Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Grætur ekki vætuna Ung stúlka gengur galvösk í Bankastræti í Reykjavík, vel í stakk búin að takast á við vætutíðina, og heldur á vit ævintýra í landslagi sem sagt er að líkist stundum tunglinu. Eggert Á dögunum sem nú líða eru óvenjulega margar ráðstefnur um alþjóðamál í Reykja- vík. Stærsti viðburð- urinn er Arctic Circle eða Hringborð norð- urslóða sem Ólafur Ragnar Grímsson, þá- verandi forseti Ís- lands, beitti sér fyrst fyrir árið 2013. Nú þegar menn koma saman við þetta hringborð í fjórða sinn er augljóst að ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem stærsti alþjóðlegi samráðsvett- vangur þeirra sem hafa áhuga á að ræða málefni norðurslóða. Nú hafa 2000 þátttakendur frá yfir 40 lönd- um skráð sig á þingið. Alls verða þar rúmlega 90 málstofur með um 400 ræðumönnum og fyrirlesurum. Ólafur Ragnar sagði í samtali á sjónvarpsstöðinni ÍNN í vikunni að ýmsar ástæður væru fyrir því að tekist hefði að vekja þennan mikla áhuga. Mætti þar nefna landið sjálft, árstímann, greiðar sam- göngur og síðast en ekki síst frá- bæra aðstöðu til ráðstefnuhalds í Hörpu. Taldi hann að ekkert hús á norðlægum slóðum og þótt víðar væri leitað hentaði jafnvel til ráð- stefnu af þessu tagi og Harpa. Þá væri næsta nágrenni hennar við gömlu höfnina og inn í miðborgina skemmtileg umgjörð fyrir ráð- stefnugesti. Óvinnandi er að gera grein fyrir öllu sem rætt verður á Arctic Circle að þessu sinni. Allir sem áhuga hafa á framvindu mála á norðurslóðum geta svalað honum annað hvort á stórum eða litlum fundum í Hörpu. Ráðstefnubókin sem lýsir því sem gerist er 52 blaðsíður. Á engan er hallað þótt sagt sé að Arctic Circle sé verk Ólafs Ragnars Grímssonar og merk arfleifð hans sem for- seta Íslands. Hann hafði ekki setið mörg ár í forsetaembætti þegar hann tók að ræða norðurslóðamál og varð eftirsóttur fyr- irlesari um þau. Þá átt- aði hann sig á að menn ræddu þetta hver í sínu horni og án þess að ná nægilegri póli- tískri athygli. Hann vann hugmyndinni um nýjan umræðuvettvang fylgi og á undanförnum árum hefur pólitíska athyglin á norðurslóðum stóraukist. Hillary Clinton varð á sínum tíma fyrst utanríkisráðherra Bandaríkj- anna til að sækja ráðherrafund í Norðurskautsráðinu þegar hann var haldinn á Grænlandi í maí 2011 en þá hafði ráðið starfað í 15 ár. Segir Ólafur Ragnar að embættismenn hennar hafi talið óþarft fyrir hana að sinna þessu jaðarráði. Nú sé þetta gjörbreytt. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú allt ann- an og meiri áhuga á Norður- Íshafinu heldur en þegar Ólafur Ragnar ræddi málefni norðurslóða við hann í fyrsta sinn í upphafi ald- arinnar. Hann vísi ekki lengur á héraðshöfðingja þegar rætt sé um heimskautamál. Í fyrra notaði François Hollande Frakklandsforseti Arctic Circle ráð- stefnuna til að kynna markmið sín í loftslagsmálum vegna Parísarráð- stefnunnar um þau sem þá var á næsta leiti. Í ár flytur Ban Ki-moon, fráfarandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fyrirlestur á ráðstefnunni þar sem hann lítur yfir árangur í loftslagsmálum í tíð sinni sem að- alritari og lýsir framtíðarsýn sinni. Endurmat öryggismála Í gær efndu Varðberg, samtök um vestræna samvinnu, Nexus, rannsóknarvettvangur á sviði ör- yggis- og varnarmála, og Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands, til fyrstu ráðstefnu af þremur til að minna á að í ár er áratugur liðinn frá brottför bandaríska varnarliðsins frá Íslandi. Litið var til þess tíma og framvindunnar síðan Þrjár konur ræddu utanríkis- og öryggismálin frá íslenskum sjón- arhóli: Lilja D. Alfreðsdóttir utan- ríkisráðherra, Anna Jóhannsdóttir sendiherra, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, og Hanna Birna Kristjáns- dóttir, formaður utanríkismála- nefndar alþingis. Öryggis- og varnarmálin ber ekki hátt í kosningabaráttunni um þess- ar mundir. Að huga að þeim mála- flokki er brýnt engu að síður. Fyrir nokkrum vikum samþykkti alþingi lög um þjóðaröryggisráð. Innan þess á að tengja alla þræði sem varða gæslu öryggis þjóðarinnar út á við. Skeytingarleysi á þessu sviði getur reynst þjóðinni afdrifaríkt, stjórnmálamenn bera þar mikla ábyrgð og verða að vera með á nót- unum hvort sem þeim líkar betur eða verr. Fyrir utan konurnar þrjár sem nefndar eru hér að ofan fluttu tveir erlendir gestir erindi á varnar- málaráðstefnunni: Robert Loftis, prófessor við Boston-háskóla, og Oj- ars Eriks Kalnins, formaður utan- ríkismálanefndar þings Lettlands. Loftis starfaði á sínum tíma í bandarísku utanríkisþjónustunni sem sendiherra og formaður við- ræðunefnda við ríkisstjórnir margra annarra landa, þeirra á meðal Íslands þegar rætt var um brottflutning bandaríska varnar- liðsins héðan en segja má að hann hafi verið á döfinni allt frá 1993 til 2006. Á fyrri hluta tíunda áratugarins var unnin stefnumótandi skýrsla um stöðu Íslands í öryggismálum eftir lok kalda stríðsins þar sem litið var á aðildina að NATO og varnarsamn- inginn við Bandaríkin sem horn- steina. Sama grunnstef er í þjóð- aröryggisstefnunni sem alþingi samþykkti. Viðræðurnar við Banda- ríkin um Keflavíkurstöðina snerust um framkvæmd þessarar stefnu. Þar til fyrir aldarfjórðungi lá þungamiðja varnarkerfis NATO í miðhluta Evrópu. Nú hefur hún færst norðar og inn á Eystrasalts- svæðið. Í því tilliti er fróðlegt að kynnast viðhorfum formanns utan- ríkismálanefndar þings Lettlands. Allt sem gerist í öryggismálum á hans slóðum hefur áhrif á þróun mála á Norður-Atlantshafi. Vegna aukinnar spennu í sam- skiptum við Rússa undir forystu Pútíns er óhjákvæmilegt að end- urmeta stöðuna í öryggismálum eins og gert hefur verið innan NATO og birtist meðal annars í við- horfum til þess sem gerist á N- Atlantshafi. Það reyndist mikil skammsýni að ímynda sér að að- staða á Íslandi yrði ekki áfram hernaðarlega mikilvæg. Íslendingar verða enn að huga að eigin öryggi einir og í samvinnu við aðra. Þrjátíu ár frá Höfðafundinum Þess verður minnst í dag og næstu daga að 30 ár eru liðin frá því að Ronald Reagan Bandaríkja- forseti og Mikhaíl Gorbatsjov Sov- étleiðtogi hittust í Höfða. Af því til- efni mun starfsemi Höfða, friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands, hefjast og efnt verður til málþings um hlutverk borga, smáríkja og borgara í „að stuðla að friði og mikilvægi upp- lýstrar og lýðræðislegrar samræðu í nútímasamfélagi“ eins og segir í kynningu á vefsíðu Háskóla Íslands. Þá verður fjallað sérstaklega um áhrifamátt miðlunar og hvernig kvikmyndir geta haft áhrif til breyt- inga í heiminum. Friðarsetrið gefur Alþjóða- málastofnun Háskóla Íslands færi á að víkka út rannsóknarsvið sitt. Er boðað að í framhaldinu beini hún sjónum í auknum mæli að þeim áskorunum sem nútímasamfélög stendur frammi fyrir, eins og auk- inni þjóðernishyggju og lýðskrumi í samfélagsumræðu, loftslagsbreyt- ingum og málefnum flóttamanna. Þá verði rætt um hlutverk borga, smáríkja og almennra borgara í að stuðla að friði og friðarmenningu. Í næstu viku efnir Alþjóðlega friðarstofnunin (International Peace Institute) og utanríkisráðu- neytið síðan til málþings í Höfða um áhrif leiðtogafundarins 11. og 12. október 1986 á umræður um afvopn- un og leiðir til að draga úr spennu. Sérfróðir menn velta fyrir sér hvort unnt sé að nýta reynsluna af fund- inum í Höfða, aðdraganda hans og eftirleik til að minnka ágreining og spennu milli Rússa og Bandaríkja- manna á líðandi stundu. Nú síðustu daga hafa samskipti þjóðanna versnað vegna stríðsins í Sýrlandi og segja sérfræðingar þau ekki hafa verið verri í aldarfjórð- ung. Vladimír Pútín gekk meira að segja svo langt mánudaginn 3. októ- ber að slíta samningi ríkjanna frá árinu 2000 um geymslu og eyðingu á plútóníum sem nota má við gerð kjarnorkuvopna. Ófriðurinn í suðri við Miðjarðar- haf hefur áhrif í norðri við Norður- Atlantshaf. Eftir Björn Bjarnason » Öryggis- og varn- armálin ber ekki hátt í kosningabarátt- unni um þessar mundir. Að huga að þeim mála- flokki er brýnt engu að síður. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Norðurslóðir, varnarmál og Höfðafundur á döfinni í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.