Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Það var fyrir þrett- án árum sem mér fannst engin leið önnur út en sú að taka líf mitt, mér fannst ég einskis virði og hlyti að vera fyrir og það væri best fyrir alla að ég væri ekki til lengur. Sem betur fer tókst mér nú ekki að láta þessi áform mín verða að veruleika. Þegar ég kem út af geðdeild með þau skilaboð að ég eigi að finna mér sálfræðing og mæta til geðlæknis einu sinni í mán- uði, þið getið kannski ímyndað ykkur hversu einfalt það var fyrir ein- stakling sem þjáðist af félagsfælni, kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshug- unum að finna sér sálfræðing og geð- lækni! Ég var svo heppin að komast að hjá dásamlegum sálfræðingi sem ég hitti einu sinni í viku í lengri tíma. Svo fór ég til geðlæknis einu sinni í mánuði í nokkur ár. Þetta var nú allt gott og blessað nema hvað ég var alltaf skelfingu lostin þegar ég þurfti að fara til Reykjavíkur því að það olli mér einstaklega miklum kvíða að keyra þar, því ég taldi víst að allir væru með það markmið að keyra á mig og að ég væri fyrir öllum, þetta er ekki alveg það hollasta sem hægt var að leggja á kvíðasjúkling þannig að það var spurning hvort með- ferðin, sem sótt var um 100 km leið yfir fjallveg, hjálpaði nokkuð! Nú er ég ekki einu sinni farin að tala um allt fjármagnið sem fór í þetta allt saman, á núvirði kostar sálfræðitíminn 12-15 þúsund, geð- læknakostnaður er mismunandi allt frá 1.500 og upp í 15.000 og fer mikið eftir hvort viðkomandi er með ör- orkumat eða ekki. Síðan er það kostnaðurinn við ferðalagið, ég bý rétt hjá Flúðum, í um 100 km fjar- lægð frá Reykjavík, og miðað við að þurfa að fara þangað svona 5-7 sinn- um í mánuði að meðaltali þá eru það 1.000-1.400 km í mánuði og elds- neytið er ekki ódýrt. En svo er Strætó farinn að ganga á milli staða í dreifbýlinu (sem er frábært) og kost- ar farið frá Flúðum til Reykjavíkur 3.360 aðra leiðina en ef þú ert með örorkumat þá kostar ferðin 500 kr. Svona gróflega má ætla að í hverjum mánuði, við að sækja þjónustuna sem ég þarfnast, yrði ég að borga á milli 60 og 90 þúsund í kostnað og þá tek ég ekki með þann möguleika að ég yrði að nærast eitthvað og þess háttar. Ef ég færi með strætó frá Flúðum þá yrði ég fara með strætó frá Flúðum kl 6.59 og væri komin í höf- uðborgina 9.45, svo þyrfti ég nú að komast heim líka og ég get far- ið með vagni frá Reykjavík kl. 13 og er þá komin heim kl. 15.52, sem sagt þá fer allur dag- urinn í það að fara til sérfræðingana og ég yrði að passa upp á að þjón- ustan væri í nágrenni við Mjóddina, því allar ferðir innan höfuðborg- arsvæðisins með strætó taka tíma og peninga. Flestir vinnuveitendur eru mjög skilningsríkir hvað varðar geð- ræn veikindi en ég held það sjái það flestir að það er í raun ekki hægt að bjóða vinnuveitanda sínum upp á að maður mæti bara stundum í vinnuna, bara svona þegar maður er ekki að sækja sér meðferð! Til þess að flýta batanum og rjúfa félagslega einangrun myndi ég kannski vilja sækja einhverja upp- byggilega virkni svo sem valdeflingu eða batamiðaða umræðu. Þá er alls ekki um auðugan garð að gresja í þeim málum í dreifbýlinu og ef ég myndi vilja sækja slíka þjónustu í Reykjavík þá daga sem ég er þar þá verð ég að taka enn seinni strætó og er þá ekki komin heim fyrr en um 19. Það er svo mikilvægt að byggja upp þjónustu fyrir þennan hóp í heimabyggð svo að batinn megi verða skjótari og stöðugri. Hér á Suðurlandi er enginn fastráðinn geð- læknir og sálfræðingar eru fáir og uppteknir, einnig er kostnaðar samt að fara til þeirra þar sem ríkið nið- urgreiðir ekki þjónustu þeirra. Geðræktarmiðstöðin Batasetur Suðurlands hefur verið í starfrækt í rúmt ár, opið hefur verið á föstudög- um frá 9-16 í húsnæði Stróks að Skólavöllum 1 og á miðvikudögum frá 10-14 í Kaffi Líf í húsnæði Hvíta- sunnusafnaðarins á Selfossi. Ýmsir aðilar hafa sýnt okkur mikla velvild, má þar nefna stjórn Stróks og starfs- fólk sem hefur gefið okkur góðfús- legt leyfi til þess nýta húsnæði þeirra, einnig erum við innilega þakklát Hvítasunnusöfnuðinum á Selfossi fyrir að leyfa okkur að nýta húsnæði sitt, einnig styrktu þau okkur til þess að geta verið með geðfræðslu í skólum. Lionsklúbbur Selfoss veitti okkur einnig styrk sem við nýttum til þess að fara af stað með myndlistarsmiðju. Þrátt fyrir að styrkbeiðni var send til allra sveitarfélaga í Árnes- og Rangárvallasýslum, hefur aðeins eitt sveitarfélag séð sér fært að styrkja starfsemi Bataseturs og velti ég fyrir mér hvaða ástæða er fyrir því að ekki sé unnt að styrkja starfsemi sem ýtir undir valdeflingu og bata fólks með geðraskanir. Eftirspurn hefur verið eftir meiri starfsemi Bataseturs en því miður hefur ekki verið unnt að verða við því sökum fjárskorts og er það mjög sorglegt því við eigum mikinn mannauð sem gæti nýtt hæfileika sína í virknimiðstöð sem Batasetrið er. En við ætlum að gleðjast og eiga góða stund saman á opnu húsi Bata- seturs Suðurlands að Skólavöllum 1, í dag þann 7. október, þar sem við munum bjóða upp á kaffi og með því í tilefni af alþjóðageðheilbrigðisdeg- inum þann 10.október n.k. og þess að Batasetur Suðurlands hefur starfað í rúmt ár. Verið hjartanlega velkomin. Að vera geðveikur í dreifbýli – hvernig lifir maður það af? Eftir Jónu Heiðdísi Guðmundsdóttur » Það er ekki einfalt að vera með andlega erfiðleika og fá þjónustu í heimabyggð, þegar úr- ræðin eru mikið til eng- in. Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir Höfundur er iðjuþjálfi og forstöðukona Bataseturs Suðurlands. Nú er búið að sam- þykkja búvörulögin á Alþingi með 19 atkvæð- um, 7 greiddu atkvæði á móti, 16 alþing- ismenn sátu hjá og 21 alþingismaður var fjar- staddur atkvæða- greiðsluna. Slík nið- urstaða er þinginu til skammar. Þegar atkvæða- greiðsla er á Alþingi um lög ættu allir þingmenn að vera skyldaðir til að greiða atkvæði. Ef þeir af óviðráð- anlegum orsökum geta ekki verið í þingsal, ættu þeir að senda ábyrgð- arpóst til forseta Alþingis í gegnum tölvu eða með sérstökum sendiboða með sitt atkvæði. Það ættu aðeins að vera tvö orð gild í atkvæðagreiðslu um lög á Alþingi, það eru orðin „já“ eða „nei“. Önnur svör ættu að vera ógild. Þingmönnum bæri að nota ann- að hvort orðið. Mér finnst að þeir sem valdir eru til setu á Alþingi verði að vera þeir bógar að þeir geti sagt annaðhvort já eða nei. Þeir sem ekki eru þess um- komnir eiga ekki að sitja á Alþingi heldur að vera í öðrum störfum. Alþingismenn mega ekki umgangast at- kvæðagreiðslu um lög á Alþingi með léttúð eins og um kökuuppskriftir væri að ræða, því það að greiða atkvæði um lög á Alþingi er dauðans al- vara, því þau lög sem þar eru samþykkt hafa áhrif á líf og tilveru svo margra. Ef skyldumæting og skyldukosn- ing væru á Alþingi þyrftu flokksmenn alþingismanna ekki að óttast að þeirra menn væru fjarstaddir þegar greidd eru atkvæði um lög á Alþingi. Guð blessi Ísland. Ný lög frá Alþingi Eftir Eyþór Heiðberg Eyþór Heiðberg »Mér finnst að þeir sem valdir eru til setu á Alþingi verði að vera þeir bógar að þeir geti sagt annaðhvort já eða nei. Höfundur er athafnamaður. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Draumurinn um demant Sérfræðingar í demöntum Íslensk hönnun og smíði Laugavegur 61 ︲ Kringlan ︲ Smáralind ︲ Sími 552 4910 PIPA R\TBW A • SÍA jonogoskar.is Núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi var komið á 1983 og tók gildi 1984, eða fyrir rúmum þrjátíu árum. Um tíu árum síðar var þorskur kvótasettur á smá- báta og seinna ýsa, steinbítur og fleiri tegundir. Neikvæð umræða í þjóðfélaginu um kvótakerfið og það að kvótinn sé að færast á fáar hendur kemur illa við litlar, meðalstórar og oft- ast skuldsettar útgerðir í landinu. Ein meginástæða þess að út- gerðir eru að færast á fáar hendur er að mínu mati þessi neikvæða umræða. Menn selja þeim stóru og hugsa sér að komast frá þessu áður en kerfið verður tekið af, þeir stóru vita að áfram verður veiddur og verkaður fiskur. Þeir hafa tækin, tólin og þekkinguna. Ef aflaheimildir verða boðnar upp af ríkinu, eins og mikið er rætt um nú um stundir (færeyska leiðin), mun stórútgerðin bjóða hæst, það segir sig sjálft. Þegar auðlindagjaldið var sett á í tíð síð- ustu ríkisstjórnar kom það harð- ast niður á litlum og meðalstórum útgerðum og stefndu margar þeirra í gjaldþrot vegna þess. Stórútgerðin hafði bolmagn í þess- ar aðgerðir þótt vissulega tæki það á. Það er mín skoðun að kvóta- kerfið hafi reynst vel, bæði stórum og smáum útgerðum og eins þjóðarbúinu í heild. Við sem eldri erum munum eftir endalaus- um gengisfellingum á krónunni til að styrkja útflutning á fiski þegar ríkið var með útgerð- ina í fanginu og al- menningur borgaði brúsann, viljum við það aftur? Kvótakerf- ið er ekki gallalaust og þarf sífellt endur- skoðunar við, en sjálf- bærni þess er ótvíræð. Ef útgerðir gætu séð inn í framtíðina í stað endalausrar óvissu vegna ofan- greindrar neikvæðrar umræðu og gert áætlanir um fyr- irtæki sín yrði reksturinn mun heilbrigðari vegna minni óvissu. Nýliðun yrði þá álitlegur kostur fyrir unga útgerðamenn og -konur að sjálfsögðu. Strandveiðar smábáta hafa gengið vel og er almenn sátt um kerfið, því þarf að hlúa að því með góðu sambandi við greinina. Sjálfbærar fiskveiðar okkar Ís- lendinga þar sem Hafrannsókna- stofnun gefur út stofnstærðarmat sitt á veiðistofnum eftir undan- farnar rannsóknir og síðan veiði- ráðgjöf til stjórnvalda, sem eftir hefur verið farið í meginatriðum er heilbrigðisvottorð um þá um- gengni við fiskveiðar á Íslands- miðum, sem umheimurinn sættir sig við. Jákvæðni til sátta – neikvæðni til ósátta Eftir Sigurð Pál Jónsson »Kvótakerfið er ekki gallalaust og þarf sí- fellt endurskoðunar við, en sjálfbærni þess er ótvíræð. Höfundur er þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í Norðvest- urkjördæmi. Sigurður Páll Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.