Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 1
 Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu vann ævintýralegan sigur á Finnum, 3:2, í undankeppni heims- meistaramótsins á Laugardalsvelli í gærkvöld eftir að hafa verið marki undir þegar uppbótartími var að hefjast. Ísland og Króatía eru efst í riðlinum og Ísland mætir Tyrklandi á sunnudagskvöld. » Íþróttir Ótrúlegur endir og sigur gegn Finnum Morgunblaðið/Golli F Ö S T U D A G U R 7. O K T Ó B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  235. tölublað  104. árgangur  NÝJUSTU STRAUMAR Í TÍSKUNNI FRELSISTIL- FINNING AÐ VERA KARL 32 SÍÐNA BLAÐAUKI HANNES OG SMÁRI 38 „Það hefur tekið mannkynið hálfa öld að bregðast við þessari yfirvofandi ógn. Ógn sem nú er komin vel á veg og óhætt að segja að skollið sé á hættuástand. Langt er liðið á leikinn, þann- ig að við erum í kapphlaupi við tímann. Parísarsáttmálinn er vitaskuld risastórt skref en hann hefur ekki leyst vandann enn þá. Ásetningurinn er góður en nú ríður á að fylgja honum eft- ir,“ segir þýski haf- og loftslagsfræðingurinn Stefan Rahmstorf um hlýnun jarðar en hann verður meðal frummælenda á ráð- stefnunni Hringborð norðurslóða, sem sett verður í Hörpu í dag. Meðal þeirra sem reynt hafa hlýnun jarðar á eigin skinni eru íbúar á freðmýrum Síberíu sem Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sótti heim í tvígang fyrr á þessu ári. Hermt er af ferðum hans í blaðaukanum Blikur á lofti sem fylgdi Morg- unblaðinu í gær. Túndran er að bráðna og meðal vandamála sem innfæddir, Nenenar, glíma við þessi misserin af þeim sök- um er miltisbrandsfaraldur og til stendur að slátra 250 þúsund hreindýrum á árinu vegna bakteríusýkingarinnar sem komið hefur undan frostinu, að sögn Siberian Times. Meðal gesta á Hringborði norðurslóða verður Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. orri@mbl.is Hlýnun jarðar farin að segja til sín á freðmýrum Síberíu Morgunblaðið/RAX Anna Lilja Þórisdóttir Kristján H. Johannessen Sjálfstæðisflokkurinn fær 26% at- kvæða í komandi alþingiskosning- um, Píratar 20% og Vinstri græn 17% samkvæmt nýrri könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla Ís- lands, sem unnin var fyrir Morgun- blaðið dagana 23. september til 5. október síðastliðinn. Viðreisn fær 12% atkvæða, Fram- sóknarflokkurinn 10% og Samfylk- ingin 6%. Björt framtíð mælist með 4% fylgi og næði samkvæmt því eng- um manni á þing. Formaðurinn færi ekki inn Þegar rýnt er í tölur eftir kjör- dæmum kemur m.a. í ljós að Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylk- ingarinnar og oddviti flokksins í Suð- urkjördæmi, kæmist, samkvæmt könnuninni, ekki inn á þing. Sjálfstæðisflokkur fengi 26% atkvæða  Á eftir fylgja Píratar með 20% og Vinstri græn með 17% Fylgi flokkanna D P V C B S A F E 19,8% 16,5% 11,7% 6,3% 3,2% 2,2% 4,1% 9,7% 26% MFormaður Samfylkingar...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.