Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Árvakur hf., útgefandi Morgun- blaðsins og mbl.is, hefur fest kaup á öllum útvarpsrekstri Símans. Með kaupunum tekur Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Fyrst um sinn verður út- sendingum haldið úti frá núverandi stúdíói í Ármúlanum. Þá hefur Árvakur einnig fest kaup á öllu hlutafé Eddu – útgáfu ehf. Fyrirtækið gefur meðal annars út hin klassísku Andrésblöð og myndasögubækur Syrpu og heldur úti áskriftarklúbbunum Disney kríli og Disneyklúbbnum. Starf- semi Eddu – útgáfu mun flytjast í húsnæðið sem hýsir ritstjórnar- skrifstofur Morgunblaðsins. Selj- endur fyrirtækisins eru þeir Jón Axel Ólafsson, Jóhann Garðar Ólafsson og Bjarni Ármannsson. Kaupin á fyrirtækjunum eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og munu ekki koma til fram- kvæmda fyrr en að því fengnu. Kaupverð er trúnaðarmál. Mikil samlegðaráhrif Í ræðu sem Haraldur Johannes- sen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri Morgunblaðsins, hélt á fundi með starfsmönnum fyrirtæk- isins í gær sagði hann að með kaup- unum stefndi Árvakur að því að bæta þjónustuframboð sitt og treysta undirstöður rekstrarins til framtíðar. „Við teljum mikil tækifæri í því að tengjast þeim góðu vörum og vörumerkjum sem Edda – útgáfa hefur boðið upp á, Andrésblöðunum og öðru af því tagi sem tengist Disn- ey. Þá höfum við séð á þróun fjöl- miðla á liðnum árum, bæði hér heima og erlendis, að útvarp hefur haldið sínu þrátt fyrir hraðar og miklar tæknibreytingar. Þar eru því tvímælalaust tækifæri og alveg sérstaklega fyrir fjölmiðil sem rek- ur stærstu og öflugustu fréttastofu landsins og getur nú boðið upp á fréttir á öðru formi en áður. Við teljum líka að það séu margvísleg önnur jákvæð samlegðaráhrif á milli miðlanna og munum nýta þau til að ná til enn fleiri notenda og örva vöxt í hverjum miðli fyrir sig og öllum saman.“ Sterk vörumerki á markaði Af sama tilefni sagði Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Árvakri, að fyrirtækið stigi nú ákveðið skref til sóknar á markaði þar sem mörg fyrirtæki væru að pakka í vörn. „Það er erfitt að sækja tekjur á fjöl- miðlamarkaði en við finnum fyrir því að fjölmiðlar Árvakurs eru gríð- arlega sterk vörumerki. Með þess- um kaupum styrkjum við fyrirtæk- ið enn frekar og getum náð með fjölbreyttari hætti á ólíka mark- hópa,“ sagði Magnús. Jón Axel, sem stýrt hefur Eddu á síðustu árum, segir að sameiningin við Árvakur sé heillaskref. „Það eru mikil tækifæri fram undan og með sameiningu við Ár- vakur verður slagkraftur í mark- aðsverkefnum, prentun og öðru slíku mun meiri en við höfum getað náð upp.“ Svali Kaldalóns, dagskrárstjóri K100 og Retro, segist spenntur fyr- ir uppbyggingu útvarpsrekstrar á vettvangi Árvakurs. „Í þessu eru mikil tækifæri til að dreifa efni með markvissari hætti. K100 er fjögurra ára gamalt vöru- merki en Morgunblaðið ríflega 100 ára. Það verður spennandi að tvinna saman þessa fjölmiðla þótt þeir séu á ólíkum aldri.“ Batnandi rekstrarhorfur Á starfsmannafundinum kynnti Haraldur einnig fyrir starfsfólki af- komu Árvakurs á síðasta ári en þá reyndist tæplega 164 milljóna króna tap af rekstrinum. „Eins og tölurnar bera með sér var reksturinn mjög þungur í fyrra. Árið byrjaði ágætlega, en þegar leið fram á vorið hófust kjaradeilur sem höfðu mikil áhrif á andrúmsloftið á auglýsingamarkaði. Auglýsendur kipptu að sér höndum eins og yfir- leitt gerist við slíkt óvissuástand og tekjurnar duttu niður. Við þetta bættist svo að samið var um miklar hækkanir í kjarasamningum og voru þær töluvert umfram áætlanir okk- ar. Gróflega má segja að hvor þess- ara þátta skýri um helming tapsins, segir Haraldur. Hann segir þó að reksturinn það sem af er þessu ári sé mun betri og útlit sé fyrir mikinn rekstrarbata á milli ára. „Engu að síður eru líkur á einhverjum hallarekstri í ár. Áætl- anir okkar höfðu gert ráð fyrir að reksturinn yrði í jafnvægi á þessu ári en líklegt er að þegar upp verður staðið verði halli af rekstrinum sem nemur um það bil þeim viðbótar- launahækkunum sem samið var um í byrjun árs, það er að segja þegar ákveðið var að launahækkanir þessa árs skyldu taka gildi í janúar en ekki í maí, eins og gengið hafði verið út frá í kjarasamningum í fyrra.“ Rekstrartekjur fyrirtækisins námu tæpum 3,2 milljörðum á árinu 2015 og aðrar tekjur voru tæpar 128 milljónir. Rekstrarkostnaður nam tæpum 3,3 milljörðum og þá voru bókfærðar afskriftir að fjárhæð tæplega 100 milljónir króna. Stærst- ur hluti rekstrarkostnaðar voru laun og annar starfsmannakostnaður og nam hann tæpum tveimur milljörð- um króna. Að meðaltali voru 184 starfsmenn hjá fyrirtækinu á árinu 2015 og að auki tæplega 500 blaðber- ar víðs vegar um landið. Við síðustu áramót námu eignir Árvakurs tæpum 1.940 milljónum króna. Eigið fé þess stóð á sama tíma í tæpum 855 milljónum og eig- infjárhlutfall var því 44%. Boðar sókn á fjölmiðlamarkaði  Árvakur kaupir útvarpsrekstur Símans og allt hlutafé Eddu - útgáfu  Mikil tækifæri sögð í sameiningu Fjölmenni Á fundinum voru m.a. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, Davíð Oddsson ritstjóri og Katrín Pétursdóttir stjórnarmaður. Samstarf Frá vinstri: Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri Morgunblaðsins, Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvak- urs, Svali Kaldalóns dagskrárstjóri og Jón Axel Ólafsson hjá Eddu - útgáfu. Samstarfsfólk Starfsmenn Eddu - útgáfu og útvarpsstöðvanna K-100 og Retro mættu á starfsmannafundinn í gær ásamt starfsfólki Árvakurs. Samlegðaráhrif Þeir Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála hjá Árvakri og Jón Axel Ólafsson hjá Eddu - útgáfu á spjalli. Morgunblaðið/Golli Tilkynning um kaup Árvakurs á fyrirtækjunum tveimur kemur í kjölfar þess að tilkynnt var um opnun tveggja nýrra vefsíðna sem reknar verða undir hatti mbl.is. Þannig var ný alhliða frétta- og upplýsingaveita um allt sem teng- ist sjávarútvegi opnuð í tengslum við sjávarútvegssýninguna í Laug- ardalshöll í síðustu viku. Á síð- unni, sem ber heitið 200 mílur, er hægt að nálgast nýjustu upplýs- ingar um afurðaverð, gengisþróun og línuverð, skipa- og útgerða- skrá, hafnaskrá, kvótatölur, stað- setningu skipa og margt fleira. Umsjónarmaður vefjarins er Þor- valdur B. Arnarsson. Hann segir vefinn fara mjög vel af stað. „Við erum gríðarlega ánægð með þær viðtökur sem vefurinn hefur fengið. Mér hefur lengi fundist vanta heildstæðan frétta- og upplýsingavef um sjávarútveg og er stoltur af því að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Þor- valdur. Þá mun í lok október fara í loft- ið nýr og ferskur matarvefur. Um- sjónarkona hans er Þorbjörg Mar- ínósdóttir, fjölmiðlafræðingur og ástríðukokkur. Vefurinn er hugs- aður sem miðstöð matarunnenda en þar verður að finna mikið magn uppskrifta við allra hæfi. Efnið verður fjölbreytt og má þá helst nefna matreiðsluþætti, greinar um bestu veitingahús er- lendra stórborga, veitinga- húsarýni, eldhúsráð og verðkann- anir í bland við skemmtilegt og óhefðbundið efni á borði við upp- skriftir úr þekktum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Matarvef- urinn mun birta frumsamdar upp- skriftir sem eldaðar verða í nýju eldhúsi í stúdíói Árvakurs en þar verða einnig teknir upp mat- reiðsluþættir. „Þetta er virkilega spennandi þróun og af nægu að taka enda hefur matarmenning hérlendis blómstrað síðustu ár. Ný veitinga- hús virðast opna vikulega, mat- vælaframleiðsla hérlendis er með frumlegasta móti og íslenskir mat- reiðslumenn láta til sín taka út um víða veröld. Við munum fylgja því vel eftir í bland við okkar eigin af- rek í eldhúsinu,“ segir Þorbjörg sem fengið hefur til liðs við sig úr- valsmatgæðinga og -kokka til að auka enn á fjölbreytni efnisins. Öflugir sérvefir í loftið Þorvaldur Birgir Arnarsson Þorbjörg Marínósdóttir Fyrirtækin sem Árvakur hefur keypt hafa snertifleti við ólíka og stóra mark- hópa. Jón Axel hjá Eddu bendir á að bókaflokkurinn Syrpa sé langvinsælasta efnið á bókasöfnum landsins. Þannig eru Syrpubækurnar að jafnaði teknar langt yfir 100 þúsund sinn- um að láni á ári hverju á söfnunum. Til sam- anburðar nefnir hann að vinsælasta barnabók- in á hverjum tíma sé tek- in um 3.000 sinnum að láni á ári. Sendingar fyr- irtækisins inn á íslensk heimili eru um 200 þúsund talsins á ári hverju. Þá hafa margar af bókum fyrirtækisins notið mikilla vinsælda og nefnir hann sér- staklega Disney-matreiðslubækurnar í því sambandi. „Við höfum hlotið við- urkenningu erlendis fyrir þessa útgáfu á síðustu árum og fyrirtækið hefur byggt upp öflug tengsl við Disney um allan heim.“ Útvarpsstöðin K100 hef- ur verið í loftinu í fjögur ár. Samkvæmt nýjustu mælingum Gallup á raf- rænum ljósvakamiðlum er K100 fimmta vinsæl- asta útvarpsstöð lands- ins, hvort sem litið er til markhópanna 12-80 ára eða 12-49 ára. Í síð- arnefnda hópnum er hlutdeildin um 7,4%. Retro var komið fyrst í loftið fyrir tveimur árum og sækir fyrirmynd í útvarpsstöðina Smooth í Bretlandi sem er vinsælasta útvarps- stöðin þar í landi. Snertiflötur við stóra og ólíka markhópa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.