Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 ✝ Gróa fæddist íÁlftártungu á Mýrum 4. júní 1917. Hún lést á dval- arheimilinu Brák- arhlíð í Borgarnesi 25. september 2016. Gróa var ásamt Elínu tvíburasystur sinni elst barna Guðmundar Árna- sonar bónda, fædd- ur 21. september 1873, látinn 9. desember 1954, og Sesselju Þorvaldsdóttur hús- freyju, fædd 4. maí 1888, látin 2. desember 1955. Elín lést 26. ágúst 2005. Eftirlifandi systkini Gróu og Elínar eru Júlía, f. 3. júlí 1921, Árni, f. 21. febrúar 1923, og Valgerður Anna, f. 9. febrúar 1925. Uppeldisbróðir Gróu er Magnús Halldórsson, f. 6. nóv- ember 1933. Gróa bjó alla sína ævi í Álftártungu. Fjölskyldan varð fyrir því óláni að bærinn brann haustið 1924 og bjuggu þau meðal annars í kirkjunni með leyfi biskups. Gróa felldi hug til Páls Aðalsteins Þorsteins- sonar, fæddur 3. febrúar 1913, látinn 8. mars 1988, en hann bjó með fóstursystur og manni henn- þau tvö börn. 6) Steinunn, f. 26. febrúar 1950. Eiginmaður henn- ar er Sigurður Þorsteinsson. Eiga þau saman tvo syni. 7) Ás- gerður, f. 29. júní 1953. Eig- inmaður hennar er Sturla J. Stefánsson og eiga þau tvo syni. Afkomendur Gróu og Páls, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarna- barnabörn eru nú yfir eitt hundrað talsins. Heimili Gróu og Páls í Álftártungu var mjög kær- leiksríkt. Þangað komu gjarnan börn í sveit sem öll eiga hlýjar minningar frá Álftártungu. Um árabil var farskóli í Álftártungu sem Gróa sinnti af miklum myndarskap. Páll og Gróa voru þá virk í félagsmálum í sínu sam- félagi og gegndi Páll hrepp- stjórastöðu um árabil. Gróa var virk í Kvenfélagi Álftaneshrepps frá stofnun þess allt til dauða- dags en þar var hún gerð að heiðursfélaga árið 2003. Þá voru þau ein af stofnfélögum Samkórs Mýramanna. Gróa var iðin og gekk í þau verk er til féllu. Hún prjónaði mikið, þá helst fyrir Handprjónasamband Íslands og seldi síðast vörur sínar í Ljómal- ind í Borgarnesi. Síðustu æviár sín bjó Gróa að dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi við gott atlæti. Útför Gróu fer fram frá Borg- arneskirkju í dag, 7. október 2016, klukkan 14. Jarðsett verð- ur í Álftártungu. ar að Álft- ártungukoti. Páll og Gróa hófu sam- búð í Álftártungu og tóku að rækta upp jörð og bústofn og tóku formlega við búskap árið 1937. Gróa og Páll eignuðust sjö börn: 1) Anna Þóra, fædd 16. júní 1939, látin 31. ágúst 2011. Anna var gift Jóhanni Guð- mundssyni en þau skildu. Eign- uðust þau saman þrjár dætur. 2) Svanur, f. 29. apríl 1942. Svanur var giftur Kristínu Stefánsdóttur en þau skildu. Eiga þau saman fjögur börn. 3) Erna, f. 22. októ- ber 1943. Sambýlismaður hennar er Pétur V. Jónsson. Eiga þau saman fjögur börn. 4) Egill, f. 30. september 1945, d. 19. apríl 2015. Eiginkona hans var Jónína Bára Óskarsdóttir. Eiga þau saman fimm syni. 5) Birgir, f. 4. nóvember 1947. Fyrrverandi eiginkona hans var Steinunn Geirsdóttir og átti hann með henni tvær dætur. Seinni barns- móðir Birgis er Heiða Helgadótt- ir en þau slitu samvistum og eiga Í dag verður til moldar borin elsku mamma og amma heima í Álftártungu þar sem hún átti heima alla ævi, meðan heilsan leyfði, þá fór hún á Brákarhlíð. En alltaf var hugurinn við að komast heim því hvergi annarsstaðar vildi hún vera. Mamma var einstök kona, mátti aldrei aumt sjá, hvorki hjá mönnum eða dýrum. Ég ólst upp í sjö systkina hópi og alltaf voru að- komukrakkar á sumrin og margt manna í heimili. Alltaf var mamma til staðar ef eitthvað bját- aði á og skipti þá engu hver átti í hlut. Hún var fyrst á fætur og síð- ust til að fara í rúmið. Við Sturla bjuggum með þeim mömmu og pabba í um tíu ár og ólust Stefán og Guðmundur þar upp sín fyrstu ár. Mamma var óþreytandi við að kenna þeim gegna og góða siði, og eins kvæði og söng. Stefán var ekki stór þegar þau sungu Ó blessuð vertu sumarsól, og mörg önnur lög heyrði ég þau syngja þrjú saman. Mamma fylgdist vel með afkomendum sínum fram á síðasta dag. Alltaf spurði hún um Reyni og Elís, strákana hans Stebba sem búsettir eru í Noregi, og þar er líka langalangömmu- stelpa, sem mamma spurði alltaf um. Alnöfnu fékk mamma hjá Guðmundi og það gladdi hana. Margs er að minnast úr æsku heima í Álftártungu, og í mörgu var að snúast á stóru heimili. Allt- af var mamma nálæg og huggaði og hlúði að ef eitthvað bjátaði á. Hún var sterk fyrir þegar áföll og missir bar að, fyrst Vilberg Eg- ilsson, svo pabba, því næst Önnu og síðast Egil, alltaf stóð hún hnarreist og sterk og lét áföllin ekki buga sig, þó svo að sorgin væri mikil og missirinn sár. Elsku mamma, amma og langa- langamma. Við minnumst þín sem besta leiðbeinanda í lífinu. Hvíl í friði. Ásgerður og Sturla, Stefán, Guðmundur og fjölskyldur. Í dag kveðjum við ömmu mína, Gróu Guðmundsdóttur. Ég var svo heppin að fá að alast upp að hluta hjá afa og ömmu í Álftár- tungu. Var hjá þeim í sveitinni öll mín bernskusumur og öll skólafrí og flutti svo til þeirra þegar grunnskólanum lauk og bjó hjá þeim þar til ég hóf minn búskap austur í Breiðdal. Amma var mikill náttúruunn- andi og hafði mikla þekkingu á náttúrunni og umhverfinu. Við vorum ekki gömul krakkarnir þegar hún var búin að kenna okk- ur öll helstu jurtaheiti og að þekkja fuglategundirnar. Þá var hún einstakur dýravinur og allar skepnur hændust að henni. Hún lagði ríka áherslu á að kenna okk- ur að umgangast náttúru og dýr af virðingu. Hennar mottó var að enginn væri öðrum æðri, allt lif- andi ætti sinn rétt og alltaf ætti að standa með þeim sem minna mættu sín, hvort sem væri menn eða dýr. Minningarnar eru margar og dýrmætar, amma að kenna mér að mjólka, bæði með höndum og vélum. Man hvað ég var stolt þeg- ar ég átti orðið fjósaföt sem héngu á snaga við hliðina á ömmufötum. Amma að hjálpa bæði ám og kúm að bera og um leið að miðla af þekkingu sinni til okkar yngri. Amma að syngja fyrir okkur en hún hafði bjarta og fallega sópr- anrödd. Ég var komin fram á full- orðinsár þegar ég áttaði mig á að það var ekki sjálfgefið að allir kynnu alla texta við gömlu góðu sönglögin. En hjá þeim sem um- gengust ömmu og afa var það sjálfgefið. Þá var amma mjög fróð og víðlesin, kunni ógrynni af sög- um og vísum og var líka dugleg að segja okkur frá lífinu eins og það var. Amma hafði gaman af því að ferðast um landið, þó tækifærin hafi ekki gefist til þess fyrr en á efri árum. Hún var t.d. mjög dug- leg að koma og heimsækja mig austur á land og þá oftast með Steinunni, dóttur sinni, og Sig- urði, hennar manni. Fórum við þá vítt og breitt um Austurlandið og skoðuðum hvern fjörð og vík. Líka eru ofarlega í minningunni nokkr- ir dagar sem við ferðuðumst um norðanverða Vestfirði og það var eiginlega sama hvar við bárum niður, amma kunni alltaf einhverj- ar sögur frá hverjum stað. Þegar ég var nýorðin 18 ára varð ég móðir, við foreldrarnir vorum bæði í búfræðinámi, og alls ekki sjálfgefið að nýbakaðir for- eldrar gætu lokið náminu. Það varð úr að ég tók mér árshlé frá náminu en hélt svo áfram árið eft- ir. Amma og afi voru þá með strákinn okkar ársgamlan í heilan vetur og gerðu okkur kleift að klára námið. Fyrir það er ég eilíf- lega þakklát. Það er stór hópur afkomenda sem nú kveðja mömmu, ömmu, langömmu og langalangömmu. Ég er stolt af því að tilheyra þeim hópi og mér getur ekki hlotnast meiri heiður um ævina en sá að vera afkomandi ömmu og afa. Gróa. Í dag kveð ég ömmu mína sem ég hef verið svo lánsöm að fá að njóta svo lengi. Hún er mér mikil fyrirmynd fyrir hvað hún var heil- steypt, orðvör og umhyggjusöm gagnvart öllum og æðruleysið finnst mér lýsa henni allra best. Ég var svo heppin að flytja í sveit- ina hennar og þar fengu einnig börnin mín að njóta hennar nær- veru og umhyggju. Ég varð þess aðnjótandi að aðstoða ömmu síð- ustu árin hennar heima áður en hún fór á dvalarheimili og hvað ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þessar stundir með henni. Ég á mér mjög sterka minningu þeg- ar amma bað mig um að greiða sér, henni þótti það svo gott þegar ég var lítil, enda tók ég upp þann sið að strjúka henni um ennið og hárið þegar ég aðstoðaði hana í seinni tíð. Það að sitja með ömmu í þögn- inni eða hlusta á útvarp og tifið í prjónunum var svo notalegt, við þurftum ekkert að vera að ræða neitt, bara njóta þagnarinnar. Þótt amma hafi verið orðin 99 ára gömul var hún mjög skýr og einhvern veginn svo sjálfsagt að hún væri alltaf til staðar fyrir stórfjölskylduna, og hve við öll sem hennar góðmennsku nutum höfum fyrir mikið að þakka, þá er nú svo skrítið að hún sé farin, blessunin. Nú er hún komin á góð- an stað og líður vel með fólkinu sínu sem farið er. Ég veit að hún mun vaka yfir afkomendum sínum, það var henni líkt að hugsa vel um alla og mátti ekkert aumt sjá, hvort sem það voru skepnur eða menn. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, Föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Berglind Árnadóttir.) Svanhildur Björk Svansdóttir. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín, elskulega amma góða, um hin mörgu gæði þín. Gróa Guðmundsdóttir ✝ SveinbjörnEgilsson fædd- ist 26. júlí 1947 að Sólheimum í Vog- um. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. október 2016. Foreldrar hans voru hjónin Egill Sæmundsson, f. 3. febrúar 1918, d. 24. apríl 2003, og Sigríður Vilborg Jakobsdóttir, f. 23. október 1923, d. 3. jan- úar 2012. Systkini Svein- björns: Sveinbjörn Jakob, f. 1943, d. 1944, Sigurður Vil- berg, f. 1945, d. 2016, Klem- enz, f. 1950, Guðrún, f. 1954, og Sæmundur Kristinn, f. 1962. Sveinbjörn kvæntist 18. júlí 1970 Svandísi Guðmunds- dóttur, f. 28. maí 1952, frá Lyngholti. Þau skildu. Faðir Svandísar var Guðmundur Björgvin Jónsson, f. 1. október 1913, d. 23. september 1998, og móðir Guðrún Lovísa Magnúsdóttir, f. 18. desember Voga og ólst þar upp við hefð- bundin störf til sjávar og sveita. Hann gekk í Brunna- staðaskóla á Vatnsleysuströnd og lærði á orgel í Tónlistar- skóla Keflavíkur og Hafnar- fjarðar. Hann var einnig flink- ur á harmonikkuna og spilaði við ýmsar uppákomur. Sveinbjörn stundaði sjó- mennsku frá 16 ára aldri til rúmlega fimmtugs. Hann tók skipstjórnarréttindi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík árið 1970. Eftir að hann hætti til sjós vann hann við öryggis- gæslu á Keflavíkurflugvelli. Árið 1973 flutti Sveinbjörn með fjölskyldu sína í einbýlis- hús sem hann byggði með að- stoð sveitunga sinna. Þar bjó hann til æviloka. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum. Á sjómannadögum var hann m.a. í hinu sigursæla kappróðrarliði UMF Þróttar á gullaldarárum þess. Seinni ár stundaði hann golf og var virkur í félagsstarfi eldri borgara í Vogum. Hann var meðlimur í kór Kálfatjarnar- kirkju. Á sumrin reri hann á trillum sínum í frístundum og hafði gaman af. Útför Sveinbjörns fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag, 7. október 2016, og hefst at- höfnin klukkan 15. 1922. Börn Svein- björns og Svandís- ar eru: 1. Hilmar Egill, f. 1969, maki Áshildur Linnet, f. 1975. Börn: a) Arnar Egill, f. 2000, b) Bragi, f. 2007, c) Birna Rán, f. 2012. 2. Vignir, f. 1970, maki Guðný Helga Kristjánsdóttir, f. 1973. Börn: a) Ingvar Egill, f. 1990, unnusta Hildur María Vilhjálmsdóttir, f. 1991. Dótt- ir: Kristný Rún Ingvarsdóttir, f. 2014, b) Elvar Ingi, f. 1995, unnusta Lára Björk Jóns- dóttir, f. 1996, c) Harpa Eik, f. 2013. 3. Eva, f. 1977, maki Torfi Magnússon, f. 1977. Börn: a) Íris, f. 2004, b) Magn- ús, f. 2007. Árið 1991 kynntist hann Söru Huldu Björk Kristjáns- dóttur. Þau voru nánir og góð- ir vinir. Sex ára gamall flutti Svein- björn með foreldrum og bræðrum yfir Arahól í Minni- Elsku pabbi, það var okkur öllum mikið áfall þegar þú greindist með krabbamein. Núna, fimm árum síðar, þegar þú ert farinn horfum við til baka og hugsum um það hversu æðrulaus þú varst í veikindum þínum. Alltaf hafðir þú trú á því að þú myndir hafa betur í baráttunni. Þú barst þig alltaf vel og varst alltaf jákvæður. Í æskuminningum okkar varstu mikið á sjó. Mikil til- hlökkun var á heimilinu þegar þú varst væntanlegur í land. Mamma búin að undirbúa heimkomu þína með bakstri, og þú komst glaður með fiskpok- ann og harðfiskinn sem þú varst búinn að herða útá sjó. Oft kútveltumst við um gólfin í gamnislagsmálum og bónda- beygjum. Þú varst viljugur að dytta að ýmsu heimavið og við það heyrðum við oft blístur og söngl. Fréttirnar og enski boltinn í sjónvarpinu skiptu þig miklu máli og sussaðir þú ævinlega á okkur svo þú heyrðir. Eftir fréttir settistu svo oft við org- elið og þá máttu allir leika með látum og syngja hástöfum. Þegar við bræður vorum komnir á unglingsár leyfðir þú okkur stundum að keyra inná Strönd eða út á Stapa. Ekki varstu þó ánægður þegar við snuðuðum kúplinguna sí og æ, og áttirðu þá til að grípa til blótsyrða. Stundum fórum við fjölskyld- an í yndislegar gönguferðir út í náttúruna, með nesti og teppi, upp á Keili, suður á Flatir, upp á Stapa, í Hrafnagjá og víðar. Eftir að þú misstir þrjá fing- ur, einn á vinstri og tvo á hægri, grínaðistu oft með það þegar einhver vildi gefa „five“ að þú gætir bara gefið „three“. „Give me three.“ Þú varst alla tíð mikill áhugamaður um kartöflurækt og sinntir kartöflugarðinum með mikilli natni. Í síðustu heimsóknum okkar á spítalann ræddirðu mikið við okkur systkinin um kartöflurnar sem voru óuppteknar og hver ætlaði að taka þær upp. Í einum af þínum síðustu símtölum af spít- alanum spurðirðu hvernig upp- skeran hefði verið og hvernig kartöflurnar hefðu smakkast. Við kveðjum þig með söknuði og berum kveðja frá mömmu. Hilmar Egill, Vignir og Eva. Í dag kveðjum við Bubba bróður okkar sem háði fimm ára baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Fyrir hann og aðra í fjöl- skyldunni varð það mikið áfall að fá þessa erfiðu greiningu en hann tók þessu með æðruleysi og stóð sig vel í þeim með- ferðum sem til þurfti. Allan þann tíma bar hann sig vel og var bjartsýnn á að halda mætti þessum vágesti í skefjum. Síð- ustu mánuðir voru honum erf- iðir og sýnt var í hvað stefndi en þrátt fyrir það var barátt- unni haldið áfram og von um bata þar til yfir lauk. Bubbi ólst upp í Minni-Vog- um, Vogum, við leik og störf. Á bænum var smá búrekstur svo nóg var að gera á þessum árum varðandi umhirðu og heyskap sem að mestu var stundaður með gamla laginu. Ýmislegt annað var einnig fengist við svo sem útgerð á rauðmaga og hann síðan seldur upp við Keflavíkurveg. Þegar hann var 16 ára gamall réð hann sig sem kokk á bát þótt hann hefði ekki haft reynslu í matargerð, en allt blessaðist það með leiðbeiningum frá móður okkar. Hann náði sér í stýrimannsréttindi og sjó- mennskan varð síðan hans að- alstarf. Ungur stofnaði hann fjölskyldu með þáverandi eig- inkonu sinni, Svandísi Guð- mundsdóttur, og eignuðust þau þrjú börn. Bubbi fékk snemma áhuga á tónlist og spilaði á hljómborð og harmonikku sér til ánægju. Einnig söng hann í Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju þar sem hann var kjölfestan í bassanum. Hann hafði einnig mikinn áhuga á fótbolta, hann tefldi, spilaði bridge og vist og skraflaði við vini og ættingja í tölvunni ásamt því að spila golf í Golfklúbbi Vatnsleysustrand- ar. Bubbi var liðtækur á dans- gólfinu og hafði gaman af að dansa. Hann var orðinn virkur félagi í starfi eldri borgara. Það hafði lengi blundað í honum að eignast trillu og eftir miðjan aldur rættist sá draumur. Þarna átti hann margar góðar stundir. Þannig að það má með sanni segja að hann átti nóg af áhugamálum. Hann lagði metn- að sinn í að halda húseigninni sinni snyrtilegri og sem merki um það þá málaði hann húsið sitt að utan núna í sumar en þá voru veikindin farin að taka sinn toll og þurfti hann að sæta lagi til að klára verkið. Sara H. B. Kristjánsdóttir var kær vinkona hans í árarað- ir. Hún sýndi honum sérstaka umhyggju og stuðning í veik- indum hans og viljum við systk- inin færa henni þakkir og sam- úðarkveðju. Hugur okkar og samúð er hjá börnum hans og fjölskyldum þeirra. Við systkinin geymum marg- ar góðar minningar um kæran bróður og þökkum honum sam- fylgdina. Hvíl í friði. Blessuð sé minning þín. Klemenz, Guðrún og Sæmundur Egilsbörn. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. … (Bubbi Morthens.) Kær kveðja. Fyrir hönd félaga í kór Kálfatjarnarkirkju, Guðbjörg Kristmundsdóttir. Sveinbjörn Egilsson Ástkær bróðir minn og frændi okkar, ÞORBJÖRN BJARNASON kennari, Álftamýri 48, frá Lyngholti, Hrútafirði, andaðist mánudaginn 3. október. Útför hans fer fram fimmtudaginn 13. október klukkan 13 frá Háteigskirkju. Hann verður jarðsettur á Prestbakka í Hrútafirði. . Þorsteinn Bjarnason, Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir, Helga Hannesdóttir, Bjarndís Hannesdóttir, Gunnlaug Hannesdóttir, Anna Kristín Hannesdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.