Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Hamraborg 10 – Sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14 Verið velkomin í sjónmælingu Traust og góð þjónusta í 20 ár IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2016 Ford F-150 Platinum 3.5L Ecoboost Bensín. VERÐ 11.990.000.- 2016 GMC Denali 3500 6.6L Diesel. VERÐ 11.690.000.- 2016 Dodge Ram 1500 Laramie 3L EcoDiesel, 8 gíra skifting. VERÐ 11.900.000.- 2016 Ford F-350 Lariat Ultimate 6.7L Diesel. VERÐ 10.390.000.- 2016 Chevrolet Silverado 3500 High Country 6.6L Diesel. VERÐ 11.390.000.- Fæðuviðbótin Saga- Pro hefur verið seld hér á landi í mörg ár. Þetta eru töflur, sem eru sagðar innihalda 100 mg hver af 5:1 vatnsextrakti úr lauf- um ætihvannar (Ange- lica archangelica) auk ýmissa „óvirkra“ hjálparefna en mörg þeirra eru tilbúin gerviefni. Framleiðandi mælir með að tekn- ar séu 1-2 töflur á dag við tíðum þvaglátum vegna skertrar blöðru- rýmdar, ofvirkrar blöðru og/eða góðkynja stækkunar blöðruhálskirt- ils. Varan á að vinna gegn nætur- migu; hún hefur líka í seinni tíð ver- ið auglýst fyrir hlaupara og fólk á ferðalögum, í fundarsetum o.fl., sem á þá að geta haldið lengur í sér þvaginu. Hún á að gagnast körlum og konum. Framleiðandi hefur bent á, að flavónóíðið ísókversítrín, sem hann taldi vera til staðar í plönt- unni, væri mögulega það efni, sem ylli þessum áhrifum. Auglýsinga- áróður er mikill og stundum svæs- inn, á prenti, rafrænt, í útvarpi og sjónvarpi. Verð í apótekum er nú um 2.500 kr. fyrir 30 töflur, eða um 30-60 þúsund kr. á ári ef þær eru teknar að staðaldri. Þetta er dýrt miðað við læknismeðferð. Innihaldsefni ætihvannar hafa lengi verið vel þekkt og hafa athug- anir framleiðanda SagaPro ekki bætt neinu við þá vitneskju. Yfir 20 fúranókúmarín (eiturefni) eru þekkt, þ. á m. angelísín, arkangel- ísín, bergapten, imperatórín, ísóim- peratórín, xantótoxín, 2’-angelóýl-3’- ísóvalerýlvagínat, heraklenól-2’-O- senesíóat og heraklenól-2’-O- ísóvalerat svo og kúmarínin ostól og umbellíferón. Ilmolíur eru til staðar, sem innihalda m.a. alfa- og beta- fellandren, alfa- og beta-pínen, sab- ínen, alfa-tújón, límonen, línalóól, borenól og 4 stórhringja laktón. Önnur innihaldsefni eru m.a. ark- angelenón (flavónóíð), palmitínsýra, kaffínsýra, klórógensýra, frúktósi, glúkósi, súkrósi og umbellíferósi. Til viðbótar var svo flavónóíðið ís- ókversítrín nýlega sannkennt 1). Ekkert þessara efna er þekkt að því að hafa áhrif á tíð þvaglát, sam- kvæmt vísindaritum. Fyrir þremur árum birtist grein 2) eftir framleiðanda SagaPro um klín- íska rannsókn á því á hópi karl- manna, sem þurfti að pissa minnst tvisvar á nóttu. Skammtur var 2 töflur á dag. Skemmst af að segja var niður- staðan sú, að enginn munur var á virkni SagaPro og lyfleysu. Höfundar tóku þá út mjög lítinn undirhóp (tíu menn í SagaPro- hópnum) til undirhóps- greiningar er leiddi í ljós hugsanlega jákvæð áhrif á næturmigu hjá einstaklingum með meinta skerta blöðru- rýmd. En það er mjög mikilvægt að gera sér ljóst, að nið- urstöður úr slíkum eftir á grein- ingum verður að túlka með ýtrustu varúð og er ekki hægt að meta sem staðfestingu á sönnum áhrifum. Sagt með öðrum orðum: Hér voru höfundar aðeins að setja fram til- gátu um hugsanlega virkni taflanna á þennan undirhóp. Virknin er enn vísindalega ósönnuð og engar rann- sóknir hafa verið gerðar á konum. Nýlega lauk rannsókn 1), sem beindist að „virkum“ innihalds- efnum taflanna, einkum flavónóíðinu ísókversítríni auk aðaleiturefnanna tveggja, xantótoxíni og imperatór- íni. Öll þessi efni reyndust vera til staðar í töflunum en í sáralitlu magni og var því beitt afar næmri mæliaðferð, þ.e. háskerpu vökva- greiningu + massagreiningu (e. UPLC/MS). Í rannsókninni reyndist magn ís- ókversítríns vera 0,16 mg í hverri töflu. Það er alveg fráleitt að svona lítill skammtur geti haft nokkur ein- ustu áhrif á þvaglát í mönnum eða önnur lyfjafræðileg áhrif. Þess má annars geta að ísókversítrín í stórum skömmtum hefur þvagræs- andi áhrif (eykur þvagmyndun) í rottum 3), sem er þveröfug verkun við þá sem framleiðandi SagaPro heldur fram! Magn eiturefnanna xantótoxíns og imperatóríns reyndist vera 0,28 mg og 0,002 mg í töflu. Það er mjög ólíklegt að þessi efni geri nokkurt gagn eða ógagn í svo litlu magni. Ýmis önnur „virk“ efni mátti greina í töflunum, en í enn minna magni en þau, sem nefnd hafa verið þannig að það er útilokað að þau hafi einhver líffræðileg áhrif. Yfirgnæfandi magn efna úr ætihvönn í töflunum reyndust vera óvirkar sykurteg- undir, þ.e. glúkósi (þrúgusykur), súkrósi (sykur), frúktósi (ávaxtasyk- ur) o.fl. efni úr þeim flokki. Ég hef áður haft áhyggjur af inni- haldi SagaPro af eitruðum fúranók- úmarínum en þær eru ástæðulausar í ljósi þessarar rannsóknar. Vís- indalega er ekki hægt að halda öðru fram um SagaPro-töflurnar en að þær séu verkunarlausar, þ.e. að þær séu sambærilegar við töflur, sem innihalda bara sykur og virka því ekkert, burtséð frá væntingar- áhrifum en um þriðjungur fólks er næmur fyrir þeim. 1)Kowal, N.M. et al.: Investigations on the constituents of SagaPro tablets, a food supplement manufactured from Angelica archangelica leaf. Pharmazie, í prentun (2016). 2)Sigurdsson, S. et al.: A parallel, random- ized, double-blind, placebo-controlled study to investigate the effect of SagaPro on nocturia in men. Scand. J. Urol. Nephrol. 47, 26-32 (2013). 3)Gasparotto, J. et al.: Mechanisms under- lying the diuretic effects of Tropaeolum majus L. extracts and its main component isoquercitrin. J. Etnopharmacol. 141, 501- 508 (2012). SagaPro – dýrt og gagnslaust kukl Eftir Reyni Eyjólfsson » Samkvæmt nýrri rannsókn er ekki hægt að halda öðru fram um SagaPro töflurnar en að þær séu verk- unarlausar, þ.e. ómerki- legt, gagnslaust kukl. Reynir Eyjólfsson Höfundur er doktor í náttúruefnafræði með diplómu í jurtalækningum. Er ekki almenningur farinn að nota of mikið forsetninguna „á“ þar sem miklu eðlilegra er og íslenskulegra að nota forsetninguna „til“? Sumum þætti ef til vill í lagi að segja að fara á útlönd í staðinn fyrir til útlanda og jafnvel fara á Kína. Ekki þykir mér slíkt málfar til fyrirmyndar. Þessum blindu málskussum er trúandi til alls. Um áratuga bil var Jón Frið- jónsson höfundur Orð skulu standa, þess stórmerka rits, með vikulegan pistil um íslenskt mál í Morgun- blaðinu uns ritstjórinn Ólafur Steph- ensen sagði honum upp. Það voru ljót mistök af hans hálfu. Enn frem- ur þykist ég vita að Jón hafi tekið þetta mjög nærri sér. Halldór Þorsteinsson, fv. skólastjóri Málaskóla Halldórs. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Er forsetningin „á“ ofnotuð? – með morgunkaffinu BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Keppnin um Oddfellow-skálina Keppni um Oddfellow-skálina hófst í októberbyrjun. Átján pör mættu til leiks og styrktu félagsauð- inn á vindasömu haustkvöldi. Mörg skemmtileg spil komu upp úr spilabökkum og reyndu misflókin sagnkerfi félagsmanna meðan lauf- blöðin fuku af trjánum um borgina. Þetta er í fimmta skiptið sem spil- að er um Oddfellow-skálina. Hér er lokastaða kvöldsins. Helgi G. Jónsson - Hans Óskar Isebarn 243 Hreinn Ó. Sigtryggs. - Ragnar Halldórs. 241 Guðm. Ágústsson - Friðrik Sigurðsson 239 Jón Guðmss. - Þorvaldur Þorsteinsson 207 Jóhannes Sverriss. - Óskar Karlsson 205 Meðalskor 192 stig. Helgi og Hans enduðu með 63,3% skor og tóku heim verðlaun kvölds- ins en þeir höfðu leitt toppbaráttuna lungann úr kvöldinu. Spilaðar verða 6 lotur og telja fjögur bestu skorin. Næst verður spilað 7. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.