Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Gerðarsafni var í gær afhent verk eftir Gerði Helgadóttur myndhöggv- ara frá Elínu Pálmadóttur, rithöf- undi og fyrrverandi blaðamanni á Morgunblaðinu. Elín og Gerður voru miklar vinkonur og bjuggu um tíma saman í París og hefur gjöfin mikla þýðingu fyrir safnið. „Þetta er verk sem Gerður gefur Elínu, rétt áður en hún lést árið 1974, aðeins 47 ára gömul,“ segir Kristín Dagmar Jó- hannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns. Safnið var reist í minningu Gerðar árið 1994, en Gerður tók fyrst kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri ab- straktlist og glerlist hérlendis. Í safneign Gerðarsafns eru fjórtán hundruð verk eftir Gerði. Elín hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður listamannsins og ritaði um hana ævi- sögu sem kom út árið 1985. Elín hef- ur áður gefið Gerðarsafni listaverka- gjafir eftir Gerði. „Það eru ekki bara þessar gjafir sem Elín hefur gefið safninu sem við erum þakklát fyrir, heldur líka allt sem Elín hefur skrif- að um Gerði og haldið starfi hennar á lofti,“ segir Kristín. Verkið sem af- hent var í gær er frá árinu 1949 en þá um haustið flutti Gerður til Par- ísar. Verkið er án titils en er frá þeim tíma þegar verk hennar tóku miklum breytingum þegar Gerður vék frá þeim nýklassísku aðferðum sem hún hafði kynnst á námsárum sínum á Ítalíu. Verkið verður til sýn- is í rannsóknar- og fræðslurými sem nefnist Safneignin, en þar er gestum gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns. „Mikil þýðing fyrir safnið“  Elín Pálmadóttir, rithöfundur og fyrrum blaðamaður, af- henti Gerðarsafni verk frá Parísarárum Gerðar Helgadóttur Morgunblaðið/Ófeigur Gjöf Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins, afhenti Gerðarsafni verk eftir Gerði Helgadóttur. Þær voru perluvinkonur. Yoko Ono afhendir Friðarverðlaun- in LennonOno í Hörpu 9. október en þau voru fyrst afhent 2002. Að þessu sinni eru verðlaunahafarnir Ai Weiwei, kínverskur lista- maður og aðgerðasinni, f. 1957 í Peking; Anish Kapoor, bresk-indverskur listamaður, f. 1954 í Bombay; Katalin Ladik ungverskt tónskáld, gjörninga- listamaður og leikari, f. 1942 í Novi Sad í Serbíu, og Ólafur Elías- son listamaður, f. 1967 í Kaup- mannahöfn. Að kvöldi 9. október kl. 20 verður Friðarsúlan í Viðey tendruð í 10. skipti með friðsælli athöfn á fæðingardegi Johns Lennons, en Friðarsúlan mun lýsa til 8. desem- ber sem er dánardagur Lennons. Boðið er uppá fríar ferju- og strætóferðir í kringum athöfnina. Friðarsúlan kveikt í 10. sinn FRIÐARVERÐLAUN LENNONONO Í HÖRPU 9. OKTÓBER Tvær sýningar verða opnaðar í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld milli kl. 18 og 20. Um er að ræða Yoko Ono: Ein saga enn… og Erró: Stríð og friður, en báðar sýn- ingar tengjast friðarþema sem nú er ráðandi í safninu og víðar í borginni. „Verkin á sýningu Yoko Ono fjalla um hvað það er að vera manneskja og þau áhrif sem við getum, hvert og eitt, haft á frið í heiminum – frið milli þjóða og frið milli manna. Listakonan býður áhorfendum að taka þátt í sköpun verkanna bæði innan safnsins og utan. Þátttökuferlið hófst þegar í aðdraganda sýningarinnar. Meðal annars voru konur beðnar um að senda inn persónulegar sögur af of- beldi og fólk sem hefur varðveitt brot úr vasa sem Yoko Ono braut á Kjar- valsstöðum árið 1991 var beðið um að koma saman með brotin,“ segir í upp- lýsingum frá safninu, en þar kemur fram að Yoko Ono verður viðstödd opnun sýningarinnar. Sýningarstjóri er Gunnar Kvaran og verður hann með sýningarstjóraspjall sunnudag- inn 9. október kl. 13. „Stríð og pólitík hafa verið við- fangsefni Errós allan hans feril. Hann rýnir umhverfið og fjallar með gagnrýnum hætti um atburði líðandi stundar með því að flétta saman skáldskap og raunveruleika í verk- um sínum. Stundum véfengir skáldskapurinn þannig hinn sögu- lega veruleika og hefur frásögnina upp á hærra plan, fjarlægara og óhlutbundnara. Málverk Errós fjalla um samtímann, en þó öllu fremur um þær myndir sem eru alltumlykjandi í dag- legu lífi okkar.“ Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Þrjú málþing um helgina Sem fyrr segir er fjöldi viðburða sem tengjast friði í borginni í októ- ber. Í dag hefst starfsemi Höfða Frið- arseturs Reykjavíkurborgar (HFR) og Háskóla Íslands (HÍ) með opnu málþingi í Hátíðarsal HÍ kl. 13-18. Opnunarávarp flytur hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en aðal- fyrirlesarar eru Steve Killelea, stofn- andi og stjórnarformaður Institute for Economics and Peace, og Annika Bergman Rosamond, dósent í stjórn- málafræði við Háskólann í Lundi. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) stendur fyrir pall- borðsumræðum á opnunarmálþingi Höfða Friðarseturs í Hátíðarsal HÍ í dag kl. 13. Meðal framsögumanna eru Darren Aronofsky og Obaidah Zyto- on. Á morgun, laugardag, munu utan- ríkisráðuneytið, HFR og HÍ standa fyrir opnu málþingi í Hátíðarsal HÍ í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá leið- togafundi R. Reagans og M. Gorbat- sjovs í Höfða. Aðalræðumaður verður frú Vigdís Finnbogadóttir en auk hennar flytja erindi Albert Jónsson, Silja Bára Ómarsdóttir, Lilja Alfreðs- dóttir utanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Lokaávarp ráðstefnunnar verður flutt af Ban Ki-moon, aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ein saga enn Fólk sem hefur varð- veitt brot úr vasa sem Yoko Ono braut árið 1991 var beðið um að koma saman með brotin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stríð og friður Málverk á sýningu Errós í Listasafni Reykjavíkur. „Frið milli manna“  Sýningar Yoko Ono og Errós opnaðar í Hafnarhúsi í kvöld  Fjöldi viðburða með friðarþema um helgina Ai Weiwei leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Fös 7/10 kl. 19:30 12.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 15/10 kl. 19:30 13.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 7/10 kl. 19:30 8.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 10.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 11.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 13.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Lau 8/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 4.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 8/10 kl. 13:00 Lau 15/10 kl. 13:00 Lau 29/10 kl. 13:00 Lau 8/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Lau 29/10 kl. 15:00 Sun 9/10 kl. 13:00 Lau 22/10 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 13:00 Sun 9/10 kl. 15:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Ævintýraför með forvitnum fílsunga - kemur þú með? Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (Kúlan) Lau 15/10 kl. 19:30 Frums Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Frumlegt og ögrandi samtímaverk Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Fös 7/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Fös 21/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Stertabenda (Kúlan) Mið 12/10 kl. 19:30 7.sýn Meinfyndin og hárbeitt atlaga að íslenskri þjóðarsál Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið) Fös 21/10 kl. 19:30 28.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 30.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 29.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan) Lau 19/11 kl. 15:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Lau 26/11 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Sun 30/10 kl. 13:00 10. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 23/10 kl. 13:00 8. sýn Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Lau 29/10 kl. 13:00 9. sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn Allra síðustu sýningar! Njála (Stóra sviðið) Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 9. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 8. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar Extravaganza (Nýja svið ) Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.