Morgunblaðið - 07.10.2016, Page 20

Morgunblaðið - 07.10.2016, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 CURCUMIN Gullkryddið Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla. Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í yfir 25 ár eftir að hún lenti í slæmu bílslysi og er komin með liðagigt. „Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar égmissti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.” LIÐIR – BÓLGUR – GIGT Nánar á balsam.is Bætt heilsa og betri líðan með Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Í Evrópusambandinu og í Evrópu almennt þá þurfum við að hafa ein- hvers konar sameiginlega stefnu til að framkvæma þetta. Evrópusam- bandið hefur tekið ákvarðanir varð- andi endurflutning fólks, þar sem því er komið fyrir á nýjum stað, en mörg lönd hafa ekki gert það sem samið var um og það veldur mikilli áskorun,“ segir Timo Soini, utan- ríkisráðherra Finnlands, í samtali við Morgunblaðið í gær, spurður út í áhrif flóttamannavanda Evrópu á Finnland. Soini er formaður flokks þjóðernissinna, Sannra Finna, en flokkurinn nær fimmfaldaði fylgi sitt í síðustu þingkosningum. Soini er í opinberri heimsókn hér á landi í boði Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra Íslands, og átti með henni fund í gær. Þau ræddu meðal annars um tvíhliða samskipti Íslands og Finnlands, efnahagsmál, norðurslóðir og öryggismál. Soini ávarpar einnig Hringborð norðurslóða í dag. „Okkar áherslur á því sviði eru umhverfismál, veður- fræði, menntun og sjálfbær þróun. Það eru margar áskoranir í þessu umhverfi þar sem náttúru- og ör- yggisaðstæður eru erfiðar,“ segir hann um vettvang norðurslóða en Finnland tekur við forsæti í sam- tökunum á næsta ári. Ekkert réttlætir ofbeldi „Við tókum við fleira fólki nú en mörg önnur lönd samanlagt og höf- um samþykkt að taka við fleirum, eða 4.000 manns í endurflutnings- áformum Evrópusambandsins,“ segir hann einnig og tekur fram að það sem Finnar samþykki að gera í þessum málum muni þeir standa við. Spurður um viðbrögð heima- manna við fjölgun flóttamanna í landinu segir hann meirihluta Finna vera hófsama í þessum mál- um. „Það eru öfgamenn sem setja sig upp á móti þessum áformum og þeir myndu gera það hvort sem um væri að ræða 100 manns eða 5.000 manns,“ bætir hann við en tekur fram að öfgamenn séu mikill minni- hluti. Nýlegar árásir með rót í kyn- þáttahatri hafa átt sér stað í Finn- landi undanfarið og segir Soini að allar tegundir ofbeldis séu óásætt- anlegar. „Flóttamannavandinn er mjög alvarlegur og það verður að taka á honum í samræmi við það. Við verðum að hafa reglur og við verðum að hafa skynsama stefnu í þeim málum. En ekkert réttlætir ofbeldi af neinu tagi, óháð því hverj- um það beinist gegn og hver fremur það.“ Þá hefur Rússland verið að láta til sín taka á Balkanskaganum und- anfarið og segist Soini hafa áhyggj- ur af því. „Já, því það sem gerist í Úkraínu og það sem gerðist á Krímskaganum, með ólöglegri inn- limun landsins, hefur áhrif hvað varðar öryggi. Eystrasaltslöndin hafa styrkt varnir sínar og við höf- um áhuga á því sem gerist á þessu svæði,“ sagði hann og bætti við að Finnland muni gera sitt til að draga úr spennu á svæðinu. „Ég myndi ekki segja að það væri hætta á stríði.“ Soini tók einnig fram að Finnland væri ekki á leið inn í Atlantshafs- bandalagið og stefna ríkisstjórnar- innar væri skýr þar um. „En við höfum dyrnar opnar.“ Finnar standi við það sem þeir samþykkja  Timo Soini, utanríkisráðherra Finna, heimsækir Ísland Heimsókn Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, og Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, funduðu hér á landi í gær og ræddu ýmislegt. Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna varaði við því í gær að austurhluti Aleppo yrði rústir einar innan skamms ef ekkert yrði gert til að stöðva átökin og koma hjálpar- gögnum til íbúa. Þetta segir í frétt AFP. „Það er þannig að með þessu áframhaldi, eftir tvo mánuði, tvo og hálfan mánuð, verður austur- hluti Aleppo gjörónýtur,“ sagði Staffan de Mistura á fundi með fréttamönnum í Genf, að því er BBC greinir frá. „Þúsundir sýrlenskra borgara, ekki hryðjuverkamenn, munu verða drepnir og margir munu einnig særast,“ sagði hann einnig. Sýrlenski stjórnarherinn, með að- stoð Rússa, hefur staðið fyrir miklum og stöðugum árásum á austurhluta borgarinnar sem er á valdi uppreisnarmanna og hafa sjúkrahús meðal annars orðið fyrir árásum. De Mistura biðlaði einnig til Rússa og sýrlenskra stjórnvalda að eyðileggja ekki borgina til þess eins að útrýma uppreisnarmönn- um. Þá sendi hann einnig skilaboð til uppreisnarmannanna. „Ef þið ákveðið að yfirgefa svæðið með reisn, þá er ég persónulega tilbú- inn að fylgja ykkur á brott.“ AFP Sorg Margir borgarbúar í Aleppo hafa látið lífið í átökunum. Stutt í algera eyði- leggingu Aleppo  Biðlar til stríðandi fylkinga að hætta Heiðursmorð hafa verið bönnuð í Pakistan samkvæmt breytingu á lög- um sem samþykkt voru í gær. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisút- varpsins, BBC. Fram til þessa var glufa í lögum Pakistan sem gerði einstaklingum sem frömdu heiðursmorð kleift að ganga lausir ef ættingjar fórnar- lambsins höfðu fyrirgefið þeim. Gáfu þeir yfirleitt þær skýringar að þeir hefðu aðeins verið að vernda heiður fjölskyldu sinnar. Lögin marka tímamót í pakist- önsku samfélagi en lengi hefur verið barist fyrir breytingunni. Er þetta því álitið skref í rétta átt í landi þar sem árásir á konur, sem fara gegn íhaldssömum reglum um ástina og hjónaband, eru algengar. Nær 1.100 konur voru myrtar af ættmennum sínum í Pakistan í fyrra en mörg mál koma aldrei á borð lögreglu og eru því ekki talin með. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Mannréttindaráði Pakistan (HRCP). Banna heiðursmorð  Tímamótalög sett í Pakistan AFP Bann Fórnarlömb heiðursmorða í Pakistan, konan og ástmaðurinn. Yfir 100 manns létust þegar fellibyl- urinn Matthew gekk yfir Haíti fyrir tveimur dögum. Þetta sagði Fran- cois Anick Joseph, innanríkisráð- herra landsins, í samtali við AFP- fréttastofu í gær. Þar af létust fimm- tíu manns í bænum Roche-a-Bateau á suðurströnd Haíti en yfirvöld á staðnum sögðu bæinn hafa eyðilagst í náttúruhamförunum. Fellibylurinn er sagður vera af fimmta stigi sem er næsthæsta stig fellibylja og er sá sterkasti í áratug. Í gær gekk hann yfir Bahama-eyj- ar og stefnir hraðbyri að Flórídaríki í Bandaríkjunum. Matthew olli mik- illi eyðileggingu á Bahama-eyjum og einu byggingarnar sem voru enn með rafmagn voru þær sem búnar voru neyðarrafali. Fréttir af svæðinu herma að gluggar hafi brotnað, þök fokið af húsum og fallin tré lokað vegum, auk þess sem fellibylnum fylgdi mikið úrhelli og flóð. Fellibylurinn stefndi að suð- austurströnd Bandaríkjanna og um þremur milljónum manna var því skipað að yfirgefa heimili sín í gær. AFP Eyðilegging Fellibylurinn gekk yfir Haítí og stefnir að Bandaríkjunum. Matthew kostaði yfir hundrað manns lífið  Fellibylurinn stefnir hratt að Flórída

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.