan á árunum 2012 til 2015. „Ég reyndi að fara í nákvæm- lega sömu fótspor og langafi og standa á sama stað og hann þegar ég smellti af. En hann þurfti að leggja meira á sig en ég til að komast á suma staðina, því ekki var búið að leggja vegi að þeim öllum þegar hann var þar á ferð. Hann þurfti stundum að fara á hestum yfir ófær- ur þar sem ég gat ekið á bíl, til dæm- is til að komast að Slæðufossi, sem er á hálendinu ekki langt frá Kára- hnjúkum. Hann hefur líka haft þó nokkuð fyrir því að komast að Svarta- fossi í Skaftafelli, því þá var Skeiðará óbrúuð.“ Gjótur og árás frá flugum Þrátt fyrir framfarir í vegagerð þá komst Kjartan ekki alltaf hjá því að fara fótgangandi til að nálgast myndefnið. „Þegar ég fór að mynda Foss í Ljótunnará í Fáskrúðsfirði, þá þurfti ég að ganga þó nokkurn spöl þar sem voru margar gjótur að varast og á þessari leið varð ég fyrir árás stórra flugna,“ segir hann og hlær. „En mesta vesenið var að taka mynd af Þrífyssu á Snæfellsnesi, þá þurfti ég líka að ganga góðan spöl og stökkva yfir marga læki. Einnig var þó nokkuð vesen að taka mynd af Bankastræti þar sem langafi mynd- aði loftfarið Zeppelin fljúgandi yfir. Ég hafði mikið fyrir því að finna réttu svalirnar sem hann hafði staðið á til að taka myndina og ég beið eftir flug- degi á Reykjavíkurflugvelli til að fá þotu frá Icelandair inn á mína mynd á svipuðum stað á himninum og Zep- pelin var á mynd langafa. En stund- um voru þetta miklar gæðastundir, til dæmis þegar ég fór um miðja nótt að mynda Geysi, stemmningin var ein- stök og ekki sála á ferli á hverasvæð- inu, en vissulega hafði ég ekki mögu- leika á að ná gosmynd af gamla Geysi eins og langafi gerði,“ segir Kjartan og bætir við að gaman sé að bera saman myndirnar og sjá hvað hefur breyst, bæði í byggingum og náttúru. „Á Reykjavíkurmyndunum er til dæmis engin Hallgrímskirkja og ekk- ert Ráðhús.“ Langamma sýndi biðlund Kjartan segir að ljósmynda- áhuginn liggi í ættinni því ekki aðeins hafi Björn langafi hans verið áhuga- ljósmyndari, heldur líka bróðir Í fótspor langafa með myndavélina Ísland fyrr og nú, er yfirskrift ljósmyndasýningar Kjartans, þar sem hann sýnir 21 par af myndum sem teknar eru af sama stað með 80 ára millibili. Morgunblaðið/Eggert Áhugaljósmyndari Kjartan nýtur þess að leika sér með myndavélina. Björn M. Arnórsson Reykjavíkurtjörn Á þessari mynd Kjartans er Ráðhúsið komið ofan í tjörnina og Hallgrímskirkja er risin, en á mynd Björns er hvorugt að finna. Bílarnir hafa heldur betur breyst á 80 árum. Ég verð að játa mig sigraða.Þið höfðuð rétt fyrir ykk-ur. Þið bumbupotarar ogbumbukáfarar þarna úti. Ég geri mér alveg grein fyrir að ég er ekki fastur penni í þessum heimi en ég bara verð að fylgja eftir síðustu pæl- ingum, sem snerust jú um sívaxandi bumbuna framan á mér, nú eru aðeins fimm vikur í settan dag. Síðast var ég að skammast (mjög settlega samt) út í fólk sem var að segja mér, oftast með góðlátlegum hætti, hvað ég væri orðin stór og hvort þetta væru nú ekki bara tvíburar? Ég er enn alveg viss í minni sök um að ég beri „bara“ eitt barn undir belti, en samkvæmt síðustu skoðun hjá ljósmóður þá er bumban að skora ansi hátt í öll- um mælingum, þrátt fyrir hestaheilsu verðandi móð- urinnar. Ólíkt venjulegu fólki sem fer í vaxtar- sónar þar sem barnið er enn þá aðeins of lítið og krúttlegt, þá erum við foreldr- arnir á leið í vaxt- arsónar til að sjá hversu stór drengurinn er orðinn. Á þessum átta árum sem við parið höfum verið saman höf- um við reyndar reglulega fengið að heyra það hvað börnin okkar verði stór, þar sem samanlögð hæð okkar er jú vel yfir meðallagi og ég hef ítrekað fengið „Vá ég vorkenni þér“ svipinn frá kvenþjóðinni þegar kemur að fæðingartali. Nú er hins vegar of seint að hætta við og ég ætla mér að koma þessu barni í heiminn, sama hversu stór hann verður. Kvenlík- aminn er jú magnað fyrirbæri og fyrst amma mín heitin gat komið níu börnum í heiminn þá get ég þetta. Það sem átti að vera hughreysting frá föður mínum vakti hins vegar upp smá hræðslu þegar hann sagði mér að hann hefði nú ekki verið nema í kringum 20 merkur, á meðan yngsti bróðirinn var sko 23! Sem betur fer hefur stærð- fræði aldrei verið mín sterka hlið og ég hef aldrei þurft að nota merkur. Ég ætla því bara að halda mig við jógaplanið og anda þessu barni í heiminn. Namaste. »Ólíkt venjulegu fólkisem fer í vaxtarsónar þar sem barnið er enn þá aðeins of lítið og krúttlegt þá erum við foreldrarnir á leið í vaxtarsónar til að sjá hversu stór drengurinn er orðinn. Heimur Erlu Maríu Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Verð frá 469.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.