Morgunblaðið - 07.10.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 07.10.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2016 Osta fondue-veisla Komdu þínum á óvart 4.990,-ámann bóka þarffyrirfram Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is Vertu upplýstur! blattafram.is SUMUM LEYNDARMÁLUM Á EKKI Að ÞAGA YFIR. GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK? HVAÐ MEÐ KYNFERÐISOFBELDI? OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS RUGGED 170x240 cm kr. 52.650 MARVEL 170x240 cm RU G G ED MOT TU R SEM SETJA SVIP Á HEIMILIÐ kr. 61.200 Laugavegi 52 | 101 Reykjavík Sími 552 0620 | gullogsilfur.is Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Flottar buxur Str. 36-48 Litir: Svart, dökkblátt, grátt, galla Háar í mittið kr. 13.900 Fögnum afmæli! Upplestur, uppboð og afmæliskaka Bókakaffið á Selfossi fagnar 10 ára afmæli föstudaginn 7. október. Við blásum til veislu frá klukkan 15 þennan dag, veitum ríflega afslætti, setjum afmælisköku og kaffi fram fyrir gesti og gangandi auk þess sem bóksalarnir bjóða upp kostagripi og bændur fara með gamanmál. Eftirtaldir rithöfundar lesa úr verkum sínum: Ásdís Thoroddsen | Óskar Árni Óskarsson | Hallgrímur Helgason Sørine Steenholdt (lesari Heiðrún Ólafsdóttir) | Pjetur Hafstein Lárusson Guðrún Eva Mínervudóttir | Halldóra Thoroddsen | Guðmundur Brynjólfsson Hermann Stefánsson Kvölddagskráin Ljóðfæri Um kvöldið mæta svo í Bókakaffið þeir feðgar Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur, og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur, með einstaka dagskrá sína sem nefnist Ljóðfæri. Þar gramsa þeir í ljóða- og hljóðasörpum sínum, spinna, og tvinna með hjálp ritvéla-, hljóm- og lyklaborða. Einnig koma við sögu segulbönd, hljóðgervlar, bækur, fetlar, blöð, hristur, burstar, snerill og blýantur. Kvölddagskráin hefst klukkan 20 – aðgangur ókeypis 2006–2016 Afsláttur á afmælisdegi Nýjar bækur 10% Gamlar bækur 30% Bókakaffið á Selfossi | Austurvegi 22 | 800 Selfoss | Sími 482 3079 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að úthluta Hjálpræðishernum lóð við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík, en samtökin hyggjast reisa þar hús fyrir starfsemi sína. Við meðferð málsins hafa borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina látið þá skoðun í ljós að vegna starfsemi Hjálpræðishersins sé rétt að undan- þiggja hann byggingarréttargjaldi. Sú tillaga var hins vegar felld með fjórum atkvæðum Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna og þurfa samtökin því að greiða rúmlega 22,5 milljónir króna í gatnagerðargjald og 21,6 milljónir í byggingarréttargjald, eða samtals yfir 44,1 milljón króna. Veitt aðstoð sína í yfir 120 ár „Hjálpræðisherinn hefur í meira en 120 ár staðið fyrir umfangsmikilli hjálpar- og góðgerðastarfsemi í Reykjavík. Samtökin hófu að veita heimilislausu fólki mat og húsaskjól auk margvíslegrar annarrar þjón- ustu löngu áður en eiginlegri vel- ferðarþjónustu var komið á í borg- inni og hafa gert það með öflugum hætti allar götur síðan. Í ljósi þess- arar starfsemi er því rétt að sam- tökin verði undanþegin byggingar- réttargjaldi,“ segir m.a. í bókun Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna vegna málsins. „[Á]rið 2013 ákvað meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar að úthluta öðru skráðu trúfélagi, Félagi múslima, lóð undir mosku- byggingu við sömu götu og var sú lóðarúthlutun undanþegin bæði byggingarréttargjaldi og gatna- gerðargjaldi, ásamt því að í því til- viki voru engar kvaðir um skil lóðar ef frestir væru ekki virtir,“ segir einnig í sömu bókun. Ámælisverður málflutningur Í gagnbókun Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna segir að sá „mál- flutningur að úthlutun lóðar til Hjálpræðishersins sé sambærileg við úthlutun lóðar til Félags músl- ima undir tilbeiðslustarf sé það vill- andi að hann hljóti að teljast ámæl- isverður. Málin eigi fátt sammerkt annað en að um skráð trúfélög sé að ræða og að lóðirnar séu á svipuðum stað. [...] Starfsemi Hjálpræðishers- ins er annars eðlis og að auki hefur félagið ekki farið fram á niðurfell- ingu byggingarréttargjalds, heldur hafa samningar náðst um eðlilegt endurgjald sem allir aðilar eru sáttir við.“ Þá bentu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar á að tveimur skráðum trúfélögum hefur nú verið úthlutað sambærilegum lóðum á eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni. „[A]nnað trúfélagið fékk lóðina ókeypis, þ.e. án nokkurs end- urgjalds, en hitt trúfélagið, sem sinnt hefur hjálpar- og góðgerðar- starfi í borginni í meira en 120 ár, þarf að greiða Reykjavíkurborg fullt verð fyrir, bæði gatnagerðargjald og sérstakt gjald fyrir byggingar- rétt,“ segir í bókun. Morgunblaðið/Heiddi Ráðhús Hjálpræðisherinn fær ekki sama afslátt og önnur trúfélög. Hjálpræðisherinn greiði 44 milljónir  Annað trúfélag fékk sína lóð gefins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ís- lenska ríkið í gær til þess að greiða manni 120 þúsund krónur í miska- bætur vegna líkamsleitar sem gerð var á honum á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum í fyrra. Í dómsorði segir að lögregla hafi haft afskipti af manninum og krafist þess að framkvæma líkamsleit vegna viðbragða fíkniefnahunds sem hefðu gefið til kynna að hann gæti haft í fór- um sínum fíkniefni. Maðurinn neitaði leit og var því handtekinn og á hon- um leitað við þvingun. Ekkert sak- næmt fannst á manninum og voru honum greiddar bætur á grundvelli þess að hann var ekki ákærður. Dæmdar miskabæt- ur fyrir líkamsleit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.