Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 www.heild.isfyrirspurn@heild.is Til leigu HEILD fasteignafélag Um er að ræða skrifstofurými á 2. hæð á góðum stað á Höfðanum. Leigurýmið er 720 fm en mögulegt er að skipta því upp í minni rými. • 720 fm skrifstofurými. • Góð staðsetning. • Næg bílastæði. Höfðabakki 3, 110 Reykjavík Hraunhellirinn Leiðarendi er um 4.000 metra langur og ör- skammt frá veginum sem tengir saman Krýsuvíkurleið sunnan við Hafnarfjörð og Bláfjöll, skíðasvæðið vinsælla. Leiðar- endi er nokkurs konar á einskis- mannslandi og liggur beinlínis landamæralínu Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Þykir þó fremur tilheyra síðarnefnda sveitarfé- laginu og því hafa Hafnfirðingar gripið boltann á lofti og hafa tekið Leiðarenda í fóstur, ef svo má segja Munni hellisins er í jarðfalli beint suður af Helgafelli. Þegar niður er komið tekur við rauð- leitur geimur í mikilli hraunrás, sem einkennist af flögum á veggjum og lofti og í rásinni má sjá dropasteina, sepa, hraunstrá og aðrar jarðmynd- anir. Óvíða annarsstaðar er að- gengi að svona jarðundrum betra og af því skapast álagið. Steinar, sep- ar og stráin JARÐFALL VIÐ HELGAFELL Djásn Fallegir dropasteinar í rauð- um bruna í lofti Leiðarenda. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hellinum Leiðarenda við Blá- fjallaveg verði lokað tímabundið fyrir öllum heimsóknum. Á hverju ári skoða þúsundir ferðamanna hellinn, sem nú liggur undir skemmdum vegna mikil álags. Það er í valdi Umhverfisstofnunar að taka ákvörðun um lokun, en með- an á henni stæði yrði tíminn not- aður til að fara í nauðsynlegar framkvæmdir. „Aðgerðir við Leiðarenda mega ekki bíða. Hvort sem hell- inum verður lok- að eða ekki verður farið í framkvæmdir þar, auk þess sem við viljum innheimta hóf- legt gjald af gestum. Mér finnst ekki forsvaranlegt að fólk fari þarna niður og brjóti niður dropa- steina eða skilji eftir sig rusl, seg- ir Helga Ingólfsdóttir, sem er for- maður umhverfis- og framkvæmdaráðs. Til stendur að koma upp afgreiðsluhúsi skammt frá munna hellisins, stækka bíla- stæði og leggja stíga. Merkingar á staðnum eru þegar komnar. Úrbætur og innheimta Ferðaþjónustufyrirtæki gera út í reglulegar ferðir að Leiðarenda, enda er hellirinn mjög aðgengileg- ur. Selt er í þessar ferðir og í því ljósi segir Helga ekki nema sann- gjarnt að gestir greiðir fyrir heim- sókn. Með því fáist peningar í nauðsynlegar framkvæmdir svo og landvörslu. Ekki liggur fyrir hvað uppbygging á svæðinu gæti kost- að, en það yrðu að minnsta kosti nokkrar milljónir króna. „Lokun vegna þessara nauðsyn- legu úrbóta gæti tekið nokkra mánuði. Vonandi getum við þó komist hjá henni svo gestir geti áfram sótt staðinn meðan á fram- kvæmdum stendur. En þetta má ekki bíða; úrbætur og innheimta eru á dagskrá,“ segir Helga. Hún bætir við að einnig sé áhugi hjá Hafnarfjarðarbæ að gera brag- arbætur á umhverfi og aðstöðu við Seltún í Krýsuvík. Þar fjölgar gestum ár frá ári, enda eru kraumandi hverirnir áhugaverðir að sjá. Leiðarenda verði lokað  Hellir er í hættu og Hafnarfjarðarbær vill framkvæmdir  Beðið eftir Umhverfisstofnun  Hófleg gjaldtaka er á dagskrá  Áhugi á Krýsuvík Helga Ingólfsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leiðarendi Hellismunninn og í baksýn er Helgafell, Hafnarfjarðarfjallið. Krýsuvík Margir koma að hverasvæðinu við Seltún. Margt að sjá og skoða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.