Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.10.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú nýtur þess að ferðast. Þú færð hugmynd. Ekki spá í hvort hún sé rétt eða ekki – ef hún bætir líf þitt skaltu halda þínu striki, ef ekki losaðu þig þá við hana. 20. apríl - 20. maí  Naut Það gengur náttúrlega ekki að ræða ekki málin við þá sem þú þarft að eiga sam- starf við. Eitthvað sem einhver segir mun hugsanlega minna þig á mikilvægi lífsins. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nýttu þær auðlindir sem þú hefur aðgang að til að bæta umhverfi þitt, bæði í vinnunni og á heimilinu. Reyndu að fá sem mest út úr umskiptunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt það alltaf á hættu að vera mis- skilinn, nema þú talir tæpitungulaust þannig að allir skilji. Leggðu þig fram við að sýna dýpt tilfinninga þinna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig. Svarið er: þú kemur hreint fram. Samræður um verkaskiptingu og skyldur eru líklegar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er erfitt að standa undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera maður. Sein- asta skrefið er að gefa eitthvað til að skapa rými fyrir það nýja. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert til í að leggja mikið á þig til þess að ná settu marki núna, hvort sem er heima fyrir eða í vinnunni. Sýndu væntumþykja á nýja vegu og hagnastu á nýjan hátt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Viðskiptasamningar og allt sem lýtur að kaupum og sölu ætti að ganga vel í dag. Einbeittu þér að því að gera það sem þú gerir best. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur hjálpað upp á fjárhag- inn að sleppa einhverjum útgjöldum. Gerðu þér dagamun af þessu tilefni en mundu að hóf er best á hverjum hlut. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er mögulegt að snúa göllum þínum upp í kosti. Slíkur eintrjáningsháttur kallar bara yfir þig vandræði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að setja saman trausta aðgerðaáætlun. En það er ekki um annað að ræða en bretta upp ermarnar og taka svo hvern hlut fyrir sig og klára hann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt finna til svolítið meira sjálfs- trausts því það skemmir fyrir þér hversu reik- ull og hikandi þú ert. Gerðu þér grein fyrir því, hvað það er sem þú vilt og þá kemur hitt af sjálfu sér. Eins og komið hefur fram í frétt-um varð að fresta fundi borg- arstjóra með Akureyringum um Reykjavíkurflugvöll vegna veðurs. Ólafur Stefánsson segir á Leirnum, að „nú kom vel á vondan að Dagur gat ekki notað Vatnsmýrarvöllinn til að komast norður. Örlög hér sköpuðu skorður, það var skýfall og allskonar staut, og lífshætta’ að leggja’í hann norður, með lokaða neyðarbraut.“ Magnús Stefánsson á Fáskrúðs- firði setti nú í vikunni á Leirinn tvær vísur, sem hann gerði í sumar, þegar fjölmiðlafárið var sem mest í kringum nýja forsetann. – „Mikið var gert úr því að nú flyttust börn til Bessastaða og koma þyrfti upp fótboltamörkum og leiktækjum á túninu: Aftur hlaupa börn á Bessastöðum, bolta elta þau á fótum hröðum, fara um túnin græn með gullin sín og Guðni kaupir þeim svo trampólín. Ég heyrði svo morgun einn í út- varpinu okkar, allra landsmanna, að forsetinn væri á leið austur að Sólheimum og sólin biði þar eftir honum. Akstur þessa löngu leið lífgar sannan heiðursmann, á Sólheimum því sólin beið að sjá þar nýja forsetann.“ Haustrigningarnar helltust yfir okkur í gær. Pétur Stefánsson yrk- ir á Boðnarmiði: Úti er haust að efla spjöll, ávallt störfum hlaðið. Nú eru blómin næstum öll niður rignd í svaðið. Hvína vindar hvellt og snjallt, hvessir á feðragrundu. Kominn er fölvi yfir allt eins og á dauðastundu. Gunnar J. Straumland er á svip- uðum nótum: Landsynningur leysti vind og lagði tré að velli. Haustsins lægðahryggðarmynd hófst í gær með hvelli. Og loks segir Ingólfur Ómar að það sé búið að blása allvel og rigna hér syðra enda er vart svefnfriður fyrir veðri. Vakti ólund vissa sú, varð að yrkja stöku. Haustlægðirnar hafa nú haldið fyrir mér vöku. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Börn á Bessastöðum og haustrigningar Í klípu „ERUM VIÐ ÞÁ SAMMÁLA UM AÐ BORGA HVERT Í SÍNU LAGI?“ Hópmeðferð eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞAÐ ER EINHVER GAUR AÐ HRINGJA ÚR DÝRAGARÐINUM HINUM MEGIN VIÐ GÖTUNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að búa til sitt eigið sólskin. ÉG ER Í ÆÐISLEGU SKAPI! EN ÉG TEK SAMT STARF MITT MJÖG ALVARLEGA.SPARK! ÉG VIL EKKI MONTA MIG... ...EN ÉG LIFI LÍFINU TIL FULLS! ÉG VIL EKKI MONTA MIG... ...EN ÞAÐ ER ÉG SEM FYLLI ÞAÐ! Íþróttalífið á Íslandi er svo fjölbreyttað í raun er aldrei hlé. Þegar einni keppni lýkur tekur önnur við. x x x Í liðinni viku lauk knattspyrnuvertíðsumarsins. Stjarnan er Íslands- meistari kvenna og FH Íslandsmeist- ari karla. Verðskuldaðir meistarar og Víkverji óskar þeim innilega til ham- ingju. x x x Fyrir utan Íslandsmeistarana erWillum Þór Þórsson, þjálfari KR, helsti sigurvegari sumarsins og þjálf- ari ársins. Þar eru Víkverji og fotbolti.net sammála. x x x Willum tók við KR-liðinu í von-lausri stöðu skömmu eftir sum- arsólstöður. Ekkert nema fall blasti þá við stórveldinu en Willum fékk menn til þess að líta björtum augum fram veginn, tók eitt skref í einu og endaði með liðið í Evrópusæti. Það munar um minna en 30 milljónir króna í rekstri liðs í efstu deild. x x x Aðstaða elsta knattspyrnufélagslandsins er ekki boðleg en for- manni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar er slétt sama. Hann segir í viðtali við Vesturbæjar- blaðið að þyrlað hafi verið upp ryki um að á lóð við Keilugranda ætti að koma upp KR-svæði. Orðrétt segir í blaðinu: „Það sé furðulegur málflutn- ingur því forsvarsmenn KR hafi margoft lýst því yfir að þeir hafi eng- an áhuga á þessu svæði en vilji þess í stað leggja frekari áherslu á frekari uppbyggingu KR-svæðisins.“ x x x KR-ingar og aðrir, sem láta sigskipulagsmál varða, vita að borgarfulltrúinn fer vísvitandi með rangt mál. Vissulega hafa stjórnendur KR lýst yfir vilja til þess að breyta og byggja á „frímerkinu“ við Frostaskjól en í áratugi sýndu þeir áhuga á Keilu- grandalóðinni án árangurs, eins og fram kemur um málið á KR-vefnum. Þó að fáir sjái Vesturbæjarblaðið réttlætir það ekki ósannindi stjórn- málamannsins. Trúverðugleikinn hef- ur fokið fyrir minna. víkverji@mbl.is Víkverji Því að þín vegna býður hann út engl- um sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. (Sálm. 91:11)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.