Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sigurður Ólafsson, meltingar- og lifrarlæknir á Landspítalanum, seg- ir að um 360 manns hafi hafið eða lokið lyfjameðferð við lifrarbólgu C. Meðferðaraðilar hafa sett sig í samband við á fimmta hundrað manns og boðið þeim meðferð en talið er að á bilinu 800-1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C á Ís- landi. Átakið hófst í febrúar en ákvörð- un um að ráðast í það var tekin ár- ið 2014. Hvatinn að því er ný bylt- ingarkennd lyfjameðferð sem er í töfluformi og þykja aukaverkanir almennt fremur litlar þó að á því séu undantekningar. Að meðferð- inni standa meltingardeild LSH, smitsjúkdómadeild Borgarspítala og meðferðarheimilið Vogur. Að sögn Sigurðar stendur lyfjameðferð í flestum tilvikum yfir í 8-12 vikur. Af þeim 360 sem hófu meðferð hafa um 250 lokið henni. „Við höfum ekki niðurstöður varðandi það hvort allir úr þessum hópi séu læknaðir. Það líður nokkur tími eft- ir að meðferð lýkur þangað til hægt er að kveða upp úr um hvort viðkomandi er læknaður. Það er gert með blóðprufu sem gerð er 12 vikum eftir að meðferð lýkur. Ef veiran er ekki mælanleg í blóði þá, telst viðkomandi læknaður,“ segir Sigurður. Hann segir þó að almennt hafi átakið gengið í samræmi við vænt- ingar. „Reynslan erlendis frá sýnir okkur að langflestir læknast eftir meðferð, vel yfir 90%.“ Hefur vakið athygli erlendis Að sögn Sigurðar hefur átakið vakið mikla athygli erlendis. Það þyki einstakt að öllum í landinu sé boðin þessi meðferð „Við áætlum að 800-1.000 einstaklingar þjáist af þessum sjúkdómi í samfélaginu og það er einsdæmi að hægt hafi verið að bjóða svo háu hlutfalli upp á þessa meðferð,“ segir Sigurður. Áætlað er að átakið taki 2-3 ár en Sigurður segir að miðað við hversu vel hafi gengið sé vonast til þess að hægt verði að ljúka með- ferðarátakinu strax á næsta ári. „Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja alla þá sem eru smitaðir af lifrarbólgu C, og hafa ekki sett sig í samband við okkur, að hafa sam- band,“ segir Sigurður. Bæði er hægt að hringja í 800- 1111 og heimsækja vefsíðu átaks- ins, www.landspitali.is/medferdara- tak. 250 hafa lokið með- ferð við lifrarbólgu C  Of snemmt að segja til um hve margir hafi læknast Morgunblaðið/Eggert Meðferðarátak Sigurður Ólafsson á blaðamannafundi við kynningu átaks- ins. Átta mánuðir eru síðan það hófst en það mun standa í 2-3 ár. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mjög fá dauðsföll hafa orðið vegna eldgosa á Íslandi síðustu 100 árin, þrátt fyrir fjölda eldgosa á 20. öld og það sem af er 21. öld. Langflest dauðsföll sem tengjast eldgosum urðu vegna Skaftárelda 1783 - 1784. Áætlað er að þá hafi um 8.700 manns látist af ýmsum orsökum. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, „Áhrif eldgosa á heilsu manna á Ís- landi. Yfirlitsgrein“ eftir Gunnar Guðmundsson lækni og Guðrúnu Larsen jarðfræðing. Þar kemur m.a. fram að íslenskir vísindamenn hafi reynt að meta fjölda dauðsfalla af völdum eldgosa á Íslandi. Þar birtist einnig tafla úr grein (Volcanic Hazards in Iceland) eftir Magnús Tuma Guðmundsson, Guðrúnu Larsen, Ármann Hösk- uldsson og Ágúst Gunnar Gylfason (Jökull 2008; 58: 251-68). Fram kemur í útdrætti greinar- innar í Jökli að jökulhlaup sem verða vegna eldgosa eða jarðhita undir jöklum séu helsta orsök hættu- ástands sem rekja má til eldfjalla. Gjóskufall og flúoreitrun frá eld- gosum hafi auk þess valdið felli bú- fénaðar og hallærum sem leiddu til dauða þúsunda manna fyrir upphaf 19. aldar. Öræfajökulsgosið 1362 eyddi Litlahéraði þar sem voru um 30 bæir og var eldgosið það mannskæðasta sem orðið hefur hér á landi, þótt ekki sé vitað með vissu hve margir fórust. Áætlað er að þeir hafi getað verið á bilinu 50-300. Einnig kemur fram í útdrættinum að hættan á því að fólk farist í sprengigosum sé að aukast. Ástæð- an er sú að nú er orðið vinsælt að ganga á eldfjöll sem gjósa oft og er Hekla nefnd í því sambandi. Þá má bæta því við að Heklugos hefjast gjarnan með stuttum fyrirvara. Í samantekt greinarinnar í Læknablaðinu kemur fram að Ís- lendingar hafi þurft að búa við hætt- una af eldgosum frá því að land byggðist. Eldgos hafa valdið marg- víslegu tjóni, meðal annars á heilsu- fari. Skaftáreldar 1783-1784 eru það eldgos sem haft hefur mest áhrif á heilsufar Íslendinga svo vitað sé og valdið flestum dauðsföllum. Þá er það sagt nauðsynlegt fyrir Íslend- inga að vera stöðugt á varðbergi vegna eldgosa og áhrifa þeirra á heilsufar. Enn er unnið að rannsóknum á heilsufarsáhrifum gosmengunar- innar frá Holuhraunsgosinu. Eink- um er litið til þeirra sem voru mjög nálægt eldstöðvunum vinnu sinnar vegna. Dauðsföll vegna eldgosa á Íslandi Eldfjall Ár Dauðsföll Dauðsföll Athugasemdir á gostíma eftir gostíma Eldfell 1973 1 Eitruð lofttegund Hekla 1947 1 Áverki Grímsvötn 1861 1 Drukknun Laki 1783 Um 8.700 Fjölþættar orsakir Katla 1755 1 Elding Öræfajökull 1727 3 Drukknun, jökulhlaup Grímsvötn 1684 1 Drukknun, jökulhlaup Grímsvötn 1629 4+ Drukknun, jökulhlaup Hekla 1510 1 Áverki Öræfajökull 1362 50-300? Ekki vitað Fjöldi óljós Heimild: Læknablaðið, 10. tbl. 2016 Fá dauðsföll vegna gosa eftir 18. öld Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að margir þeirra sem eru nýsmitaðir af lifrarbólgu C komi inn á Vog. „Okkar sjúklingar eru þeir sem eru í mestri hættu á að smitast og eru nýkomnir inn í heilbrigðisþjónustuna. Við höfum lengi skimað fyrir þessum sjúkdómi og erum því mjög nærri þessum sjúklingahópi. Okkar sjúklingar eru himinlifandi yfir þessu. Í fyrsta lagi hafa margir vit- að af þessari sýkingu, og í sumum tilvikum ekki verið ráðist í meðferð, eða þá að þeir hafi farið í meðferð sem ekki hefur virkað. Margir tala um að þeim létti mikið að fá slíka meðferð sem lofar góðum bata,“ segir Þórarinn. Sjúklingarnir „himinlifandi“ ÞÓRARINN TYRFINGSSON, YFIRLÆKNIR Á VOGI Þórarinn Tyrfingsson Norska skipasmíðastöðin Fisker- strand Verft AS sem Vegagerðin og Ríkiskaup töldu að væru með hag- stæðasta tilboðið í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju dró tilboð sitt til baka í fyrradag, skömmu fyrir skýringafund með fulltrúum kaup- enda. Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, segir að engar skýringar hafi fengist. Lægstu tilboð í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju voru á bilinu 2,7 til 2,8 milljarðar króna, nærri því 800 milljónum undir kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðin endurmetin Lægsta tilboðið var frá kín- versku skipasmíðastöðinni Nan- tong Rainbow Offshore and Eng- ineering en tilboð Fiskerstrand var litlu hærra. Næst voru tilboð frá Tyrklandi, Póllandi og Eistlandi, um 500 milljónum kr. hærri en hin tvö. Við yfirferð tilboðanna og mat á aukakostnaði við eftirlit og heim- siglingu auk afhendingaröryggis og annarra atriða mátu sérfræðingar Vegagerðarinnar og Ríkiskaupa til- boð Fiskerstrand hagstæðast. Sigurður Áss gefur ekki upp hvernig önnur tilboð röðuðust eftir mat á viðbótarkostnaði. Hann segir ekki búið að ákveða við hvaða bjóð- anda verði samið, eftir að Norð- mennirnir gengu úr skaftinu. Það sé enn í vinnslu. Óljóst með skaðabætur Tilboðin áttu að vera bindandi. Sigurður Áss segir að það verði skoðað hvort krafist verði skaða- bóta frá norsku skipasmíðastöðinni sem ekki stóð við tilboð sitt. helgi@mbl.is Ekki staðið við hagstæðasta boð  Rætt við bjóðendur um smíði ferju Morgunblaðið/Eggert Tilboð Enn er verið að vinna úr til- boðum í nýja Vestmannaeyjaferju. Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.