Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 29
tillögur hans eru í dag orðnar að veruleika eða verið að inn- leiða. Gylfi var glaðlyndur og góð- hjartaður en gat samt tekið á erfiðum málum sem ganga þurfti í en það var ávallt gert af sanngirni og réttsýni. Sam- félagsmál voru honum hugleikin og var hann virkur þátttakandi í stjórnmálum. Áttum við oft gott spjall um mál hugleikin honum hvort sem var fjölskyldan, Austfirðir og sérstaklega Héraðið, og jafnvel stundum Framsóknarflokkur- inn. Skemmtilegast var að heyra hann segja frá ævintýr- um og áformum dætranna því hann var afar stoltur af þeim. Æskuminningar frá Egilsstöð- um og Menntaskólanum á Ak- ureyri fannst honum skemmti- legt að rifja upp. Það var gott að hafa Gylfa sér við hlið við stjórnun sviðsins en hann var bæði áreiðanlegur og yfirvegaður. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og yfirborðsmennska var honum ekki að skapi en kunni best við einlægni og ein- drægni. Fjölskyldan var honum alltaf hjartfólgin og greinilega mik- ilvægust og augljóst í veikind- unum að það var gagnkvæmt. Við starfsfélagar og vinir ræddum oft af aðdáun um æðruleysi þeirra og samheldni í baráttu þeirra. Eftir snarpa glímu við illvíg- an sjúkdóm, sem Gylfi vissi frá upphafi hvert mundi leiða, er hugur okkar hjá ástvinum hans sem staðið hafa í ströngu, Önnu Maríu og dætrunum. Ég sendi þeim fyrir hönd Há- skóla Íslands innilegar samúð- arkveðjur. Að leiðarlokum þakka ég fyr- ir samfylgd og samstarf við Guðmund Gylfa og óska þess að góður maður fái að hvíla í friði. Hilmar Bragi Janusson, sviðsforseti verkfræði-bog náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands Við kveðjum í dag kæran samstarfsfélaga, Guðmund Gylfa, eða Gylfa eins og hann var kallaður. Gylfi var mjög vel liðinn á sínum vinnustað og átt- um við góðar stundir með hon- um frá því hann hóf störf hjá verkfræði- og náttúruvísinda- sviði Háskóla Íslands árið 2011. Gylfi okkar var góður sam- starfsmaður, hlýr, glaðlyndur og hnyttinn og munum við sakna hans sárt. Það tók á að fylgjast með baráttu hans síð- ustu mánuðina en hann tókst á við sína erfiðleika með sæmd og reisn. Það sem einkenndi hann í hópnum okkar var hversu mikill fjölskyldumaður hann var. Það kom greinilega fram í því hvernig hann talaði um sína nánustu. Það var eftirtektarvert hversu fallega hann sagði frá stelpunum sínum og eiginkonu. Einnig mátti greina breytingu í rödd hans þegar hann ræddi við þær í síma. Hann var mjög skilningsrík- ur yfirmaður og sýndi stuðning í verki þegar það kom að fjöl- skylduhögum okkar hinna auk þess sem hann sýndi fjölskyld- um og börnum okkar mikinn áhuga. Hann bauð fjármálahóp sínum í sumarbústaðinn sinn og leiddi hópinn stoltur í gegnum svæðið, lét hann marsera heim að fánastöng og fjörið endaði með brennu fyrir krakkana. Þótti starfsmönnum mjög vænt um þessa stund með honum. Hann studdi og hvatti einnig starfsmenn sína til náms og er- um við honum ævinlega þakk- látt fyrir svigrúmið og hvatn- inguna. Áhugi Gylfa á stjórnmálum og þjóðlífi var alltaf skemmti- legt umræðuefni en hann hafði unun af því að fara yfir mál líð- andi stundar, var vel lesinn og nokkuð einarður í skoðunum sem bauð upp á fjörug skoð- anaskipti. Hann sýndi rann- sóknum og starfsemi sviðsins mikinn áhuga og átti auðvelt með að setja sig inn í rann- sóknir einstakra starfsmanna til að fylgjast með framgangi þeirra en það er grunnurinn að góðu samstarfi innan skólans. Aukinheldur þótti honum af- ar skemmtilegt að útbúa ýmiss konar góðgæti fyrir samstarfs- félaga sína og kom gjarnan með hjónabandssælu fyrir hina að bragða á. Voru þær stundir okkur mjög eftirminnilegar. Til að mynda þótti okkur við hæfi að gæða okkur á hjónabands- sælu eftir kyrrðarstund þar sem við minntumst hans í okkar nánasta hópi. Gylfi var vel gefinn og vand- aður maður með hjartað á rétt- um stað. Við viljum senda fjölskyldu hans Guðmundar Gylfa innileg- ar samúðarkveðjur og hlýhug. Góðum mönnum gefin var sú glögga eftirtekt. Að finna líka fegurð þar, sem flest er hversdagslegt. (Jóhanna Kristjánsdóttir) Hvíl í friði, elsku Gylfi okkar. Fyrir hönd allra starfsmanna verkfræði- og náttúruvísinda- sviðs Háskóla Íslands, Íris Davíðsdóttir. Vinur minn, Guðmundur Gylfi, hefur nú kvatt þessa jarð- vist eftir snarpa og hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við vorum aðeins smápattar austur á Egilsstöðum þegar vináttuböndin voru hnýtt. Sam- gangur á milli heimila okkar var jafnan mikill enda störfuðu feður okkar beggja við kennslu og mæður okkar voru góðar vinkonur. Egilsstaðir eru í minningunni eins og paradís á jörð. Veðurfar með eindæmum gott á sumrin, stillt og hlýtt og ilmurinn frá skóginum yndislegur en þangað fórum við oft. Óskipulögð leik- svæði voru víða og því drauma- staðir fyrir krakka. Þarna lék- um við okkur. Stundum var tuðrum sparkað en oftar lékum við okkur í bílaleikjum og öðr- um rólegum leikjum tveir sam- an. Við áttum talsvert safn af Bambula-vöru- og kranabílum sem við gleymdum okkur yfir. Þá smíðuðum við okkur sverð og skildi og tókum oft þátt í skylmingum úti á Gálgakletti með hinum strákunum í þorp- inu. Á veturna var meira um innileiki enda oft erfitt að vera úti vegna kulda og snjóa. Þetta voru dásamlegir tímar. Auðvitað gerðum við okkar prakkarastrik eins og aðrir drengir. Minnisstætt er þegar við vorum varla meira en sex til sjö ára og smíðuðum okkur reykpípu úr koparröri og kork- tappa. Hana varð að prófa og nöppuðum við okkur smá Prins- Albert-tóbaki frá föður mínum og kveiktum í rétt ofan við þorpið. Og tvö lítil hjörtu slógu ört, einkum þegar við sáum mæður okkar koma arkandi í átt til okkar. Þá var hlaupið og pípan falin í sprungu í Þver- klettum. Þær sáu ekki athæfi okkar og það voru því tveir hróðugir og lífsreyndir menn sem gengu heim. Vináttuböndin voru enn frek- ar treyst á fullorðinsárunum og áttum við margar samveru- stundir og mörg trúnaðarsam- tölin hvort heldur heima hjá öðrum hvorum okkar eða í öku- ferðum. Gylfi var alla tíð traustur, úr- ræðagóður og hjálpsamur vinur. Það reyndi ég oft og ekki síst eftir að við Erna fórum að byggja okkur sumarbústað stutt frá bústað þeirra Önnu og Gylfa. Hann fylgdist með af miklum áhuga og var alltaf tilbúinn til að gefa góð ráð og rétta hjálparhönd þegar færi gafst til. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Anna María, Arndís Jóna og Kristín Anna. Missir ykkar er mikill en minningar um traustan og góðan eigin- mann og föður munu hugga ykkur í sorginni. Við hjónin minnumst kærs vinar með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir allt og allt. Steinarr Þór. Í annað sinn í sömu viku kveðjum við félaga okkar úr 6.X í Menntaskólanum á Akureyri 1977, að þessu sinni Guðmund Gylfa Guðmundsson. Hann greindist með MND-sjúkdóm- inn sem hafði hann undir á að- eins 15 mánuðum. Sveitarstjórasonurinn frá Eg- ilsstöðum, Guðmundur Gylfi, upp vaxinn og vel nærður í garði Framsóknar á Héraði, varð hvers manns hugljúfi frá fyrsta degi í menntaskóla. Hann var þéttur á velli, hávaxinn og þrekinn og talaði hægt og af yf- irvegun. Hann var traustvekj- andi, geðgóður og hlýr og var af þeim sökum stundum kallaður Bangsi á menntaskólaárum. Ekki var hávaðinn eða lætin í honum, en hann var engin rola og læddist ekki með veggjum. Þvert á móti var hann virkur í félagslífinu og uppátækjum bekkjarfélaganna, var um tíma í ritstjórn skólablaðsins Munins og tók þátt í pólitísku starfi. Gylfi hélt sig utarlega á vinstri vængnum í pólitíkinni og reglulega sást til hans, norpandi í frosti og kulda um hávetur að selja Stéttabaráttuna í miðbæ Akureyrar. Stjórnmálaáhuginn fylgdi honum alla tíð þó að hann flytti sig nær miðjunni í pólitík- inni með árunum eins og fleiri róttækir ungir menn og skilaði sér að lokum í faðm Framsókn- ar. Trúr sínum lífsskoðunum hélt hann síðar til náms í Sví- þjóð þar sem hann lærði hag- fræði. Gylfi var íhugull maður og átti það til að vera dálítið utan við sig. Þá duttu stundum upp úr honum óborganlegar athuga- semdir og setningar sem vöktu hlátur og gleði viðstaddra. Ein slík var þegar hann sagði upp úr eins manns hljóði í miðri kennslustund við einn kennara okkar, sem alltaf hafði skartað mjög fínlegu yfirskeggi: „Nei heyrðu! Aldrei hef ég nú tekið eftir því að þú sért með skegg!“ Bekkurinn emjaði af hlátri og kennarinn hló með, enda var þetta greinilega sagt í fyllstu einlægni og ekki ætlunin að særa neinn. Þannig var Gylfi, hrekklaus og lagði gott til allra, einlægni hans var fölskvalaus, hann sagði gjarnan einmitt það sem hann hugsaði, það var aldr- ei ljótt og oft á tíðum var hann eina rödd skynseminnar í hópn- um. Gylfi sagði til dæmis eitt sinn þegar kvennamál bar á góma: „Maður gengur nú ekki að því eins og hverju öðru skít- verki að finna sér konu“ og átti við að nauðsynlegt væri að vanda sig vel í þeim efnum og ekki borgaði sig að tjalda til einnar nætur. Hann lét verkin sannarlega tala þegar kom að hans eigin makavali. Hann fann hana Önnu Maríu sína og sam- an stóðu þau gegnum sætt og súrt og studdu hvort annað dyggilega þegar á móti blés. Fyrsta veturinn í MA var Gylfi á heimavistinni, en leigði herbergi hjá umburðarlyndum hjónum í Möðruvallastræti síð- ari hluta menntaskólaáranna. Í Möðruvallastrætinu varð sjálf- krafa upphafspunktur margra ævintýra okkar á þessu tímabili. Ævintýra sem ekki má tíunda í minningargrein en geymast í hugskoti okkar sem hluti af góðum minningum um gegnheil- an dreng sem alltof fljótt er tekinn frá okkur. Önnu Maríu, dætrunum Kristínu og Arndísi, systrum Gylfa og þeirra fjölskyldum vottum við innilega samúð við fráfall okkar kæra bekkjarbróð- ur. Fyrir hönd bekkjarfélaga úr 6.X í MA 1977, Anna Guðný og Egill. Fyrir 35 árum var ég við nám í Gautaborg. Þá bættist í hóp hagfræðinema við Gautaborg- arháskóla Guðmundur Gylfi Guðmundsson sem hafði verið við nám í Lundi. Við bjuggum nærri hvor öðrum og fórum því sjálfkrafa að hittast bæði á og utan skólatíma. Sameiginlegur áhugi á hagfræði og samfélags- málum gerði okkur létt að finna umræðuefni. Ég er Reykvíking- ur en hann var meðvitaður Austfirðingur. Ég hafði hvorki kynnst svo rótgrónum Fram- sóknarmanni sem honum, né heldur manni sem var svo tengdur sinni heimabyggð. Gylfi hugsaði mikið um heimaslóðir og Ísland yfirleitt. Hann las ís- lensk blöð á bókasafninu og ef hann grunaði að íslenskir knatt- spyrnumenn væru að standa sig á erlendri grund leitaði hann uppi umsagnir um þá í erlend- um blöðum. Við hittumst oft á förnum vegi, fengum okkur hádegismat eða kaffi og ræddum málin. Á þessum árum mynduðust ýmiss konar hópar til að uppfylla fé- lagslegar þarfir. Sumir slíkra hópa höfðu á sér yfirbragð lífs- skoðana. Við og tveir félagar til viðbótar töldum að kokkteil og vídeókvöld væri umgjörð sem hentaði okkur. Gylfi var með fyrstu mönnum til að eignast vídeótæki og því varð heimili hans og vinar hans sjálfkjörinn vettvangur starfseminnar. Fyrir utan okkar óreglulegu kaffi- og matartíma í miðri viku bættust því við reglulegir fundir síðdeg- is á laugardögum í kokkteil- og vídeóklúbbi séntilmanna. Dag- skrá fundanna var alltaf með sama siði. Tveir keyptu inn mat og hrá- efni í kokkteila og tveir völdu kvikmyndir við hæfi. Síðan fór laugardagurinn í matseld, kokkteilablöndun og spjall yfir góðum kvikmyndum. Að námi loknu fluttumst við Gylfi til Íslands og störfuðum báðir í nokkur ár í Borgartúni. Við héldum áfram að hittast í hádegismat og öðru hvoru rifj- uðum við upp klúbbastarfið frá Gautaborg. Reglu- og formfest- an frá Svíþjóð hafði glatast og íslensk glundroðastjórnun náð yfirhöndinni. Við Gylfi og Jón vinur hans, sem lést fjórum dögum á undan honum, fórum á þeim tíma í frækna vorskemmtiferð í heim- sókn til Akureyrar og rifjuðum upp gamla takta. Nú hafa þessir ferðafélagar mínir og vinir lagst í enn lengra ferðalag. Síðar eignuðumst við báðir eiginkonur og börn. Við fjöl- skyldurnar höfum haldið sam- bandi æ síðan og fylgst með börnunum vaxa úr grasi. Erill hversdagslífsins leiddi til þess að við hittumst sjaldnar á síðari árum. Hvert skipti var þó eins og við hefðum hist í gær. Í apríl 2015 fórum við glaðir saman á krá og hittum félaga frá náms- árunum. Þá haltraði hann lítið eitt. Rúmum mánuði síðar var hann kominn með greiningu á alvarlegum sjúkdómi. Það er mikið lán að hafa kynnst traustum og tryggum vini eins og Gylfa. Ég og fjöl- skylda mín sendum Önnu, Arn- dísi Jónu og Kristínu Önnu okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Tómasson. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 ✝ Þórður Jó-hannesson fæddist í Reykjavík 27. apríl 1943. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu að Eyjabakka 28, 109 Reykjavík, 27. september 2016. Þórður var ætt- leiddur sonur hjónanna Jóhönnu Marteinsdóttur og Jóhannesar Þórðarsonar. Hann ólst upp í Vesturbæn- um, fyrst á Blómvallagötu og seinna á Brávallagötu. Hann gekk í Barnaskóla Vesturbæjar og í gagnfræðaskóla auk þess að vera einn vetur í Stýri- mannaskólanum. Þórður fór ungur til sjós, aðeins 17 ára gamall og var sjómaður nær alla sína tíð, lengi í fraktflutn- ingum hjá Eimskip og líka á sumum aflahæstu togurum landsins. Um sextugt flutti hann sig um set og var um tíma á Sól- ey, dýpkunarskipi í Reykjavík- urhöfn og eins á Kyndli og Stapafelli. Síðustu starfsárin var hann vaktmað- ur hjá Landhelgis- gæslu Íslands. Þórður kvæntist ungur Stefaníu Jennýju Valgarðs- dóttur en þau skildu árið 1975. Saman áttu þau dótturina Guðrúnu Vídalín sem var fædd árið 1962 og dætrunum Jóhönnu og Elísabetu gekk Þórður í föð- urstað. Árið 1987 kvæntist Þórður Maríu Editha Unabia og árið 1988 eignuðust þau einn son, Jóhannes. Guðrún, dóttir Þórðar, lést fyrir aldur fram í júlí síðastliðnum eftir snarpa baráttu við krabbamein og tók andlát hennar þungt á Þórð. Guðrún átti tvo syni sem lifa móður sína og nú afa sinn að- eins tæpum þremur mánuðum seinna. Jóhannes, sonur Þórðar, býr enn í foreldrahúsum, nú einn með móður sinni Maríu Editha Unabia. Útför Þórðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 7. október 2016, klukkan 15. Okkur var brugðið við fregn- ir af andláti vinar okkar og fé- laga til margra ára, Þórðar Jó- hannessonar, sem meðal okkar var aldrei kallaður annað en Þórður þýski. Nokkrum dögum áður höfðum við setið saman stjórnarfund í Sjómannafélag- inu og að loknum fundi fórum við Þórður til Helguvíkur um borð í risatankskip í erinda- gjörðum Alþjóðaflutningasam- bandsins ITF. Var Þórður hinn hressasti og léttur á fæti upp landganginn, eftirtektarvert var þegar yfirmenn skipsins bugtuðu sig og beygðu fyrir sendinefnd ITF, enda Þórður teinréttur og reffilegur í leður- jakkanum góða og með kansl- arahúfuna. Þórður fór fyrst til sjós að- eins fimmtán ára gamall eins og þá tíðkaðist á togarann Jón for- seta. Í fyrstu siglingu skipsins til Þýskalands þegar áhöfnin fór í land að skemmta sér fór Þórður í verslunarferð og keypti sér skósíðan leðurfrakka og leðurstígvél og upp frá því hafði hann mikið dálæti á öllu því sem þýskt var. Mesta starfsævina var Þórður til sjós, háseti á bæði flutningaskipum og togurum, lengst af á ísfisk- togaranum Ögra sem sigldi með aflann á uppboðsmarkað til Englands og Þýskalands. Síð- ustu sjómannsárin var hann á Kyndli og Stapafelli við olíu- dreifingu við Íslandsstrendur. Þegar Þórður fór í land starfaði hann lengst af sem vaktmaður hjá Landhelgisgæsl- unni þar sem hann undi hag sínum ákaflega vel, ýmist á Reykjavíkurflugvelli eða Reykjavíkurhöfn. Snemma hóf Þórður afskipti af félagsmálum sjómanna, sat ráðstefnur og þing á vegum félagsins, átti sæti í trúnaðarmannaráði Sjó- mannafélagsins frá 1988 og var kjörinn í stjórn félagsins árið 1977 þar sem hann átti sæti óslitið til dauðadags. Stórt skarð er höggvið í raðir for- ystumanna sjómanna við fráfall Þórðar, hann var traustur fé- lagi og ávallt hægt að treysta á hann þar sem hann hallaði aldr- ei réttu máli. Við félagarnir í Sjómannafélagi Íslands sendum fjölskyldu Þórðar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Jónas Garðarsson. Þórður Jóhannesson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, BARKAR JÓHANNESSONAR, innanhússarkitekts. . Sólveig Guðjónsdóttir, Brynjar Barkarson, Kine Faldin, Lísa Björk Barkard., Kenneth Borgerud, Borgar F. Brynjarss., Frída F. Brynjarsdóttir, Axel B. Kennethss., Amanda B. Kennethsd. og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.