Morgunblaðið - 07.10.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 07.10.2016, Síða 8
8 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Samfylkingin beið afhroð eftirkjörtímabil þar sem leiðtoga- hæfileikar Jóhönnu nutu sín til fulls og sígur enn.    En Vef-Þjóðviljinn seg- ir að ekki sé allt sem sýnist á stjórn- málahimninum:    AndstæðingarSamfylking- arinnar kunna að brosa góðlátlega yfir fylgi hennar í könn- unum undanfarið sem mælst hefur 6 – 9%.    En þá gleymaþeir því að tveir afleggjarar úr flokknum ætla að bjóða fram með sömu stefnu og Samfylkingin og að hluta til með mannskap úr Samfylkingunni.    Björt framtíð gerði þetta í síðustukosningum og nú hefur Við- reisn bæst í hópinn.    Hryggjarstykkið í stefnu þessaraþriggja flokka er aðild Íslands að Evrópusambandinu.    Helstu frambjóðendur þessaraflokka eiga það sömuleiðis flestir sameiginlegt að hafa barist af mikilli óbilgirni fyrir því að Íslend- ingar yrðu gerðir ábyrgir fyrir Ice- save-skuldum einkabanka.    Viðreisn virðist hreinlega stofnuðaf fólki sem felldi hugi saman við þá iðju í sérstökum Já-Icesave samtökum.    Samkvæmt könnunum er sam-anlagt fylgi þessara þriggja flokka að mælast um og yfir 25%.“ Oddný Harðardóttir Sameinir á ferð STAKSTEINAR Benedikt Jóhannesson Veður víða um heim 6.10., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 0 heiðskírt Þórshöfn 10 heiðskírt Ósló 10 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 11 léttskýjað Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 13 skýjað Dublin 13 heiðskírt Glasgow 13 heiðskírt London 13 skýjað París 15 heiðskírt Amsterdam 13 skýjað Hamborg 13 alskýjað Berlín 13 rigning Vín 7 rigning Moskva 10 alskýjað Algarve 26 alskýjað Madríd 26 heiðskírt Barcelona 18 rigning Mallorca 21 rigning Róm 14 rigning Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 3 skýjað Montreal 17 heiðskírt New York 18 heiðskírt Chicago 19 rigning Orlando 29 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:56 18:36 ÍSAFJÖRÐUR 8:05 18:37 SIGLUFJÖRÐUR 7:48 18:19 DJÚPIVOGUR 7:27 18:04 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra sagði á málstofu Nýs Land- spítala (NLSH) í gær að hann hefði heimilað að fram færi forval á hönn- un á nýju rannsóknarhúsi sem hluti af uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. „Ég hef samþykkt að heimila í samræmi við stjórnsýslu verkefnis- ins að fram fari forval vegna fulln- aðarhönnunar rannsóknarhússins. Samstarfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir hefur farið yfir allar áætl- anir og forvalsgögn NLSH í sam- ræmi við lög um skipan opinberra framkvæmda. Það er gleðilegt að ég hef sem ráðherra komið að ákvörð- unum varðandi útboð og samninga um fullnaðarhönnun sjúkrahótelsins en bygging þess er í fullum gangi, einnig að fullnaðarhönnun meðferð- arkjarnans og nú að fulllnaðarhönn- un rannsóknarhússins. Allt eru þetta mikilvægir áfangar,“ er haft eftir Kristjáni á vef Nýs Landspítala. Auk Kristjáns fluttu erindi á mál- stofunni Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri NLSH, Jón Atli Bene- diktsson, rektor HÍ, Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH, Helgi Már Halldórsson, arkitekt Spítal, og Kristín Jónsdóttir frá LSH. Verkefnið á fullri ferð Gunnar sagði meðal annars að staða Hringbrautarverkefnisins væri góð. Hönnun nýs meðferðar- kjarna gengi vel og senn yrði sjúkra- hótelið tekið í notkun. Nú tekur við að auglýsa nú þegar forvalið á hönn- un rannsóknarhússins sem mun ger- breyta aðstöðu starfsmanna þegar starfsemi rannsóknarstofa LSH flyst á einn stað. „Það er hugur í okkur hjá NLSH og Hringbrautarverkefnið er á fullri ferð,“ sagði Gunnar. Rannsóknarhús í hönnun  Sjúkrahótel Landspítala við Hring- braut bráðlega tekið í notkun Á ráðstefnu Frá ráðstefnu Nýs Landspítala í gær þar sem boðað var forval á hönnun rannsóknarhúss sem reisa á í tengslum við Hringbrautarverkefnið. Framundan er lokasprettur Alþingis áður en gengið verður til kosninga 29. október næstkomandi. Á vef Alþingis má sjá tilkynningar um að þessa daga verða alls 10 alþing- ismenn uppteknir í alþjóðastarfi víðs vegar um heiminn. Framkvæmdastjórn þingmanna- nefndar EFTA fundar dagana 3.-7. október í Manila og Hanoi. Þátttak- endur fyrir Íslands hönd eru Valgerð- ur Bjarnadóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Þau hafa bæði kallað inn fyrir sig varamenn meðan þau sækja fundinn, Önnu Margréti Guðjónsdótt- ur og Óla Björn Kárason. Norrænn samráðsfundur Alþjóða- þingmannasambandsins fer fram í dag, 7. október, í Helsinki. Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir sækir fundinn. Forsætisnefnd Vestnorræna ráðs- ins tekur þátt í Hringborði norður- slóða 6.-9. október. Hringborðið fer fram í Reykjavík og það sækir Unnur Brá Konráðsdóttir. Fimm alþingismenn sækja 71. alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 9.-21. október. Þátttakendur verða Ásmundur Einar Daðason, Elín Hirst, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Helgi Hrafn Gunn- arsson og Katrín Júlíusdóttir. Loks verður fundur Evrópuráðs- þingsins haldinn í Strassborg dagana 10.-14. október. Ögmundur Jónasson sækir fundinn fyrir hönd Íslands. Engar tilkynningar eru á vefnum um að aðrir þingmenn en Valgerður og Vilhjálmur ætli að kalla inn vara- menn. sisi@mbl.is Á faraldsfæti  Tíu þingmenn í alþjóðastarfi, þar af fimm á allsherjarþingi SÞ í New York

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.