Morgunblaðið - 07.10.2016, Side 38

Morgunblaðið - 07.10.2016, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Í kvöld rætist stór draumur félag- anna Hannesar og Smára þegar þeir stíga á svið í Borgarleikhús- inu með sína eigin sýningu. Þeir halda reyndar að stóra sviðið sé þeirra, en verða að láta sér nægja litla sviðið. Sviðsmyndin er hins vegar gerð fyrir stóra sviðið og á sýningunni munu þeir meðal ann- ars koma fram undir merkjum Úlfanna, hljómsveitar sem þeir mynduðu. Áhorfendur mega því búast við miklu sjónarspili með leiklist, ljóðum, sönglist og jafnvel bardagalist. Saga Hannesar og Smára hefst um miðjan 10. áratuginn, en þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir alþjóð í þáttunum Dagsljós sem sýndir voru á RÚV. Skaparar þeirra eru leikkonurnar, stór- vinkonurnar og eiginlega syst- urnar Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. „Við höfum verið að leika þá frá 1995, en þá hétu þeir Börkur og Smári, svo breyttust þeir og urðu hljómsveitatöffarar. Þá gátum við farið að troða hljóðfærunum okkar inn í þetta,“ segir Halldóra. „Við vorum búnar að vera að leika karla í Dagsljósi sem voru aðrir, svo fórum við á námskeið hjá Pörupiltum hjá Maríu Pálsdóttur og þá urðu Hannes og Smári til,“ segir Ólafía. Þetta eru hins vegar ekki fyrstu skref Hannesar og Smára á leik- sviði þar sem félagarnir léku vorið 2011 í Beðið eftir Godot sem Kvenfélagið Garpur setti upp í samstarfi við Borgarleikhúsið. Hannes og Smári, Ólafía og Halldóra eða Lolla og Dóra? Í fyrra voru Halldóra og Ólafía fengnar til að gera stutta útvarps- sketsa á Rás 2 og þar komu Hann- es og Smári gjarnan við sögu. Þess á milli hafa þeir verið dugleg- ir að skemmta á árshátíðum og við ýmis tækifæri. „Við erum búnar að malla með þá mjög lengi og erum til dæmis búnar að skrifa kvik- myndahandrit,“ segir Halldóra. Hannesi og Smára er gjarnan lýst sem öðru sjálfi þeirra Ólafíu og Halldóru, en þær eru ekkert endilega tilbúnar til að sætta sig við það. „Ég vil bara alls ekki við- urkenna það. Sem leikari getur maður skipt um heila og hug og það er það sem við erum að gera. Ég myndi ekki segja að Hannes væri líkur mér,“ segir Ólafía og lítur á Halldóru: „Dóra mín, segðu það.“ „Nei, hann er ekkert líkur henni,“ svarar hún um hæl. Hannes og Smári eða Ólafía og Halldóra? Auðvitað er bara best að kalla þær Lollu og Dóru, en þannig þekkjast þær best, og verður það gert hér eftir. „Og Smári er ekkert líkur Dóru. Ég myndi segja að í rauninni væru þetta andstæður okkar,“ segir Lolla. „En við þekkjum þá út og inn og vitum hvernig þeir bregðast við hlutum. Þeir búa í okkur, en það er heilmikil vinna á bak við það að fá öryggi með það,“ segir Dóra. Í sýningunni verður skyggnst inn í líf og baksögu Hannesar og Smára. „Við erum komnar með þeirra bakland alveg inn í okkur. Hvaðan þeir koma, hvernig þeir ólust upp og samskipti þeirra eru orðin klár á milli þeirra,“ segir Lolla. „Þetta er ekki eitthvað sem þú myndir rigga upp í einu æf- ingaferli. Það liggur margra ára vinna í því að þróa þá, þroska og þekkja,“ segir Dóra. Blaðamanni leikur þá forvitni á því hvaðan þessi löngun kemur, að bregða sér í líki karlmanns? „Hún sprettur hjá Lollu, alveg löngu fyrir Dagsljós,“ segir Dóra. Löngunin kviknaði í Skaupinu „Ég hugsa að löngunin hafi komið eftir að ég lék í áramóta- skaupi hjá Guðnýju Halldórs og þar vorum við nokkrar konur að leika karlmenn, þar á meðal Edda Björgvins, og ég man bara að ég hló allan tökutímann því mér fannst Edda svo fyndin, bara að horfa á hana fór alveg með mig,“ segir Lolla. „Það er eitthvað við að vera frjáls frá þessari hlutgerv- ingu sem konan er, að vera frjáls frá kvenlíkamanum. Þetta hljómar mjög dramatískt en það er það ekki,“ segir Dóra, og bætir við: „Það er einhver rosaleg frels- istilfinning að vera karlmaður. Það er svolítið leiðinlegt að segja það en ég upplifi það mjög sterkt.“ Norðlenskt samstarf Í tengslum við sýninguna gáfu Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið Kýldu mig kaldan. Tónlist mun því leika stórt hlutverk í sýningunni. Trommuleikari kemur einnig við sögu, en það er hinn 12 ára gamli Kolbeinn Orfeus Eiríksson sem bregður sér í hlutverk hans. Elma Stefanía Ágústsdóttir fer einnig með hlutverk í sýningunni. „Hún leikur Sirrý sem er að vinna í framhúsi leikhússins og aðstoðar þá í sýningunni,“ segir Lolla. Sýningin er unnin í samstarfi við Jón Pál Eyjólfsson, sem er meðhöfundur og leikstjóri. „Hann sá Hannes og Smára á sýningu á Rósenberg, varð alveg heillaður og sagði að allir órar karlmannsins hefðu verið orðaðir upphátt,“ segir Dóra. „Hugmyndin að þessari sýn- ingu kemur upp úr Rósenberg- sýningunni sem var spunasýning. En hérna er þetta allt ákveðið, núna erum við með tilbúið leikrit sem var bæði unnið við borð og upp úr spunum,“ segir Lolla. „Okkur er dauðans alvara“ Sýningin er sett upp sem hár- beittur gamanleikur, en greina má alvarlegan undirtón þegar kafað er í bakgrunn þeirra Hannesar og Smára, sem og þegar spurningum um hlutverk kynjanna er velt upp. „Þetta er ekki farsi, þetta er gam- anleikur, en okkur er dauðans al- vara. Við erum alveg svolítið gróf- ir og höfum leyfi til að segja hluti sem við myndum aldrei segja sem konur, og karlmenn hefðu heldur ekki leyfi til að segja heldur. Við höfum meira leyfi af því að við er- um konur að leika karlmenn,“ seg- ir Dóra. Hannes og Smári láta sér ekki nægja að stíga á svið í Reykjavík, þeir ætla að leggja land undir fót og sýna tvær helgar á Akureyri í nóvember. „Við vildum fá Jón Pál sem leikstjóra og þá varð þetta díllinn,“ segir Lolla, en Jón Páll er leikhússtjóri hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. „Hannes og Smári eru mjög spenntir, en líkt og þeir halda að þeir séu að fara að leika á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu þá halda þeir að þeir verði í Hofi, en það er bara smá misskilningur eins og með svo margt hjá þeim,“ segir Dóra, en sýnt verður í Sam- komuhúsinu. Frelsistilfinning að vera karl  Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir stíga á svið sem Hannes og Smári  Ekki þeirra innra sjálf  Allir órar karlmannsins sagðir upphátt  Sýningar í Reykjavík og á Akureyri Morgunblaðið/Golli Dúett Tónlistarmennirnir og skemmtikraftarnir Hannes og Smári eru sköpunarverk Ólafíu Hrannar Jónsdóttur og Halldóru Geirharðsdóttur. Félagarnir stíga á svið í Borgarleikhúsinu í kvöld og lofa eldfjörugri kvöldstund. Hönnunarfyrirtækið As We Grow í eigu Guðrúnar Rögnu Sigurjóns- dóttur, Maríu Th. Ólafsdóttur og Grétu Hlöðversdóttur hlaut í gær Hönnunarverðlaun Íslands þegar þau voru afhent í þriðja sinn. Í umsögn dómnefndar um As We Grow segir: „Með vörulínunni tvinna þær [eigendurnir] saman fag- urfræði, hefðum og nútíma í ending- argóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kyn- slóða. As We Grow byggir á ábyrg- um umhverfissjónarmiðum og af- stöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt sam- félagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heim- an“. Geysir fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun sem veitt var í annað sinn. Í umsögn dómnefndar um Geysi segir: „Geysir hefur fengið einhverja færustu hönnuði landsins til starfa á öllum vígstöðvum, hvort sem við á um vörumerki, ímyndarsköpun, hönnun verslana, grafíska hönnun eða fata- hönnun. Þannig hefur fyrirtækið skilgreint mikilvægi hönnunar í öllu þróunarferli og skapað ímynd og upplifun tengda fyrirtækinu með framúrskarandi hætti. Með því að setja þátt hönnunar í öndvegi hefur Geysir á skömmum tíma náð ein- stökum árangri og er orðið eitt þekktasta vörumerki landsins.“ Morgunblaðið/Ófeigur Hönnunarverðlaun Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Elín Árna- dóttir, María Th. Ólafsdóttir og Gréta Hlöðversdóttir við afhendinguna. As We Grow vann VE R T Bíókvöld? Þetta verður veisla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.