Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 The Girl on the Train Hér er á ferðinni spennumynd byggð á samnefndri metsölubók Paulu Hawkins. Hún fjallar um Rachel Watson sem daglega ferðast með lestinni framhjá húsinu þar sem hún bjó ásamt fyrrverandi eig- inmanni sínum, Tom, sem nú er kvæntur annarri konu. Dag einn verður hún vitni að atviki í öðru húsi í nágrenninu sem ýfir upp sára minningu. Leikstjóri er Tate Tay- lor, en í helstu hlutverkum eru Emily Blunt, Rebecca Ferguson, Luke Evans og Justin Theroux. Rotten Tomatoes: 51% Metacritic: 49/100 Masterminds Grínmyndin Masterminds sækir innblástur í rán sem framið var í Bandaríkjunum 1997 og telst vera næststærsta bankaránið í sögu landsins. Öryggisverðinum David Scott tókst að ræna hátt í 20 millj- ónum bandaríkjadala frá öryggis- fyrirtækinu sem hann vann hjá. Hann komst undan og lifði í fram- haldinu lúxuslífi með samverka- fólki sínu. Leikstjóri er Jared Hess, en í aðalhlutverkum eru Zach Gali- fianakis, Kristen Wiig og Owen Wil- son. Rotten Tomatoes: 35% Metacritic: 47/100 Middle School: The Worst Years of My Life Myndin byggist á samnefndri met- sölubók eftir James Patterson sem fjallar um hinn 13 ára gamla Rafe sem ákveður ásamt félaga sínum, Leonardo, að brjóta hverja einustu skólareglu sem sett hefur verið. Leikstjóri er Steven Carr, en í helstu hlutverkum eru Griffin Gluck, Thomas Barbusca og Isabela Moner. Ekki fannst nein samantekt á gagnrýni um myndina við leit á netinu. Bíófrumsýningar Lestarferð, banka- rán og unglingar Spenna Emily Bunt leikur Rachel Watson í The Girl on the Train. Hálfvitaárinu 2016 lýkur á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og annað kvöld kl. 22.. Þá telja Ljótu hálf- vitarnir í tón- leikaprógrammið sitt í síðasta sinn þar til næsta vor. „Allt verður þetta með nokkuð hefðbundnum hætti, enda stöðugleiki krafa dagsins. Góð- ur slatti af útgefnum Hálfvitasmell- um verður spilaður eftir því sem tíminn milli kynninga og brandara leyfir,“ segir í tilkynningu. Síðustu hálfvita- forvöð um helgina Snæbjörn Ragnarsson Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Eyrún Ósk Jónsdóttir er handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guð- mundssonar í ár. Verðlaunin hlaut hún fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða í gær. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. „Verðlaunin komu mér rosalega á óvart,“ segir Eyrún, sem fór beint á já.is til að vera fullviss um að símtal- ið um tilkynningu verðlaunanna hefði komið frá Reykjavíkurborg. „Ég varð að útiloka að það væri ekki einhver að grínast í mér.“ Eyrún er rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hér- lendis og erlendis, auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Ey- rún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Ey- rún lauk meistaragráðu í fjölmiðlun og þróunarfræðum frá Winchester University á Englandi árið 2007. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í evrópskri leiklist og handritagerð frá Rose Bruford College á Eng- landi árið 2005. Eyrún er afar snortin yfir verð- laununum. „Þau eru ákveðin viður- kenning á að einhver annar tengi við það sem maður er að gera og hvatn- ing til að halda áfram.“ 52 handrit að ljóðabók bárust til meðferðar dómnefndar í ár, en verð- launin voru fyrst veitt árið 1994 og voru síðan veitt annað hvert ár allt til ársins 2004 fyrir óprentað handrit frumsamið á íslensku. Frá árinu 2006 hafa verðlaunin verið veitt ár- lega og einungis fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Ljóð Eyrúnar eru skrifuð frá sjónarhorni barnsins og eru að miklu leyti byggð á persónulegum minningum hennar úr barnæsku. Almennar hættur (og hvernig ber að forðast þær) Ekki pota í píkuna puttarnir gætu dottið af. Ekki fikta í kerti þá deyr sjómaður. Ef þú svíkur loforð myrðir þú engil. Ef þú brýtur spegil boðar það sjö ára ógæfu. Ekki drepa járnsmið þá fer að rigna. Ef þú snýrð þér í hringi dettur heilinn úr þér. Ef þú klippir út í loftið klippir þú í englavængi. Ef þú bendir á flugvél hrapar hún. Ekki vaka á nóttinni því þá nær Boli í þig. Ef þú hlýðir ekki kroppar Grýla úr þér augun. brýtur í þér beinin rífur utan af þér skinnið og étur þig. Það er vandlifað. Hvatning til að halda áfram  Eyrún Ósk hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahafi Eyrún Ósk Jónsdóttir tók á móti Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar í Höfða í gær. Dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar í ár skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir for- maður, Ragnhildur Pála Ófeigs- dóttir og Bjarni Bjarnason. Dómnefndin var einhuga um að ljóð Eyrúnar tali með ferskum hætti inn í hversdagsleika Ís- lendinga og opni augu þeirra með ljóðrænum, hugvitsam- legum og frumlegum hætti fyrir mörkunum milli einkalífs og op- inbers lífs. Að mati dómnefndar er Eyrún því mjög vel að verð- launum Tómasar Guðmunds- sonar komin. Í umsögn dómnefndar segir: „Hættur heimsins [eru] smætt- aðar í margar litlar hættur hversdagslífsins og þær settar í samhengi við litlar orrustur ein- staklingsins sem hann háir við sín daglegu viðfangsefni. Við er- um minnt á að pólitík heimsins endurspeglast í míkrókosmískri mynd í hugum okkar.“ Dómnefndin hrífst einnig af sjónarhorni ljóðmælanda sem barns: „Sem fullorðin sund- urliðum við veruleikann, hann verður flókinn og við erum utan við okkur og oft ákafalaus. En í vinningsljóðunum erum við minnt á hvernig er að vera al- tekinn af litla veruleikanum okk- ar, eins og við upplifum hann sem börn og unglingar,“ segir í umsögn dómnefndar. Veruleikinn með augum barna LJÓÐIN TALA MEÐ FERSKUM HÆTTI INN Í HVERSDAGSLEIKANN MIDDLE SCHOOL 4, 6 MAGNIFICENT 7 6, 9, 10:30 FRÖKEN PEREGRINE 6 BRIDGET JONES’S BABY 8 EIÐURINN 9 STORKAR 2D ÍSL.TAL 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.