Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 35
Hallgrímur var formaður unglingaráðs ÍA í nokkur ár og bad- mintonþjálfari á Akranesi í áraraðir. Hann var Akranesmeistari í bad- minton nokkrum sinnum, hefur tek- ið þátt í félagsstarfi frímúrara frá 1964 og hefur verið virkur félagi í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Hallgrímur hefur ávallt haft mik- inn áhuga á söng og íþróttum. Hann byrjaði að syngja með karlakórnum Svönum 18 ára, hjá Geirlaugi, bróð- ur sínum, sem stjórnaði kórnum. Karlakórinn Svanir starfar á Akra- nesi í dag og syngur Hallgrímur þar enn með félögum sínum. Hann söng með Karlakór Reykjavíkur um 10 ára skeið, Skagfirsku söngsveitinni í Reykjavík, kirkjukór Akraness og kirkjukór Saurbæjar- og Innra- Hólmskirkju. Hann fór í kórferðir innan- og utanlands, m.a. til Ísraels, Egyptalands, Kanada, Þýskalands, Austurríkis og Færeyja. Hallgrímur hefur alla tíð verið jafnaðarmaður og haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Hann stundaði stangveiði um árabil, einkum í Fá- skrúð og Haukadalsá. Þá hefur hann verið liðtækur bridsspilari allt fram á þennan dag. Fjölskylda Eiginkona Hallgríms er Sigur- björg Halldórsdóttir, f. 20.8. 1941, hjúkrunarforstjóri. Foreldrar henn- ar voru Halldór Benjamín Jörgens- son, f. 24.6. 1911, d. 25.3. 1988, húsa- smíðameistari og útfararstjóri á Akranesi, og Steinunn Ingimars- dóttir, f. 19.5. 1917, d. 26.9. 1962, húsfreyja. Börn Hallgríms og Sigurbjargar eru 1) Halldór Benjamín, f. 26.4. 1959, húsasmíðameistari á Akranesi en kona hans er Guðrún Hróðmars- dóttir og eru barnabörnin Hróðmar, f. 1983, Sigurbjörg, f. 1987, og Hilm- ar, f. 1999; 2) Harpa, f. 9.6. 1962, kokkur í Guðbrandsdal í Noregi en maður hennar er Kristinn Ólason og eru barnabörnin Hallgrímur Viðar, f. 1979, Hallsteinn, f. 1983, og Ásta, f. 1989; 3) Steinunn, f. 31.1. 1967, starfsmaður í Fjöliðjunni á Akranesi og er sonur hennar Ingibergur, f. 2003; 4) Árni Þór, f. 10.3. 1968, bad- mintonþjálfari hjá TBR í Reykjavík og eru börn hans Jóhann Páll, f. 1990, María, f. 1993, Sigríður, f. 1996, og Sigurbjörg, f. 2006. Lang- afabörnin eru 11 talsins. Systkini Hallgríms: Einar, f. 23.12. 1921, d. 8.11. 2000, málara- meistari á Akranesi; Sigurður, f. 24.7. 1923, d. 14.5. 1999, forstjóri í Reykjavík; Þuríður, f. 24.3. 1925, d. 18.1. 1989, húsfreyja á Akranesi; Geirlaugur Kristján, f. 24.8. 1926, d. 13.7. 1981, hárskerameistari á Akra- nesi og organisti í Árbæjarsókn í Reykjavík; Árni Þórir, f. 27.4. 1930, d. 5.5. 2003, vélsmíðameistari í Bandaríkjunum og í Reykjavík; Hreinn, f. 30.8. 1931, d. 12.9. 2007, málarameistari í Reykjavík; Rut, f. 19.1. 1939, húsfreyja og kaupmaður í Reykjavík; Margrét Ósk, f. 6.2. 1944, ritari í Reykjavík; Svanhvít, f. 21.6. 1947, ritari í Hafnarfirði, og Fjóla Kristín, f. 31.3. 1956, textílhönnuður og húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Hallgríms voru Árni Björgvin Sigurðsson, f. 23.7. 1895, d. 19.6. 1968, bakari, málari og rakari á Akranesi og hafði meistararéttindi í öllum þessum greinum, auk þess kaupmaður, síðast í Reykjavík, og Þóra Einarsdóttir, f. 20.7. 1898, d. 7.6. 1939, húsfreyja á Akranesi. Fósturmóðir Hallgríms var Vikt- oría Markúsdóttir frá Þykkvabæ, f. 2.8. 1912, d. 13.7. 1996, húsfreyja á Akranesi og í Reykjavík. Hallgrímur heldur upp á afmælið sunnudaginn 9.10. í Feban-salnum, Kirkjubraut 40 á Akranesi, kl. 15-18. Afmælisbarnið afþakkar gjafir en baukur verður á staðnum til styrkt- ar góðu málefni. Hallgrímur vonast til að vinir og vandamenn fagni með honum í tilefni dagsins. Úr frændgarði Hallgríms Viðars Árnasonar Hallgrímur Viðar Árnason Þóra Jónsdóttir húsfr. á Akranesi Kristján Símonarson skipstj. og hreppsn.m. á Akranesi Geirlaug Kristjánsdóttir húsfr. á Akranesi Einar Ásgeirsson Möller b. á Akranesi Þóra Einarsdóttir húsfr. á Akranesi Petrína Regína Rist húsfr. á Geldingaá Ásgeir K. Möller silfursm. og b. á Geldingaá og Læk Þuríður Árnadóttir húsfr. á Akranesi Pálína Sigurðardóttir húsfr. á Akranesi Petrína Regína Rist Einarsdóttir Jóhann Pétur Jakob Rist b. í Botni í Eyjafirði Elín Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Geirlaugur Árnason rakari á Akranesi og í Rvík Hörður Geirlaugsson fyrrv. starfsm. Sements- verksmiðju ríkisins Guðni Már Harðarson prestur í Linda- kirkju Matthías Hallgrímsson knattspyrnumaður Sigþóra Karlsdóttir húsfr. á Akranesi Páll Friðriksson Lárus J. Rist sund- og fimleika- kennari á Akureyri Guðbjartur Þorleifsson gullsmiður og listmálari Karl Þórðar knattspyrnu- maður á Akranesi Stefán Jóhann Pálsson Sigurjón Rist vatnamælingam. Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona Rannveig Rist forstj. Kári Geirlaugsson forstjóri í Garðabæ Rannveig og Erla Björg Káradætur söngkonur Ragnheiður Ísleifsdóttir húsfr. á Innra-Hólmi Árni Þorvaldsson útvegsb. á Innra-Hólmi Þuríður Árnadóttir húsfr. á Eystri-Rein Sigurður Jónsson trésmiður á Eystri-Rein í Innri-Akraneshreppi Árni Björgvin Sigurðsson bakari, málari og rakari á Akranesi Valgerður Eyjólfsdóttir húsfr. á Eystri-Rein Jón Jónsson b. á Eystri-Rein ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Ásgeir Þorsteinsson fæddist7.10. 1898 og ólst þar upp.Hann var sonur Þorsteins Jónssonar, járnsmiðs í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Bjarnadóttur hús- freyju. Föðurforeldar Ásgeirs voru Jón Jónsson, sjómaður í Reykjavík, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir hús- freyja, en móðurforeldrar hans voru Bjarni Kolbeinsson, útvegsbóndi í Bakkakoti á Seltjarnarnesi, og Margrét Illugadóttir húsfreyja. Eiginkona Ásgeirs var Elín Jó- hanna Guðrún Hafstein, dóttir Hannesar Hafstein, skálds og ráð- herrra, og k.h., Ragnheiðar Stef- ánsdóttur Thordersen húsfreyju. Ásgeir og Elín Jóhanna Guðrún eignuðust fjögur börn, Sigríði lög- mann, Þorstein sem lést í barnæsku, Ragnheiði Guðrúnu sjúkraliða og Þorstein Ásgeir tækjavörð. Ásgeir lauk stúdentsprófi frá MR 1917 og prófi í efnaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1924. Ásgeir var fulltrúi hjá Samtrygg- ingu íslenskra botnvörpunga 1924- 25 og forstjóri fyrirtækisins 1925-69. Hann var mikill frumkvöðull í nú- tíma lýsisvinnslu, vann að stofnun Lýsissamlags íslenskra botnvör- punga 1929 og var síðan fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis til 1969. Hann vann að endurbótum á lýsisvinnslu, m.a. með nýrri gerð bræðslukers, lýsisskilvindu og tæt- ara 1930-35, setti upp kaldhreins- unarstöð Lýsissamlagsins 1933, herslustöð 1948 og vítamínvinnslu árið 1954. Þá fékk hann einkaleyfi á aðferð til að vinna lýsi úr lifur með lútarverkun 1940. Ásgeir var fulltrúi vinnuveitenda í slysatryggingu ríkisins 1927-69, sat í Rannsóknarráði ríkisins 1939-65, sat í stjórn Stríðstrygginga íslenskra skipshafna sem síðar urðu Íslenskar endurtryggingar, 1939-69 og var ræðismaður Tékkóslóvakíu á ár- unum 1929-45. Ásgeir var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Ásgeir lést 1.1. 1971. Merkir Íslendingar Ásgeir Þorsteinsson 90 ára Anna Jensína Olsen Ásta Kristín Þorleifsdóttir Guðrún Guðlaugsdóttir 85 ára Anna Ólína Jóhannesdóttir Gunnar Sveinbjörn Jónsson Jóna S. Kristjánsdóttir Rúdólf Pálsson Soffía H. Friðriksdóttir Þórdís Halldórsdóttir 80 ára Guðlaug D. Jónsdóttir Gunnlaug H. Kristjánsdóttir Sjöfn Friðriksdóttir Sonja Diego 75 ára Gísli Magnússon Hanný Inga Karlsdóttir Hrönn Hjaltadóttir Jóhann Örn Guðmundsson Kristinn Egilsson 70 ára Bjarnfríður Gunnarsdóttir Helgi Helgason Hildur Rúna Hauksdóttir Hólmfríður Steinþórsdóttir Ólafur Frederiksen Sigurður Ólafsson 60 ára Albina Lucun Áslaug Jóhannsdóttir Benedikt Benediktsson Björg Óskarsdóttir Brynjar Guðmundsson Elísabet Ingvarsdóttir Guðfinna Gústavsdóttir Guðrún Ásta Kristjánsdóttir Hannes Kristinsson Ingólfur K. Þorsteinsson Jóhann Ríkharðsson Jóhann Vilhjálmur Ólason Jóna Ólafía Sigurvinsdóttir Ragnhildur Gísladóttir Róbert Þór Guðbjörnsson Rúnar Þór Bjarnason Sigrún Jóna Héðinsdóttir 50 ára Andrea Sigurðardóttir Baldvin Þór Baldvinsson Björg Kristín Gísladóttir Gísli Már Vilhjálmsson Guðmundur S. Ólafsson Guðrún Á. Ásmundsdóttir Hjördís Björk Magnúsdóttir Hreiðar Hreiðarsson Ólína Þóra Friðriksdóttir Ómar Guðmundsson Stefano Caputi 40 ára Aldís Stefánsdóttir Árni Martin Guðlaugsson Berglind Guðmundsdóttir Ellen Dóra Guðbjargardóttir Eydís Bjarnadóttir Hera Elfarsdóttir Íris Tosti Kári Geirsson Kolbrún Jóhannsdóttir Sigríður H. Magnúsdóttir Vífill Prunner 30 ára Arnar Steinn Ólafsson Aron Þór Hjartarson Atli Rútur Þorsteinsson Davíð Örn Hallgrímsson Elísa Einarsdóttir Guðbrandur Jóhannesson Gunnar Már Elíasson Gunnar Nielsen Hallur Ingi Hallsson Ian Phillip McDonald Ingibjörg Karlsdóttir Ingunn Sif Höskuldsdóttir Stefanía B. Ólafsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Theódór ólst upp í Kópavogi og á Siglufirði, býr í Reykjavík, lauk próf- um í matreiðslu frá MK og er yfirkokkur á Burro sem opnar eftir tvær vikur í Veltusundi í Reykjavík. Foreldrar: Árni Frey- steinsson, f. 1966, fram- kvæmdastjóri eigin fyrir- tækis og verktaki, og Hrafnhildur Theodórs- dóttir, f. 1969, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra leikara. Theódór Árnason 30 ára Jóna Sigríður ólst upp í Hafnarfirði, býr þar og rekur snyrtistofuna Carita Snyrtingu. Maki: Ragnar Böðvars- son, f. 1986, starfsmaður hjá Trefjum. Börn: Böðvar Snær Ragnarsson, f. 2007, og Aðalheiður Viktoría Ragn- arsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Aðalheiður Birgisdóttir, f. 1959, og Angantýr Agnarsson, f. 1957. Jóna Sigríður Angantýsdóttir 30 ára Jenný ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í viðskiptafræði og starfar hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Maki: Hrafn Davíðsson, f. 1984, verkfræðingur hjá Össuri. Synir: Hinrik Aron, f. 2010, og Elías Davíð, f. 2014. Foreldrar: María Hlín Sig- urðardóttir, f. 1964, og Jóhann Eyfjörð Hreiðars- son, f. 1954. Jenný Ýr Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.