Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 ✝ Grétar Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 11. maí 1946. Hann lést á heimili sínu 28. september 2016. Foreldrar hans voru Guðmundur Í. Guðmundsson, sýslumaður, alþing- ismaður, utanrík- isráðherra og síðar sendiherra, f. 17. júlí 1909, d. 19. desember 1987, og kona hans Rósa Ingólfsdóttir, húsfreyja, f. 27. júní 1911, d. 27. júní 1998. Bræður Grétars eru Guðmundur Ingólfur, lögmaður, f. 5. apríl 1943, kvæntur Rósu Steinunni Jónsdóttur, Ingólfur Vignir, f. 17. nóvember 1944, d. 16. september 1961, Örn, deild- arstjóri, f. 17. febrúar 1949, kvæntur Kristínu Guðfinnsdótt- ur, Ævar, lögmaður, f. 24. nóv- ember 1950, d. 15. desember 2000, kvæntur Guðrúnu Jóhann- esdóttur. Grétar kvæntist hinn 24. febr- úar 1973 Kathleen Guðmunds- son, einkaritara, f. 1. janúar 1948. Foreldrar hennar eru Alf- red Dyson, vélfræðingur, f. 5. febrúar 1916, d. 11. mars 1981, og kona hans Catherine Guinee, húsfreyja, f. 22. ágúst 1915, d. 6. júní 1988. Börn Grétars og Kat- hleen eru Ívar Al- freð, hagfræðingur, f. 24. mars 1980, kvæntur Söndru Guðlaugsdóttur, sjúkraliða, þeirra börn eru Karen Lind, f. 30. júlí 1997, Heiðdís Eva, f. 5. nóvember 2005, og Brynjar Breki, f. 4. apríl 2008. Stefán Helgi, smiður, f. 3. nóvember 1982. Sonur hans er Sindri Nóel, f. 7. janúar 2014. Grétar lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1965. Stuttu síðar fluttist hann til Englands með foreldrum sín- um. Hann hóf störf hjá Loftleið- um sem stöðvarstjóri á Heath- row-flugvelli árið 1966, síðar meir sem skrifstofustjóri í Lond- on. Hann fluttist heim til Íslands árið 1976 og hóf störf hjá Sam- vinnuferðum. Árið 1979 hóf hann störf hjá Tryggingastofn- un ríkisins sem deildarstjóri. Frá árinu 1983 og þar til hann settist í helgan stein starfaði hann hjá Tollstjóranum í Reykjavík sem deildarstjóri. Útför Grétars fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 7. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 11. Grétar, mágur minn, fæddist til vorsins. Náttúran var að taka við sér eftir vetrardvala og fugl- arnir hófu söng sinn. Gróðurinn vaknaði til lífsins, blómkrónur opnuðust og litir vorsins sprungu út. Grétar átti gott og litríkt líf. Hann eignaðist yndislega konu, Kathy, tvo syni, Ívar og Stefán, tengdadóttur og barnabörn. Hann var mikill fjölskyldumað- ur, heimakær og fastur fyrir. Grétar var ekki allra, hann var fámáll en hafði ákveðnar skoð- anir. Hann var fljótur til svara og húmorinn oft svartur hjá honum. Grétar var búinn að eiga við erfið veikindi undanfarin tvö ár. Aldrei kvartaði hann og hann virtist sætta sig við það sem koma skyldi. Styrkur hans var mikill. Kathy, synir hans og tengdadóttir önnuðust hann af alúð og mikilli umhyggju allt til hins síðasta. Hann fékk að kveðja heima með ástvini sína sér við hlið. Nú þegar haustið leggst að, gróðurinn fölnar, blómin falla og náttúran leggst í dvala kveður Grétar. Lífslogi hans er slokkn- aður og fótatak hans er hljóðn- að. Nú flýgur hann frjáls með fuglunum í haustvindunum út í himinblámann. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Ég votta Kathy, Ívari, Stef- áni, Söndru og barnabörnum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Grétars. Rósa Steinunn. Hugurinn hvarflar óneitan- lega til baka nú þegar Grétar er fallinn frá eftir erfið veikindi. Hans verður saknað en minn- ingin lifir áfram. Söknuður Kathyar, barnanna og barna- barnanna er auðvitað mestur. Grétar fékk þá ósk sína upp- fyllta að fá að kveðja þennan heim í faðmi fjölskyldunnar á fallegu heimili þeirra hjóna. Nokkrum dögum fyrr sátum við og gerðum að gamni okkar, drukkum kaffi og gæddum okk- ur á heimabökuðu með Grétari og Kathy. Það var ómetanlegt að fá að vera nálægt ykkur síðustu dag- ana í lífi hans. Kathy og strák- arnir hafa hrósað heimaaðhlynn- ingu líknardeildar Landspítalans mikið fyrir frábært starf. Það er mikilvægt að eiga möguleika á slíkri þjónustu þegar aðstæður leyfa. Ég þekkti Grétar frá því hann fæddist. Hann var miðju- barn í hópi fimm bræðra og sá þriðji þeirra sem kveður þennan heim. Í minningargrein um Æv- ar bróður hans, sem lést árið 2000, skrifaði Grétar: „Við vor- um bara bræður í upphafi, fimm strákar (nei, það er ekki rétt, við vorum sex með Dadda, sem var jú alltaf einn af okkur) þar til eitt dimmt haustkvöld 1961 fækkaði um einn og ómeðvitað varð sú breyting á, að frá því að vera bara bræður, urðum við líka vinir, vinátta sem hefur haldist í gegnum árin, eitthvað sem aldrei verður frá mér tek- ið.“ Þetta skrifaði Grétar fyrir 16 árum. Mér fannst afar vænt um þessi orð hans og þau stað- festu það sem við höfum allir vitað um hið nána samband sem var á milli okkar strákanna. Heimur okkar þegar við vorum litlir snérist um lífið í Brekku- götu og Austurgötu í Hafnar- firði og á Skothúsvegi og Berg- staðastræti í Reykjavík. Þetta var afar skemmtilegt og áhyggjulaust líf. Foreldrar okk- ar og náið samband þeirra og framkoma við okkur var þess eðlis að manni fannst maður vera í bræðrahópi. Eins og gengur tvístraðist hópurinn dá- lítið þegar sumir fóru til náms og/eða starfa erlendis. Síðustu áratugina höfum við lagt meiri áherslu á að hittast og rækta tengslin. Það hefur gefið okkur mikið. Grétar og Kathy hafa verið öflug á því sviði, oft eins og segull og lím í senn. Þau voru glæsileg hjón og það var alltaf gott að vera í ná- vist þeirra. Hvíl í friði, kæri Grétar. Þakka þér fyrir vináttuna öll þessi ár. Elsku Kathy. Innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur Ellu og fjölskyldu til þín, Stefáns, Ívars, Söndru og barnabarnanna. Davíð (Daddi). Grétar Guðmundsson ✝ Páll Pálssonfæddist 12. febrúar 1951 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 24. september 2016. Páll var sonur hjónanna Páls Ax- elssonar, f. 1922 á Akureyri, d. 1988, og Sigríðar Hall- dórsdóttur, f. 1925 á Fögrubrekku í Hrútafirði, d. 2002. Hann var annað barn for- eldra sinna. Eldri er Halldór, f. 1948, yngri er Guðrún Margrét, f. 1959. þar sem hann var í tvö ár og náði m.a. góðum tökum á dönsku. Eft- ir heimkomuna frá Danmörku fór hann í Garðyrkjuskóla rík- isins í Hveragerði og vann eftir það sem garðyrkjumaður bæði á Íslandi og í Danmörku. Páll tók meiraprófið og starfaði sem vörubílstjóri hjá Hraðfrysti- stöðinni um hríð. Hann vann í fiskvinnslu í Grindavík og í byggingarvinnu hjá Íslenskum aðalverktökum auk fleiri starfa á Íslandi og í Danmörku þar sem hann bjó af og til. Frá árinu 2002 bjó hann einn á Ránargötu 10 þar sem hann lést. Banamein hans var bráðalungnabólga. Páll verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 7. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Páll ólst upp í Reykjavík hjá for- eldrum sínum, systkinum og móð- urforeldrum. Fyrstu tíu æviár hans bjó fjölskyldan á Hverfisgötu 60a en flutti síðan í Lönguhlíð 19. Páll gekk í Austurbæj- arskóla, Hlíðaskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann lærði á pí- anó, klarínett og harmónikku og var félagi í Harmónikkufélagi Reykjavíkur. Tvítugur að aldri fór Páll á lýðháskóla á Jótlandi Í dag kveðjum við Palla bróður okkar. Hann fæddist á Hverfisgötunni þar sem við bjuggum fyrstu tíu æviár hans. Okkur systkinunum fannst gott að afi og amma bjuggu hjá okk- ur og mjög gestkvæmt var á heimilinu. Við áttum því láni að fagna að fá að hafa alls konar dýr, m.a. hunda, ketti, kanínur, dúf- ur, yrðlinga, hænur og oftast vorum við með gullfiska. Hins vegar var skuggi yfir þessum árum því að Palli lenti í slæmu einelti í barnaskóla og beið þess aldrei bætur. Palli var fróður á ýmsum svið- um, þekkti allar götur bæjarins, bílategundir, skipaflota landsins, helstu dagsetningar og atburði og var vel að sér í landafræði. Hann var ljúfur og sagði allt- af satt en það var mikill styrk- ur hans. Pabbi var ökukennari og kenndi honum á bíl en þótt Palli væri með bílpróf og meirapróf þá átti hann bara bíl einu sinni á ævinni. Foreldrar okkar heimsóttu Palla nokkrum sinnum þegar hann bjó í Danmörku. Árið 1988 var eins og oftar ákveðið að fara í heimsókn til hans en sú ferð var aldrei farin því að pabbi fékk hjartaáfall og dó í landganginum út í flugvélina í Keflavík. Palli beið á flugvell- inum í Kaupmannahöfn en eng- inn kom. Annað stórt áfall var þegar mamma dó árið 2002. Hún var hans aðalstoð og stytta meðan hún lifði og þegar Palli var ekki í Danmörku bjó hann hjá henni. Í kjölfarið var íbúðin í Lönguhlíðinni seld og Palli fékk sína eigin íbúð á Rán- argötu 10 þar sem hann bjó síðustu 14 árin, en draumur hans hafði alltaf verið að búa í Vesturbænum. Nágrannar hans á Ránargötunni, þau Arnar og Ísabella, reyndust honum sem besta fjölskylda og kötturinn þeirra, hún Lísa, var sú sem heimsótti hann oft- ast. Það gaf honum mikið enda mikill kattavinur. Það voru nokkrir fastir punktar í lífi Palla meðan hann bjó á Ránargötunni. Hann fór yfirleitt í Vesturbæj- arlaugina um helgar, BSÍ á fimmtudögum til að fá sér svið en þau voru í uppáhaldi hjá honum, hann naut þess að fá sér kaffi á Mokka og fara á Eyjaslóðina þar sem Hjálp- ræðisherinn rak athvarf til skamms tíma en hann átti góða vini í starfsmönnum Hersins. Palli fór nánast allt fótgangandi. Hann var snyrti- menni í ákveðnum skilningi. Allt var í röð og reglu heima hjá honum þótt það sæist ekki alltaf á útliti hans. Baráttan við Bakkus var á stundum hörð en einu sinni fékkst Palli til að fara í meðferð í Byrginu sem gerði honum mjög gott. Síðustu tvö árin voru samn- ingar í gangi milli okkar systk- inanna um algjört bindindi Palla frá áfengi nema við sér- stök tiltekin tilefni. Þetta virti hann og stóð nánast alveg við það. Fyrir vikið batnaði líf hans til muna síðasta rúma árið og samskiptin urðu meiri. Í síðasta skiptið sem við hittum hann kvaddi hann með óvanalegu löngu og innilegu faðmlagi eins og hann hefði á tilfinningunni að við myndum ekki hittast aft- ur. Daginn eftir var hann allur og kominn á betri stað. Á þess- um tímamótum, þegar Eyja- slóðin var farin og þessir góðu nágrannar nýfluttir í burtu, flutti Palli heim til Fyrirheitna landsins. Blessuð veri minningin um þennan einstaklega ljúfa bróð- ur okkar. Halldór Pálsson og Guðrún Margrét Pálsdóttir. Páll Pálsson ✝ Hugrún varfædd í Reykja- vík 24. mars 1950. Hún lést á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 30. september 2016. Foreldrar henn- ar voru Jón Ásgeir Gestsson, f. 6. mars 1920, d. 20. febrúar 2001, og Guðný Jó- hanna Hannesdóttir, f. 19. sept- ember 1921, d. 9. júní 2010. Hug- rún bjó í Hafnarfirði alla sína æsku en flutti til Reykjavíkur eftir tvítugt og bjó þar síðan. Systkini Hugrúnar eru: Jóna, f. 7. júní 1944, Hannes, f. 30. september 1945, d. 23. ágúst 2012, Haraldur Hafsteinn, f. 22. janúar 1947, Gestur, f. 31. maí 1948, Sig- ríður Björg, f. 8. júlí 1951, og Guð- mundur, f. 25. júlí 1955. Hugrún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla, námi frá Húsmæðraskól- anum að Staðarfelli og prófi frá Banka- mannaskólanum. Hún starfaði á endurskoðun- arskrifstofu en lengst af starfaði hún við ýmis bankastörf hjá Bún- aðarbanka Íslands og Iðnaðar- banka/Íslandsbanka/Glitni. Útför Hugrúnar fer fram frá Garðakirkju í dag, 7. október 2016, kl. 13. Haustlitaskrúði breiðir sig yf- ir upprisu seinasta dags sept- embermánaðar. Liðið er að kveldi þegar Hugrún, hjartkær vinkona mín, svífur inn í kvöld- húmið, kveður jarðneskt líf. Það sverfur að sál og sinni er kær vinkona sofnar svefninum eilífa langt fyrir aldur fram þegar okkur finnst við eiga fjölmörg ár ólifuð. Náttúran umvefur hana fallegum haustlitum, hún gengur í blómabrekkunni klædd við hæfi eins og ávallt. Hugrún ólst upp í Hafnarfirði meðal sjö systkina, prjónaði lopapeysur á föður sinn í Sérleyfinu og keypti saumavél inn á heimilið. Hugrún var gædd sterkri félagsgreind, stundaði golfíþróttina í skemmtilegum fé- lagsskap, kynntist fjölmörgum í gönguhópum, hélt góðum ævar- andi vinskap og lagði mikla áherslu á hreyfingu alla daga, allt til síðasta mánaðar. Hugrún kom inn á mannmargt heimilið að Vestri-Leirárgörðum sumarið ’69 með Imbu systur. Inn í 10 systkina hópinn og fylgdi okkur æ síðan. Við Ingibjörg, heitin, vorum kærar systur og vinkon- ur, fékk ég því strax hlutdeild í traustum og trygglyndum vin- skap Hugrúnar en þær unnu í Hvalnum eins og flest ungt fólk úr sveitunum í kring. Ári síðar unnum við Hugrún þar saman, hana þekktu því allir. Minning- arnar eru meitlaðar; fjörið á sveitaböllunum í Borgarfirðinum og víðar, verslunarmannahelgi á Laugarvatni, Þjóðhátíð í Eyjum og skemmtilegar samræður í vinkvennasaumaklúbbnum. Vestan úr Hnífsdal átti Hugrún móðurætt sína. Hún var mjúkur persónuleiki, hæversk, stutt í kátínuna, fjörið og frískleikann. Hugrún hafði þó eggjar vest- firsku fjallanna í skapgerð sinni þegar gengið var að sjálfsvirð- ingu hennar. Hún stóð ávallt með sjálfri sér allt til loka. Um- burðarlyndi Hugrúnar var mikið gagnvart mönnum og málleys- ingjum. Hugrún fylgdi minni fjölskyldu frá upphafi og tók þátt í öllum stórstundum henn- ar. Hún var það samofin fjöl- skyldunni að yngri börnin mín spurðu: „Hvernig er Hugrún frænka skyld okkur?“ Hugrún var ekki manneskja veraldlegra gæða þó hún byði inn á fallegt heimili við Skerjafjörðinn í Reykjavík, ætti alltaf góða bif- reið, bílskúr og sérbýli. Hún naut þess að ferðast, oft með Grikklandsvinafélaginu og lista- fararstjóra úr HÍ eða systkinum og mágfólki. Hún sat listakúrsa í HÍ, tók menningar- og listaferð- ir með félaginu til Evrópulanda og annarra heimsálfa. Við áttum fallegar stundir og allan sept- embermánuð yndislega samveru og samræður um lífið og til- veruna á Líknardeild LSH. Hugrún var raunsæismanneskja, ræddi langanir sínar og vonir af æðruleysi. Ég er þakklát fyrir okkar traustu vinskaparár og ekki síst nú í september í haust- ljómanum þegar ég sagði henni frá veðrinu, spegilsléttum Vog- inum, skýjaslæðunum á himnin- um, hve trygglynd og góð mann- eskja hún væri. Hún bað ávallt fyrir kveðju til alls fólksins míns, sagði að við sæjumst á morgun er ég kvaddi hana á báðar kinn- ar, strauk yfir augun og mjúkt hárið. Ég vil þakka systkinum henn- ar fyrir svigrúmið sem þau gáfu mér að hinstu hvílu Hugrúnar. Á sorgarstundu vottum við allri fjölskyldu Hugrúnar hjart- kæra samúð. Steinunn Njáls., Guðjón og fjölskylda. Kær vinkona til margra ára er fallin frá eftir erfið veikindi. Vorið 1969 kynntumst við er við mættum til starfa á hvalvertíð í Hvalstöðinni í Hvalfirði, átján og nítján ára gamlar. Við vorum góðar vinkonur eftir það. Hug- rún var afar þægileg manneskja, traust og lét lítið fyrir sér fara. Mikil félagsvera og eignaðist marga vini sem hún ræktaði vel. Umhyggjusemi var henni í blóð borin. Við héldum góðu sam- bandi alla tíð, hittumst eða spjölluðum símleiðis, áttum oft löng símtöl. Alltaf spurði hún um börnin mín og gerði það af ein- lægum áhuga, vildi vita hvar þau væru stödd í lífinu og þegar barnabörnin bættust við fylgdist hún vel með. Og lagði nöfn þeirra á minnið. Greinlegt var að allir í kringum hana skiptu máli. Þannig var Hugrún. Bar hag annarra fyrir brjósti. Samleið í gegnum lífið í tæp- lega fimmtíu á er langur tími. Margs að minnast sem við rifj- uðum oft upp, einkum allra síð- ustu ár. Veru okkar í Hvalstöðinni bar oftast á góma enda einstakur og viðburðaríkur tími sem ekki þekkist í dag. Við unnum erfiðar átta tíma vaktir og allt upp í sex- tán klukkutíma samfleytt. Á frí- vöktum um helgar var svo tekið vel á gleðinni, partí í herbrögg- um frá stríðsárunum og farið á hin víðfrægu sveitaböll í Borg- arfirðinum. Hugrún var alltaf til í að vera með í fjörinu. Síðar á lífsleiðinni ferðuðumst við Hugrún saman bæði innan- lands og utan, spiluðum saman golf á tímabili. Skruppum af og til á kaffihús eða fengum okkur að borða. Ekki má svo gleyma saumaklúbbnum sem við stofn- uðum sjö hvalvertíðarkonur frá þeim tíma sem við störfuðum í Hvalstöðinni. Fjórar þeirra eru nú látnar. Fyrir þremur árum greindist Hugrún með illkynja sjúkdóm. Það var áfall. Hún sýndi æðru- leysi allan tímann í veikindum sínum. Hélt hugarró, bjartsýni og kvartaði ekki. Þrátt fyrir það hélt hún sínu striki eins og henni var lagið, fór í ferðalög innan- lands og utan og var meira að segja búin að panta sér ferð til útlanda í haust. Í sumar ágerðist sjúkdómurinn en Hugrún var bjartsýn og harðákveðin að sigra í baráttunni, ekkert annað í boði. Fyrir um tveimur vikum heimsótti ég hana og var það okkar síðasta samverustund. Verulega hafði af henni dregið en eftirtektarvert hversu mikil hugarró hvíldi yfir henni. Við spjölluðum um alla heima og geima og áttum notalega stund. Rifjuðum meðal annars upp eft- irminnilega helgarferð sem við fórum í til Akureyrar, Hugrún, Imba Njáls, Alla og ég, hressar og staðráðnar í að skemmta okk- ur vel, líklega árið 1973. Urðum bensínlausar á miðri Holta- vörðuheiði en redduðum okkur og héldum ótrauðar áfram til Akureyrar og stefnan tekin á Sjallann að kvöldi. Mjög skemmtileg og fjörug ferð. Þrátt fyrir að Hugrún væri máttfarin og afar veik, þá minntist hún þessarar ferðar með glettnis- hlátri okkar beggja. Það var al- veg í anda Hugrúnar og gott að kveðjast þannig. Hjartans þakk- ir fyrir tæplega fimm áratuga vináttu og trygglyndi, elsku Hugrún. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Björg Kristins. Hugrún Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.