Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Við erum að taka upp talsetningu fyrir Visa í Danmörku í beinni,“segir Jónas Björgvinsson sem rekur sitt eigið stúdíó, en hann á45 ára afmæli í dag. „Þá erum við með annað hljóðver og leik- stjóra úti í beinu netsambandi við leikara sem eru staddir hjá okkur.“ Jónas er eigandi að fyrirtækinu Minor7 ehf. sem rekur www.hljod- ver.is og www.fuglavarnir.is. „Við gerum alls konar verkefni í hljóð- verinu, talsetjum auglýsingar og fyrir símkerfi og hitt og þetta eins og að gera hljóðleiðsagnir fyrir listasöfn. Svo er- um við auðvitað að taka upp músík líka. Ég ætla að eyða afmælisdeg- inum og helginni í að taka upp fyrir Ívar Pál Jónsson, en hann er að byrja að vinna plötu og við ætlum að taka upp grunna. Það stendur ekkert meira til á afmælisdaginn en svo erum við hjónin að fara til Parísar í næstu viku. Það á að vera afmæl- isferð og ætlum við að taka rómantíska af- slöppun.“ Jónas er sjálfur tón- listarmaður og hefur gefið út eina hljóm- plötu. „Ég er alltaf eitt- hvað að grufla og hef samið eitt og eitt lag síðan ég gerði plötuna Haust með Ummhmm árið 1998 og það stendur alltaf til að gera aðra plötu þegar ég finn tíma í það. Það má segja að ég sé búinn að vera með plötu í skúffunni í nokkur ár.“ Hvað Fuglavarnir.is varðar þá er Jónas með lausnir fyrir landbúnað, sjávarútveg, bæjarfélög, flugvelli og fleira. „Þetta hefur gengið ágæt- lega og við höfum náð fínum árangri í að halda mávum og öðrum fugl- um frá og erum með aðvörunarhljóð fyrir hverja fuglategund fyrir sig eins og gæsir og álftir fyrir landbúnaðinn. Fuglavarnir eru gargandi snilld. Það er samt meira að gera í þessu yfir sumarið og ég starfa einn- ig sem verktaki hjá Nýherja við tækniþjónustu sem er tengd prent- smiðjum og fleiru.“ Eiginkona Jónasar er Guðfinna Helgadóttir, viðskipta- og alþjóða- markaðsfræðingur, og vinnur hún hjá Arion banka. Synir þeirra eru Óliver Rafn 7 ára og Jason Hagalín 12 ára og dóttir Jónasar frá fyrra sambandi er Vera Kristín 22 ára. Framleiðir bæði hljóð og óhljóð Jónas Björgvinsson er 45 ára í dag Þróttarafeðgar Á N1-móti á Akureyri. H allgrímur Viðar Árna- son fæddist í Nýhöfn á Akranesi 7.10. 1936 og ólst upp á Akra- nesi. Hann gekk í barnaskóla Akraness og stundaði nám í Reykholtsskóla 1950-53. Í æsku var hann í Vesturholtum í Þykkvabæ í mörg sumur og á Mel í Hraunhreppi. Hann nam húsasmíði við Iðnskóla Akraness og útskrif- aðist með sveinspróf 1958. Hallgrímur tók við söluskálanum Þórsmörk af föður sínum 1958 og rak söluskála á Akranesi í mörg ár. Hann stofnaði Skaganesti sem hann rak í 10 ár og framleiddi poppkorn og seldi víða á Akranesi og nágrenni og fékk þá viðurnefnið Halli popp. Þá var hann kokkur á Víkingi AK 100 nokkrar vertíðir. Hallgrímur vann að iðn sinni hjá Gunnlaugi Jónssyni, Halldóri Jörg- enssyni og Jóni Guðmundssyni og fékk meistarabréf í greininni 1964. Hann var sjálfstætt starfandi húsa- smíðameistari og rak fyrirtækið Húsverk ásamt tveimur öðrum. Hann bjó í Reykjavík á árunum 1984-2004 og var hann byggingar- eftirlitsmaður hjá Byggingareftirliti ríkisins í Reykjavík í nokkur ár. Hallgrímur Viðar Árnason húsasmíðameistari – 80 ára Hjónin Hallgrímur á knattspyrnuvelli ÍA, með eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Halldórsdóttur hjúkrunarforstjóra. Skagakrati – í kórsöng, badminton og brids Hallgrímur og Helgi Dan Fyrstu tvíliðameistarar í badminton á Skaganum. Akranes Óliver Hafsteinn fæddist 14. september 2015 kl. 9.32 á Akranesi. Hann vó 3.890 g og var 52 cm langur. Móðir hans er Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.