Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 6
Kynjahlutföll í hugsanlegum þingflokkum eru, samkvæmt könnuninni, afar mismunandi á milli flokka. Kynjahlutfallið er jafnt í þremur flokkum: Samfylk- ingunni sem fengi tvær konur og tvo karla á þing, Viðreisn sem fengi fjórar konur og fjóra karla og Framsóknarflokknum sem fengi þrjár konur og þrjá karla kjörin á þing samkvæmt könn- uninni. Átta konur og sjö karlar yrðu í þingflokki Pírata og í þingflokki Vinstri grænna yrðu átta konur og fjórir karlar. Sjálf- stæðisflokkurinn er sá flokkur sem yrði hlutfallslega með fæstar konur á þingi, en þær yrðu fimm af 18 þingmanna hópi. Yrði þetta niðurstaðan myndu 30 konur og 33 karlar setjast á þing. Hlutur kvenna yrði þá tæp 48%, sem yrði hæsta hlutfall kvenna á þingi. Á Alþingi yrðu 30 konur og 33 karlar Verði niðurstöður kosninganna á sama veg og könnunin sýnir myndu þingflokkar stjórnmálaflokkanna líta svona út: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Gunnar Bragi Sveinsson. Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Sigurður Ingi Jó- hannsson. Silja Dögg Gunnarsdóttir. Eygló Harðardóttir. Benedikt Jóhannesson. Gylfi Ólafs- son. Þorsteinn Víglundsson. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Hanna Katrín Friðriksson. Pawel Bartoszek. Jóna Sólveig Elínardóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Kristján Þór Júlíusson. Njáll Trausti Friðbertsson. Haraldur Benediktsson. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Teitur Björn Einarsson. Guðlaugur Þór Þórð- arson. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir. Birgir Ármannsson. Ólöf Nordal. Brynjar Níelsson. Sigríður Á. Andersen. Páll Magnússon. Ás- mundur Friðriksson. Vilhjálmur Árnason. Bjarni Benediktsson. Bryndís Haraldsdóttir. Jón Gunn- arsson. Óli Björn Kárason. Logi Einarsson. Erla Björg Guð- mundsdóttir. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Árni Páll Árnason. Steingrímur J. Sigfússon. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Katrín Jakobsdóttir. Steinunn Þóra Árnadóttir. Svandís Svavarsdóttir. Kolbeinn Óttarsson Proppé. Hildur Knútsdóttir. Ásta Guðrún Helgadóttir. Gunnar Hrafn Jónsson. Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Ólafur Þór Gunnarsson. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir. Eva Pandora Baldursdóttir. Gunnar Ingiberg Guðmundsson. Birgitta Jónsdóttir. Björn Leví Gunnarsson. Ásta Guðrún Helgadóttir. Gunnar Hrafn Jónsson. Halldóra Mogensen. Smári McCarthy. Oktavía Hrund Jónsdóttir. Jón Þór Ólafsson. Þór- hildur Sunna Ævarsdóttir. Andri Þór Sturluson. Sara Þórðardóttir Oskarsson. Þessi komast á þing samkvæmt könnuninni 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Anna Lilja Þórisdóttir Kristján H. Johannessen Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26% at- kvæða, Píratar 20% og Vinstri græn 17% ef gengið yrði til alþingiskosn- inga nú. Er þetta niðurstaða nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Morgunblaðið dagana 23. september til 5. október síðastliðinn. Viðreisn fengi 12% atkvæða, Framsóknarflokkurinn 10% og Sam- fylkingin 6%. Aðrir flokkar næðu ekki inn þingmönnum. Af þeim stjórnmálaflokkum sem ekki næðu inn mönnum á þing má nefna Bjarta framtíð, sem mælist í könnun með 4% fylgi, Flokk fólksins, með 3% og Íslensku þjóðfylkinguna, en sá flokkur fengi 2% atkvæða. Össur og Karl ekki inn Þegar rýnt er í tölur í einstökum kjördæmum kemur m.a. í ljós að Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, kemst samkvæmt könnuninni ekki inn á þing. Sömu sögu er að segja um Öss- ur Skarphéðinsson, oddvita Sam- fylkingarinnar í Reykjavíkurkjör- dæmi suður, Guðjón Brjánsson, oddvita Samfylkingar í Norðvestur- kjördæmi, og Karl Garðarsson, odd- viti Framsóknarflokksins í Reykja- víkurkjördæmi norður. Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda, alls í 1.750 manna úr- taki. Annars vegar var hringt í 750 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá og hins vegar var send netkönnun til 1.000 manna úrtaks úr netpanel Fé- lagsvísindastofnunar. Alls fengust svör frá 977 svarendum og var svar- hlutfall 57%. Leitað var viðbragða við könnun- inni hjá fulltrúum þeirra flokka sem nú eiga sæti á þingi, auk Viðreisnar. Ekki náðist í fulltrúa Vinstri grænna. Formaður Samfylkingar yrði utan þings  Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir  Nokkrir oddvitar komast ekki á þing samkvæmt könnun Fylgi flokka fyrir alþingiskosningar 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Úrslit kosninga 2013 Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Annar flokkur eða listi 5, 1% 3, 2% 2, 2% 0, 3% 0, 3% 0, 0 % 8, 2% 10 ,9 % 12 ,9 % 3, 1% 0, 1% 0, 1% 3, 0 % 0, 0 % Sjálfst.flokkur D Píratar P VG V 24 ,4 % Frams.flokkur B Samfylking S Björt framtíð A Flokkur fólksins F Ísl. þjóðfylkingin E Dögun T Alþýðufylkingin R Húmanistafl. H Fl. heimilanna I Viðreisn C 26 % 26 ,7 % 19 ,8 % 16 ,5 % 11 ,7 % 9, 7% 6, 3% 4, 1% 0, 0 % Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir niðurstöður könn- unarinnar leggjast „ljómandi vel“ í sig. „Ég er mjög ánægð með að við njótum mun meira trausts meðal kjósenda fyrir kosningarnar nú en síðast,“ segir Birg- itta, en Píratar fengju 15 þingmenn samanborið við þá þrjá sem flokkurinn hefur nú. „Þótt þetta væri auðvitað frábær niðurstaða, þá hef ég alltaf talað fyrir því að maður eigi ekki að gera sér of miklar væntingar fyrir fram,“ segir Birgitta. Yrði frábær niðurstaða Birgitta Jónsdóttir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist ánægður með það fylgi sem flokkur hans mælist með í könnun Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Íslands, en samkvæmt henni fengi flokkurinn átta þingmenn kjörna og 12% atkvæða. „Mér finnst þessi niðurstaða vera nokkuð í takt við það sem verið hefur í könnunum að undanförnu og erum við auð- vitað mjög þakklát fyrir þennan góða meðbyr,“ segir Bene- dikt. Þakklátur fyrir meðbyrinn Benedikt Jóhannesson Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að könn- unin sýni ekki hvernig komandi þingkosningar muni fara. Samkvæmt könnuninni mælist Björt framtíð með 4% og fengi því engan þingmann. „Ég geri nú ekki ráð fyrir því að þetta verði niðurstaðan, enda höfum við fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu og mælst ofar í öðrum könnunum,“ segir Óttarr og bætir við að baráttuhugur sé í flokknum. Eru í baráttuhug Óttar Proppé Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það 6% fylgi sem flokkur hennar mælist með í könnuninni ekki koma til með að verða niðurstaða komandi alþing- iskosninga, en fylgið myndi tryggja þeim fjóra þingmenn. „Þetta verður ekki niðurstaða kosninganna. Ég hef fulla trú á því að við munum koma mun betur út en þetta,“ segir Oddný og heldur áfram: „Við munum a.m.k. halda okkar og stefnum auðvitað að því að gera miklu betur en það.“ Ekki niðurstaða kosninga Oddný G. Harðardóttir „Ég er ánægður að sjá flokkinn leiða á landsvísu, en vonast enn eftir því að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn eftir kosningar. Slíkt hefur reynst okkur Íslendingum best þegar kemur að því að tryggja stöðugleika í landinu,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og bæt- ir við að kannanir hafi að undanförnu verið nokkuð misvís- andi. „Við skulum sjá hvað setur, en ég tel Sjálfstæðisflokk- inn vera á réttri leið,“ segir hann. Leggur áherslu á tveggja flokka stjórn Bjarni Benediktsson „Við eigum mikið inni, enda kosningabaráttan rétt að hefj- ast,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokksins, um niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Hún segir flokksmenn vera fulla tilhlökkunar til að kynna megináherslur Framsóknarflokksins. „Við erum sannfærð um að við munum njóta þess góða árangurs sem náðst hefur á kjörtímabilinu,“ segir Lilja Dögg enn fremur. Kosningabaráttan er rétt að hefjast Lilja Dögg Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.